Fréttabréf - 01.09.1995, Blaðsíða 2

Fréttabréf - 01.09.1995, Blaðsíða 2
Fréttir af þingflokknum Nú er þingstarfið komið á fullt. Þingkonur Kvennalistans hafa verið mjög önnum kafnar. Sökum smæðar þingflokksins kemur mikið nefndastarf innan Alþingis í hlut hverrar þingkonu. Guðný Guðbjöms- dóttir, þingfiokksformaður, situr sem aðalfulltrúi í allsherjamefnd og menntamálanefnd. Jafnframt er hún áheymarfulltrúi í sjávarútvegs- nefnd og utanríkismálanefnd. Krisu'n Astgeirsdóttir situr sem aðalfull- trúi í félagsmálanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Hún er einnig áheymarfulltrúi í landbúnaðamefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd. Kristín Halldórsdóttir situr sem aðalfulltrúi í fjárlaganefnd og um- hverfisnefnd og áheymarfulltrúi í samgöngunefnd og iðnaðamefnd. Vikuna 22. til 29. október var þinghlé svo að þingmenn gætu sótt kjördæmi sín heim. í þeirri viku fór Krisrin Halldórsdóttir ásamt fleiri þingmönnun Reykjaneskjördæmis víða um það kjördæmi. Það hefur hins vegar ekki riðkast í Reykjavíkurkjördæmi að skipulögð væri sam- eiginleg dagskrá fyrir þingmenn Reykjavíkur. Þingkonur Kvennalistans höfðu frumkvæði að því að öllum þingmönnum Reykvikinga væri boðið að kynna sér starfsemi Reykjavíkurborgar. Brást borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún, vel við þeirri beiðni. Þingmönnum var boðið að koma og kynna sér starfsemi hinna ýmsu stofnana Reykjavíkurborgar, þar á meðal starf- semi Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, Félagsmálastofnunar, Skólaskrif- stofu og Atvinnu- og Ferðamálskrifstofu. í þessari sömu viku hafði verið ráðgert að þingkonur Kvennalistans heimsæktu aðra anga. Til stóð að halda fund í Borgamesi og á Egils- stöðum. Sökum atburðanna á Flateyri var þeim fundum frestað. Mánudagskvöldið 30. október sóttu Guðný og Kristín Ástgeirsdóttir svo félagsfund í Borgamesi, sem að sögn þingkvenna var mjög skemmti- legur. Þegar þetta er skrifað hafa aðrir fundir með öngum ekki verið dagsettir. Stefanía Óskarsdóttir. Kveðjur frá Þórunni Hingað á skrifstofuna kom hið fegursta póstkort, skreytt sebrahestum og öðrum afrískum villidýrum, frá Þórunni Sveinbjamardóttur sem nú dvelur í Tansaníu við störf fyrir Rauða krossinn. Þórunn biður fyrir kveðjur til allra kvenna sem enn vilja við hana kannast og sendir okkur óskir um skemmtilegan og uppbyggilegan landsfund.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.