Fréttabréf - 01.10.1995, Blaðsíða 5

Fréttabréf - 01.10.1995, Blaðsíða 5
1995 þær veröa, að segja skiliö viö framboðsleiöina og snúa okkur að ÖÖrum barátmleiöum, aö opna Kvennalistann fyrir körlum og halda áfram sem stjómmálaafl með sterkum femínískum áherslum eöa fara út í samvinnu eða sameiningu með öðrum stjómmálaöflum. Fimmti og síðasti möguleikinn væri svo hreinlega að hætta öllu saman. Almennar umræður Aö erindum þessum loknum vom almennar umræöur og stigu margar konur í pontu til aö tjá sig um framtíöina. Þá kom í ljós að fæstar em fylgjandi fimmta og síðasta kostinum, að hætta öllu saman, en flestar telja að Kvcnnalistinn hafi ekki lokiö sínu ætlunarverki og því beri honum aö halda áfram að vera til. Einnig virtust sumar hlynntar því að samvinna við önnur öfl yiði könnuð og leggja beri áherslu á að Kvennalistinn sé kvenfrelsisafl en hvorki til vinstri né hægri í pólitík. Margar töldu aö vinnumarkaðurinn ætti aö veröa næsta verkefni kven- frelsiskvenna enda hróplegt óréttlæti í Iaunamálum. Auka þarf umræð- una, bæði innan Kvennalistans og úti í þjóðfélaginu, og gæti þaÖ oröiö eitt af verkefnum Kvennalistans aö standa fyrir ráðstefnum og fyrir- lestrum. En fyrst og fremst þurfum við að brýna stefnuna. Er maricmið okkar aö ná völdum eða aö bæta stöðu og kjör kvenna og hvaða leið ætlum viö að fara aö maricmiðinu? Ályktun og hópstarf Aö loknu hádegishléi vom drög aÖ stjómmálaályktun landsfundarins kynnL Drögin unnu Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir, Kristín A. Áma- dóttir, Kristín Halldórsdóttir og Stefanía Óskarsdóttir. í fyrsta sinn í sögu Kvennalistans var almenn sátt um drögin og einungis geröar nokkrar athugasemdir um oröalag og stíl. Ályktunin, en m.a. var ákveðið aö sleppa stjórmála-forliönum úr yfirskriftinni, var síðan sam- þykkt rétt fyrir fundarslit á sunnudegi og birtist hún í heild sinni hér í fréttabréfinu. SíÖan hófst hópstarfiö en aö þessu sinni var konum frjálst að velja sér hóp. Einsog gefur að skilja var mest ásókn í hópinn „Hvað nú?“ og varð hann svo mikill um sig aö honum var skipt í tvennt með pennastriki. Sigriður Stefánsdóttir stjómaöi hópstarfinu af röggsemi, skipaði hópstjóra og ritara og úthlutaði glærum til þess að niðurstöð- umar yröu skýrari. Niöurstöður hópanna fara hér á eftir. Landsfundur 5

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.