Fréttabréf - 01.09.1995, Blaðsíða 7

Fréttabréf - 01.09.1995, Blaðsíða 7
Áfram.....áfram stelpur" 24. október fögnuðu konur á Akureyri og í Reykjavík 20 afmæli kvennafrídagsins 1975 rétt eins og konur um allt land. Skipulögð var sameiginleg dagskrá fyrir bæina tvo. Dagskráin hét áfram ... „áfram stelpur" og var skipulögð af Kvenfélagasambandi ísland, Kvenréttinda- félagi íslands og konum í stjórnmálaflokkunum. í Reykjavfk var háu'ðin haldin í Gamla bíói. Margar óttuðust að komast ekki að sökum smæðar húsnæðisins en því miður var ekki fullt hús. Það sakaði þó ekkert og kvöldið heppnaðist mjög vel. Dagskráin hófst á söng nokkurra kvenna úr Kvennakór Reykjavíkur sem sungu Dómar heimsins. Kynnir kvöldsins var Ragnheiður Ásta Péturs- dóttir og var frábært að heyra röddina hennar, þessa svo að segja einu opinberu kvenrödd til margra ára. Þvínæst hélt Auður Hjörleifsdóttir lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu ræðu, en ræðan reyndist leikþáttur um sögu kvennabaráttunnar frá 1975 til 1995. Leikþátturinn var frábær enda skrifaður af Ragnhildi Vigfús-dóttur og Þórhildi Þorleifsdóttur. Tíu ungar leikkonur léku Auði og hópurinn sem söng „Áfram stelpur" fyrir 20 árum var mættur á sviðið í Gamla bíói og sungu þær gömlu góðu baráttusöngvana inn á milli. Þátturinn varð mun lengri í flumingi en áætlað var vegna hlátraskalla áhorfenda. Rúsínan í pylsuendanum var svo barátturæða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Hún ræddi um mikilvægi kvennasamstöðu og brýndi sérstaklega fyrir konum að styðja við þær systur okkar sem komast í valdastöður. Það er erfitt að vera eina konan í karlafans og við þurfum því að mynda öryggisnet fyrir þær konur sem taka að sér að ryðja brautina. Þegar dagskránni lauk flykktust konur niður í Hlaðvarpa þar sem skemmtuninni var fram haldið. Þar skáluðu konur, hver fyrir annari, og sungu saman. Gallerí á Laugaveginum Sú hugmynd fæddist í kolli framkvæmdastýru að opna vísi að galleríi í „stofunni" á Laugavegi 17. Þetta er ekki komið til framkvæmda en stendur til, líklega verður þó ekkert gert í málinu fyrr en eftir landsfund. Galleríið verður að sjálfsögðu feministískt að því leyti að þar fá bara konur að setja upp verk. Verkin verða hinsvegar ekki ritskoðuð. Ekki verður einblínt á yfirlýstar Kvennalistakonur en það rýrir auðvitað ekki listakonurnar. Ef einhver hefur áhuga má hún gjarna hafa samband á skrifstofuna og þar verður umsókn hennar lögð fyrir sýningarnefnd, gífurlega valdamikla stofnun sem einungis framkvæmdastýran situr í. Einhvemveginn verður maður nú að koma sér upp völdum!

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.