Fréttabréf - 01.09.1995, Page 6

Fréttabréf - 01.09.1995, Page 6
Heimaverkefni — utan bókar Til upphitunar fyrir landsfundinn fær textinn við Dóma heimsins, bar- áttusöng Kvennalistakvenna, að fljóta hér með. Nú ættu allar að geta rifjað hann upp áður en til fundarins kemur og þá getum við allar sungið utanað, hárri raust. Dómar heimsins Dómar heimsins dóttir góð munu reynast margvíslegir. Glímdu sjálf við sannleikann hvað sem hver segir. Gakktu einatt eigin slóð hálir eru hversmannsvegir. Skeyttu ekki um boð né bann hvað sem hver segir. Inn í brjóst þitt ein og hljóð rýndu fast ef röddin þegir. Treystu á þinn innri mann hvað sem hver segir. (Jóhannes úr Kötlum) Símanúmer, faxnúmer og netföng Skrifstofa Kvcnnalistans: Áslaug, sími 551 3725, fax 552 7560, netfang aslaug@centrum.is Þingflokkur Kvennalistans: Guðný, sími 563 0703, netfang gudny@althingi.is Krisu'n Á., sími 563 0710, nctfang kra@althingi.is Krisún H., sími 563 0702, netfang krh@althingi.is Stcfanía framkvæmdastýra, sími 563 0705, fax 563 0740, netfang stefania@althingi.is Vcra: Sonja og Vala, sfmi 552 2188, fax 552 7560.

x

Fréttabréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.