Fréttabréf - 01.10.1995, Blaðsíða 12

Fréttabréf - 01.10.1995, Blaðsíða 12
angafréttir angafréttir angafréttir Frá Reykjavíkuranga Félagsfundur verður haldinn á Laugavegi 17, þriðjudaginn 5. desember kl. 20:30. Dagskrá: Fjármál angans, fréttir af landsfundi, umræða um laugardagskaffi og önnur mál. Hið margrómaða jólaglögg angans verður haldið föstudaginn 15. desem- ber kl. 18:00. Mætum allar í jólaskapi. Framkvæmdanefhdin Frá Austurlandsanga Það helsta héöan úr Austurlandsanga er að halda á skemmtifund hjá Guðbjörgu að Koltröð 10,7. desember kl. 19:00. Hefðbundið síldar- jólaborð verður framreitt. Undir borðum munu helstu niðurstöður og ályktanir landsfundar kynntar. Rabb og léttar umræður. Hvetjum allar Kvennalistakonur til að koma 7. desember kl. 19:00. Unnur Fríða Frá Norðurlandsöngum Báðir angar Norðurlands eru í þann veginn að funda um niðurstöður landsfundar nú þegar fréttabréfið er að fara í fjölritun. Fréttimar bíða því fram yfir áramót. Frá Vesturlandsanga Heilar og sælar. Kvennalistakonur á Vesturlandi héldu félagsfund nú fyrir nokkru. Kvennalistakonur að sunnan komu til þess að hressa uppá okkur og vökva gróðurinn. Starfíð í vetur var rætt og konur vom helst á því að taka það fremur rólega og halda tvo til þrjá fundi þar sem einhver áhugaverð málefni verða tekin fyrir. Komu nokkrar uppástungur fram, s.s. Kína, ástleitni o.fl. Framkvæmdanefndin er heldur fátækleg enn sem komið er. í henni er Ingibjörg Daníelsdóttir (s. 435 1160). Átti hún að finna með sér konur en það er ekki enn frágengið. Bestu kveðjur út um borg og bý. Vesturlandsangi Frá Suðurlandsanga Á félagsfundi sem haldinn var 21. nóvember var rætt um landsfund og þær spumingar sem hann vakti upp. Konur voru sammála um að ekki væri tímabært að leggja listann niður og vilja ekki að lokað verði á viöræður við önnur pólitísk öfl, sérstaklega ekki hin svokölluðu félagshyggjuöfl. Suðurlandsangi 12

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.