Fréttabréf - 01.10.1995, Blaðsíða 2

Fréttabréf - 01.10.1995, Blaðsíða 2
Landsfundur 1995 Kvennapólitik — hvað nú? 13. landsfundur Samtaka um kvennalista var haldinn í NesbúÖ, Nesja- völlum, dagana 10. - 12. nóvember s.l. Þátttaka var í meðallagi góð en þær konur sem sóttu fundinn voru flestar ánægðar þegar upp var staðið. Hreinskiptin skoðanaskipti og óvissa um leiðir einkenndu fundinn en þrátt fyrir ýmisskonar ágreining var andinn góður. Aðstaðan var líka þægileg, veðrið til fyrirmyndar, maturinn góður sem og öll önnur þjón- usta starfsfólksins á staðnum. Bryndís Guðmundsdóttir setti fundinn á föstudagskvöldinu og að því loknu voru skýrsla Framkvæmdaráðs og endurskoðaðir reikningar samtakanna lagðir fram. Kristín A. Arnadóttir flutti hugvekju kvöldsins og gerði stöðu Kvennalistans að umtalsefni sínu. Hún benti á að þó svo hinir hefðbundnu strákaflokkar hafi stund- um fengið slæma útreið í kosningum hafí þeir aldrei efast um tilverurétt sinn. Þó var hún ekki að mæla með starfsaðferðum þeirra en varpaði því fram að skýringin á því hversu tilbúnar viö erum að endurskoða markmið okkar og leiðir gæti legið í því að viö reynum að hlusta eftir röddum fólksins á meðan strákamir líta á sig sem krossfarariddara. Kristín vitnaði m.a. í skýrslu um konur og þróun sem Þróunarstofnun SÞ lét vinna þar sem því er haldið fram að það sé ómeðvitað samsæri um allan heim að vanmeta vinnu kvenna og framlag þeirra til þjóðfé- lagsins. Hún vitnaði einnig í nýlega grein eftir Betty Friedan sem hvet- ur konur til að hafa forgöngu um að leita nýrra leiða, í samstarfi við karla, þar eð nú sé mikilvægara að varðveita þá ávinninga sem náðst hafa í kvennabaráttunni en að reyna frekari landvinninga. Lokaorð þessarar hugvekju voru á þá leið að hér á landi sé kvennabaráttan komin svo langt að ekkert muni stöðva hana. Laugardagur Formleg dagskrá hófst svo kl. 9 að morgni laugardagsins 11. nóvember. Fundarstjórar báða fundardagana voru Kristín Einarsdóttir og Anna Kristín Ólafsdóttir og eiga þær hrós skilið fyrir skipulögð vinnubrögð og ákveðni enda misstu þær aldrei tökin á fundinum. 2

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.