Fréttabréf - 01.10.1995, Blaðsíða 8

Fréttabréf - 01.10.1995, Blaðsíða 8
Landsfundur 1995 f einhverju máli skal málið rætt innan þingflokksins eða á öörum fund- um Kvennalistans og samkomulags leitað áður en málið fer f fjölmiöla. Þingkonum ber einnig aö dreifa verkefnum skipulega og huga aö al- mennum félagskonum þegar fulltrúar eru valdir til starfa á vegum þingflokksins. Fjölgun i framkvæmdaráði Áslaug Thorlacius lagði til að SveitastjómaráÖ Kvennalistans fengi full- trúa f Framkvæmdaráði og kæmu borgarstjómarkonur í Reykjavík inn í ráöiö. TUlagan var samþykkt, þó ekki alveg þegjandi og hljóðalaust Fundarsköp landsfundar Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Kristín Sigurðardóttir lögðu fram drög að fundarsköpum sem gilda skyldu fyrir landsfundi og Samráðsfundi. Ollu þau miklum umræðum en það sem konur hnutu helst um var ákvæði um með hvaöa hætti atkvæðagreiösla skyldi fara fram ef sameiginleg niðurstaða næöist ekki með öðrum hætti. Lagt var til að hver angi fengi tvö atkvasði til umráöa en auk þess heföu þingkonur og varaþingkonur rétt til atkvæðis. Tillagan var dregin til baka og var ákveðið að hún skyldi unnin áfram, síðan rædd í öllum öngum og svo vfsað til SamráÖs, nema ef til þess kæmi að hún fæli f sér lagabreytingu en þá þyrfti landsfundur aö samþykkja hana. Meiri umræður AÖ þessum liÖ loknum sté Guðný Guöbjömsdóttir í pontu og greindi firá því að fyrir Alþingi lægi tillaga um að lækka áfengisaldur niöur í 18 ár. Þingflokkurinn væri sammála um aö styðja tillöguna, auk þess sem þær vildu hækka sjálfræöisaldur upp í 18 ár til samræmis. Fundarkonur vom sammála um aö sá tvískinnungur sem felst í gildandi lögum um þessi mál sé óviðunandi og studdu afstöðu þingflokksins. Kristín Halldórsdóttir tók stækkun Álversins fyrir og dreiföi upplýsing- um um máliö meðal fundarkvenna. Guðrún Magnúsdóttir krafðist þess aö Reykjavíkurangi greindi frá á hvaða stigi umræður um samvinnu við aðra flokka væm. SagÖi hún óvissuna óþolandi þar sem sterkur orðrómur væri á kreiki um að slíkar umræður væm í gangi. Eftir nokkurt þóf var umræðunni frestað þar sem komiö var fram að hádegi og tími til að borða. 8

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.