Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2015 Sanders er nú með meira fylgi en Hillary Clinton meðal demókrata í könnunum í Iowa og New Hampshire, sem halda fyrstu forkosning- arnar eftir áramót. En Clin- ton er þó víða sterkari. Blökkumenn hafa í áratugi verið tryggustu kjósendur demókrata og 57% þeirra styðja Clinton, aðeins 10% Sanders. Clinton nefnir aldrei Sanders á nafn á fundum, en framboð hans vekur athygli á því sem virðist vera helsti veikleiki hennar: Skortur á trúverðugleika. Margir saka hana hreinlega um lygar og undir- ferli. Er sósíalisminn að sigra í há-borg kapítalismans? Fyrirfjórum árum gerði Pew- rannsóknastofnunin könnun í Bandaríkjunum meðal fólks undir þrítugu og í ljós kom að 49% þeirra voru jákvæð í garð sósíalisma, að- eins 47% lýstu ánægju með kapítal- ismann. En hugtakið sósíalismi hef- ur ekki sömu merkingu fyrir alla. „Miðjan“ fræga í pólitík er ekki á sama róli vestra og í Evrópu, hún er lengra til hægri. Hins ber þó að gæta að opinber afskipti og ríkis- forsjá hafa vaxið hratt síðustu ára- tugina í landinu, þá virðist ekki hafa skipt máli hvort repúblikanar eða demókratar hafa verið við völd. En nú stormar Bernie Sanders, hvíthærður, 74 ára gamall „lýðræð- islegur sósíalisti“ að eigin sögn og öldungadeildarþingmaður frá Ver- mont, fram í könnunum meðal demókrata, berjandi í borðið til að leggja áherslu á stéttabaráttu, bar- áttu gegn misskiptingu og kúgun. Peningarnir ráði öllu. Fólk flykkist á fundi með honum. En sumt af því sem hann segir gæti komið honum í koll. Hann tekur ekki undir með þeim sem vilja herða mjög lög um skotvopna- eign enda margir veiðimenn í Ver- mont, segja gagnrýnendur Sand- ers. Innflytjendamál eru viðkvæmt mál hjá kjósendum sem rekja ættir sínar til Rómönsku Ameríku. Í júlí sagði Sanders að fyrirtækin vildu svo sannarlega breyta lögum um innflytjendur, liðka til. „En það sem ég held að þau hafi áhuga á er að tryggja ferli sem geri kleift að flytja inn ódýrt vinnuafl á öllum sviðum til landsins til að lækka laun í Bandaríkjunum.“ Bernie Sanders er fæddur í Brooklyn í New York, sonur fá- tæks innflytjanda af pólskum gyð- ingaættum og kaþólskrar móður. Hann er mikill aðdáandi norræna velferðarmódelsins en hvað vill hann ganga langt? Minna má á að sænskir jafnaðarmenn hafa aldrei þjóðnýtt stórfyrirtækin og sósíalist- inn Sanders boðar ekki heldur þjóðnýtingu atvinnuveganna. En hann vill veita bönkunum aðhald, skipta þeim stærstu upp og skatt- leggja ríka fólkið meira. Margar hugmyndir hans eru í anda gamalla eyðslutillagna vinstri- manna, að ríkið kosti kosningabar- áttu, háskólanám verði ókeypis og hann vill skapa störf með opinber- um fjárfestingum í innviðum. Dýrar hugmyndir í landi með vaxandi fjárlagahalla, er bent á. Hann segir millistéttina hafa verið svikna. Sanders fær mikinn hljómgrunn þegar hann ræðst á fjármálafyrirtækin og stjórnkerfi sem ekki hefur enn séð ástæðu til að draga nokkurn fjár- málafursta í Bandaríkjunum fyrir rétt vegna bankahrunsins 2008. Fjöldi repúblikana er ekki síður en Sanders hneykslaður á græðginni í Wall Street, samtryggingu stjórn- málaflokkanna, spillingu og öðrum ófögnuði. Óhæfir og brottreknir stjórnendur fái stórfé í sárabætur, segja margir. Dýr kosningabarátta En svipaðar áherslur heyrast nú víðar. „Frjálst framtak merkir ekki að allt sé leyfilegt,“ sagði Sajid Ja- vid, viðskiptamálaráðherra Bret- lands, nýlega á flokksþingi íhalds- manna. Aðalkeppinautur Sanders er, enn sem komið er, Hillary Clinton, og hún á vissulega miklu meira í kosn- ingasjóði, yfir 100 milljónir dollara en Sanders liðlega 40. Sjónvarps- auglýsingar virka best í kosninga- baráttu vestra og þær eru rán- dýrar. Peningarnir koma sér vel þegar hefðbundinn leðjuslagur í auglýsingum, þar sem keppinautar eru oft svertir með lævíslegum hætti og þrauthugsuðum dylgjum, byrjar fyrir alvöru á næstunni. Ný- lega sendi hópur sem styður Clin- ton tölvupóst á fréttasíðuna Huff- ington Post og sagði að Sanders væri að mörgu leyti sammála Je- remy Corbyn, marxistanum sem nú er óvænt orðinn formaður Verka- mannaflokksins breska. Bent var á að Corbyn hefði kallað dauða Osama bin Ladens „harmleik“. Brandararnir hrynja ekki af Sanders í ræðustólnum. Hann hef- ur eingöngu áhuga á að ræða póli- tík, en einlægnin virðist vera ósvik- in og hann styðst ekki við minnismiða eða textavél. „Bernie er síðasta manneskjan sem maður vildi vera strandaglóp- ur með á eyðieyju,“ segir gamall vinur hans, Garrison Nelson stjórn- málafræðingur. „Eftir tveggja vikna fyrirlestra um heilbrigðismál myndi maður skima eftir hákarli og stinga sér í sjóinn.“ En Nelson hef- ur oft kosið Sanders. Gætu farið að skima eftir hákarli EKKI ER VÍST AÐ ORÐIÐ SÓSÍALISTI SÉ LENGUR NOTHÆFT SEM SKAMMARYRÐI Í BANDARÍSKUM STJÓRNMÁLUM, EINS OG ÞAÐ HEFUR VERIÐ. BERNIE SANDERS ER TALINN GETA SIGRAÐ Í FYRSTU FORKOSNINGUM DEMÓKRATA ÞÓTT FÁ- IR SPÁI ÞVÍ AÐ HANN VERÐI FORSETAEFNI FLOKKSINS. TRUFLAR CLINTON Bernie Sanders flytur ræðu um laun og réttindi handa verkamönnum á blaðamannafundi í Washington síðastliðinn þriðjudag. Hann var lengi að nafninu til óháður þingmaður en vill nú verða forsetaefni demókrata. AFP HEIMURINN ALMSÓ ADISMO Sefur fjölh di ó abíuskemen, syðst á Ar heátaka ína stanslausra fyrir sköm ndþar væru 238 skir flóttamenn En nú. Þ annannaborgarastyrjöld í ogFjöúið heim, að sög assoarboigl mr er SÝRLA DAMASK uppreisnar þúsund manna herlið til la egja að loftárásirn stjórnarhe menn í Aleppo, fjö segja að á föstudag h sótt fram í þorpum v aðra uppreisnarhópa IS nú sagt ógna úthv KÍN rannsó na, sem birt var í lkínverskra vísindaman sagt að með sama áframhalditímaritinu Lancet, er verji sem nú er undir tvítugumuni þriðji hver Kín m vegna reykinga. Notaðardeyja fyrir aldur fra tveggja rannsókna með 15 ávoru niðurstöður á þúsundum helmingur kínverskra karla rmanna. Meira en kir en aðeins 2,4% kvenna. N SLÓÓ ví á föstudag aðSkýrt nnkvarte svonefndi T ði í landinuðu aðúnis, hópurí sins,tir að Zine El Aef steypt í janúar 2va ýðL únis haustið 2010 og brem r hundruð manns féllu ían byltingunn a íslamista. En síðustui einkum ve sæmilegur isstjórn er við völ * Kapítalisma fylgir sá eðlislægi löstur að gæðum er misskipt;sósíalisma fylgir sú eðlislæga dyggð að allir deila með sér eymd. Winston Churchill, breskur leiðtogi og íhaldsmaður.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.