Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 4
* „Alls staðar hafa innflytjendur auðgað ogstyrkt bandarískt samfélag.“ John F. KennedyÞjóðmálÁSGEIR INGVARSSON ai@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2015 Innflytjendur eru vítamínsprauta Um þessar mundir eru málefni flótta-manna og innflytjenda mjög í deigl-unni. Í Evrópu hafa margir áhyggjur af innstreymi fólks sem flýr ýmist stríðshörm- ungar eða sára fátækt og í Bandaríkjunum hefur forsetaframbjóðandinn Donald Trump gert það að einu af sínum helstu stefnumálum að reisa mikinn vegg eftir endilöngum landa- mærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að halda ólöglegum innflytjendum úti. Viðhorf manna eins og Trump byggist í grunninn á ótta við að innflytjendur muni hafa óæskileg áhrif á vinnumarkaðinn og verða byrði á félagslega kerfinu. Innflytjend- urnir steli störfum frá heimamönnum og taki í ofanálag rausnarlega til sín úr sameiginlegum sjóðum. Rannsóknir hagfræðinga gefa annað til kynna. Nánari skoðun leiðir í ljós að alla jafna má reikna með að innflytjendur bæði efli hag- kerfið og bæti hag þeirra sem þar eru fyrir. Taka störf og búa til störf Fyrst skulum við skoða áhrifin á vinnumark- aðinn: Menn á borð við hagfræðinginn Alex Nowrasteh hafa bent á að þegar nýir ein- staklingar bætast við vinnumarkaði, þá bæði taka þeir til sín störf og búa til ný störf. Inn- flytjandinn er í senn framleiðandi og neytandi; hann fyllir kannski lausa stöðu í einni grein, en býr til með sinni eigin eftirspurn aukna möguleika í öðrum greinum. Má bera þetta saman við það sem gerðist þegar konur færð- ust af heimilunum og út á vinnumarkaðinn á Vesturlöndum: Útkoman varð ekki stórfellt atvinnuleysi meðal karlmanna, heldur stækk- aði vinnumarkaðurinn einfaldlega og bjó til ný störf. Það sem meira er er að innflytjendurnir kunna að gera vinnumarkaðinn „dínamískari“ svo að geta fólks nýtist betur. Við getum t.d. ímyndað okkur háskólamenntuðu húsmóður- ina sem getur ráðið til sín mexíkóska barn- fóstru og þar með farið sjálf út á vinnumark- aðinn þar sem hún skapar enn meiri tekjur en ef hún væri föst heima. Á hinum enda skalans er svo innflytjandinn sem er hámenntaður snillingur og frumkvöðull og býr til næsta Google eða Facebook; hann skapar verðmæti og störf sem annars hefðu ekki orðið til. Á botninum og toppnum Þegar hér er komið sögu er rétt að benda á að innflytjendur koma hlutfallslega mest inn í neðstu og efstu lög vinnumarkaðarins. Inn- flytjendur flytja milli landa til að bæta hag sinn, og er ávinningurinn hlut- fallslega mestur fyrir þá sem eru á botninum, og þá sem eru á toppinum. Svo við tökum Mexíkó aftur sem dæmi, þá hefur millistéttarfjölskylda í Mexíkóborg það alveg ágætt. Millistéttarfólkið hefur ekki sömu ástæðu til að flytja norð- ur yfir landmærin og fátæki verkamaðurinn sem gæti þar margfaldað tekjur sínar, eða snjalli tannlæknirinn, verð- bréfamiðlarinn og frumkvöðullinn sem gætu norðan landamæranna leyft þekkingu sinni og getu að blómstra sem aldrei fyrr. Eftirspurnin eftir vinnuafli er líka yfirleitt hlutfallslega meiri neðst og efst í tekjustig- anum. Það er alltaf einhver sem vill ráða til sín mann til að snyrta garðinn, hræra steypu eða þrífa baðherbergið, rétt eins og það er alltaf einhver sem vantar að ráða til sín efna- fræðing eða forritara. Það er alltaf betra fyrir fyrirtækin að hafa nóg af fólki til að ráða í störfin. Örlítið tap fyrir þá minnst menntuðu Aðeins einn hópur virðist gjalda fyrir inn- streymi innflytjenda, og þá aðeins í litlum mæli. Hagfræðingarnir Gianmarco Ottaviano og Giovanni Peri hafa rannsakað málaflokkinn í þaula og komist að því að það eru helst þeir sem eru með langminnsta menntun – ekki einu sinni með stúdentspróf – sem gætu vænst þess að innstreymi innflytjenda minnki laun þeirra agnarögn. Aftur á móti fundu Ot- taviano og Peri það út að innflytjendur hafa almennt þau áhrif, sérstaklega til lengri tíma litið, að ýta upp launum allra annarra í samfélag- inu. Greiða meira en þau taka En hvað um velferðar- kerfið? Aftur benda rann- sóknir til þess að innflytj- endur greiði meira inn en þeir taka út. Þannig var árið 2010 birt rannsókn eftir Christian Dustmann, Tommaso Frattini og Caroline Halls þar sem þau skoðuðu heildaráhrif innflytjenda frá A8- löndunum svokölluðu; löndum Austur-Evrópu sem urðu hluti af Evrópusambandinu árið 2004. Reyndust innflytjendur frá þessum löndum, þegar þeir voru komnir til Bretlands, ólíklegri en heimamenn til að þiggja félags- legar bætur eða búa í félagslegu húsnæði. Þá var atvinnuþátttaka innflytjendanna mun betri. Heilt á litið borgaði hópurinn meira í ríkiskassann en hann tók út. Þarf þetta í sjálfu sér ekki að koma mjög á óvart þegar við höfum í huga að innflytjendur birtast fullskapaðir á vinnumarkaðinum, búnir að fá sína menntun annars staðar, yfirleitt frekar ungir, sprækir og hraustir. Þetta er fólk sem er komið til að vinna og skapa sér tækifæri en ekki til að leggjast á kerfið. Vöntun á fólki Hér að framan hefur verið lýst áhrifum al- mennra innflytjenda, sem flytja sig um set í von um betra líf. Hvað um flóttamenn, sem flytja tilneyddir og allslausir? Gilda sömu lög- mál um þá, jafnvel í þeim löndum þar sem velferðarkerfið er mjög rausnarlegt? Svarið virðist velta á því hversu vel gengur að hleypa flóttamönnunum inn á vinnumarkaðinn og nýta þar þekkingu þeirra og reynslu sem skyldi. Rannsókn sem Giovanni Peri og Mette Fo- ged gerðu á áhrifum innflytjenda á danska vinnumarkaðinn leiddi í ljós að á árunum 1991 til 2008 höfðu flóttamenn þau áhrif að hvetja þá heimamenn sem eru með minnsta starfs- hæfni til að mennta sig og færast upp í betur launuð störf. Í Evrópu veitir líka ekki af ungu og starfshæfu fólki sem greiðir skattana sem bera uppi velferðarkerfið. Ferdinando Guig- liano, blaðamaður Financial Times, bendir á að samkvæmt útreikningum framkvæmda- stjórnar ESB verði þar aðeins tveir einstak- lingar á vinnualdri fyrir hvern einstakling 65 ára og eldri. Í dag er hlutfallið fjórir á vinnu- aldri fyrir hvern ellilífeyrisþega. Að fá nýtt fólk inn í landið er, hvort sem fólki líkar það betur eða verr, orðið lífsspursmál fyrir við- komandi hagkerfi. Börn innflytjenda í lest á landamær- um Króatíu og Ungverjalands, von- andi á leið til betra lífs í nýju landi. AFP RANNSÓKNIR HAGFRÆÐINGA BENDA TIL ÞESS AÐ EKKI ÞURFI AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF HAGRÆNUM ÁHRIFUM INNFLYTJENDA. EF EITTHVAÐ ER ER ÞAÐ HVALREKI FYRIR HAGKERFI RÍKJA EF ÞANGAÐ LIGGUR STRAUMUR FÓLKS Í LEIT AÐ NÝJUM TÆKIFÆRUM OG BETRA LÍFI. * Alla jafnamá reiknameð að innflytj- endur bæði efli hagkerfið og bæti hag þeirra sem þar eru fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.