Fréttabréf - 01.10.1995, Blaðsíða 13

Fréttabréf - 01.10.1995, Blaðsíða 13
Frá Vestfjarðaanga Við hér á ísafirði hittumst alitaf annan hvem miðvikudag, til skiptis heima hjá hver annarri og ræðum bæjarmálin, fyrir bæjarstjómarfund- ina. Nú er mest talað um kosninguna um sameiningu sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum. Okkar fulltrúi í bæjarstjóm er hlynnt málinu og við flestar líka. Við sjáum þó líka ýmsa agnúa á því, það verður erfitt að halda úti félagslegri þjónustu á svona mörgum þéttbýlis- stöðum. Og skuldsetning sveitarfélaganna er stórt áhyggjuefhi, en vonandi er betra að leysa úr því í sameiningu. Við teljum líka að til- koma jarðganganna leggi okkur skyldur á herðar að nýta þau sem besL Annars er mannh'fið í lægð eftir hörmungamar á Flateyri. Og ekki bætir úr skák sú umræða sem alltaf er fyrir hendi í fjölmiölum um hættuna. Vissulega er hættan fyrir hendi og getur skapast við vissar aðstæður, en stundum er eins og allir haldi að þær aðstæður séu hér daglega allan veturinn. Það hefur t.d. verið hér einmuna gott veður frá því 27. okt Er fólk ekki meðvitað um aö það býr á íslandi, hér er hætta á eldgosum, jarðskjálftum, skriðuföllum og snjóflóðum. Jarðskjálftar og eldgos gera yfirleitt ekki boð á undan sér, en þegar mikil snjókoma er þá getur veriö hætta á snjóflóðum þar sem svo háttar til. Þetta eigum við að vera með- vituð um, en ekki að ala á sífelldum ótta allan ársins hring. Slys em hörmuleg og ættu aldrei að eiga sér staö, en menn hætta þó ekki að sækja sjó þó skip farist. Við flytjum ekki öll af landi brott þó slysfarir verði á landi. Annars fór Landsfundur Kvennalistans heldur illa í konur hér, þær sem fóm vom hreint uppgefnar. En við ræddum málin eftir fundinn með okkar fulltrúa sem fór á fundinn. Er ekki hægt að hafa þessa umræðu um hugmyndafræðina aðeins á vorþingum og ræða heldur pólitík án til- finninga á landsfundi? Hvað segja aðrar Kvennalistakonur sem sátu heima og hlustuðu á fréttimar? Mér finnst að við hefðum átt að sýna þeim konum sem em á Alþingi fyrir okkur núna meira traust og styðja við þær, en ekki að velta okkur upp úr tilvistarkreppu. Með kveðju að vestan, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir 13

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.