Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2015 Þ að er ævilöng skuldbinding að fá sér húðflúr. Myndin sem þú velur þér mun vara á húðinni út ævina og betra að vanda valið og hugsa sig vel um. Margir hafa farið flatt á því að láta húðflúra á sig nafnið á ástinni sinni stórum stöfum sem gæti verið vandræðalegt þegar þú gengur síðan inn kirkjugólfið með allt annarri mann- eskju síðar meir. Enn aðrir hafa lent í því að húð- flúrið misheppnast eða myndin fer úr tísku. Kannski er ekkert smart að vera á elliheim- ilinu með mynd af uppáhalds popp- stjörninni sem er þá öllum gleymd og grafin. En það er önnur saga. Að fleiri þáttum er að huga. Liturinn sem notaður er sest í eitla fólks og telja læknar sem rætt var við það varhugavert. Rannsóknir á þessu eru enn á frumstigi og ekki er sannað að húðflúrslitirnir valdi skaða. Helena Sveinsdóttir og Lára G. Sigurðardóttir læknar hafa engu að síður áhyggjur, sér- staklega í ljósi þess að húðflúr er í tísku og nýtur vaxandi vinsælda hérlendis sem víða erlendis. Einn- ig er fólk að fá sér mun stærri húðflúr í dag en áður sem þekja þá stærri hluta húðar. Eitlar svartir af húðflúrslit Til þess að fá slíka ævilanga mynd á sig þarf að nota sér- stakan lit sem sprautað er inn í húðina. Læknar hafa í auknum mæli séð þennan lit í eitlum fólks og telja þá oft fyrst að eitlarnir séu sýktir af krabbameini. Helena Sveinsdóttir, lýtalæknir í Svíþjóð, segir að hún rekist æ oftar á svarta eitla. „Við gerum margar mismunandi aðgerðir á stofunni, þar sem þó er mest eftirspurn eftir brjóstastækkun. Hjá okkur er skurðurinn oftast lagður í holhönd þar sem hol- handareitlar liggja nálægt. Ég tók eftir því í byrjun að það skein stundum í dökka eitla,“ segir hún. Helena vann áður á brjósta- krabbameinsskurðdeild á sjúkra- húsinu í Lundi þar sem hún sá meðal annars um sjúklinga með sortuæxli. „Mín hugsun var þess vegna í fyrstu að útiloka mein- vörp frá sortuæxli og sendi ég eitla úr nokkrum konum í smá- sjárskoðun,“ segir hún. Eitlarnir reyndust vera lausir við krabba- mein en svarti liturinn reyndist vera tattúveringslitur. „Liturinn virðist ferðast frá tattúveruðum svæðum og í næstu eitlastöð,“ segir Helena og bætir við að hún hafi með tímanum lært að sjá muninn á lit og sortuæxli. Hún segist einnig hafa séð litaða eitla í nárum þegar hún gerir svuntuaðgerðir. Helena hefur tek- ið eftir aukningu í húðflúrum und- anfarin ár. „Tattúvering er orðin ótrúlega algeng hjá öllu fólki og ég myndi skjóta á að 80-90% af kúnnunum okkar séu með tattú einhvers staðar og flestir á mörg- um stöðum og stórar myndir. Þetta er ótrúlega algengt hér í Svíþjóð og mér hefur frekar fund- ist það aukast,“ segir hún. Varasamar hliðar Lára G. Sigurðardóttir, læknir hjá Krabbameinsfélaginu hefur kynnt sér ferlið við húðflúrið og út- skýrir. „Við húðflúrun er litarefni sprautað með nál í átfrumur leð- urhúðarinnar. Tvennskonar litar- efni eru notuð við húðflúrun. Ann- ar flokkurinn eru kolefni (carbon black) sem eru svört að lit og finnast í svörtum húðflúrum. Kol- efni myndast til dæmis þegar kjötbein er brennt yfir eldi og því fræðilegur möguleiki að maður hljóti húðflúr ef maður stingur sig á slíku beini. Hinum flokknum til- heyra svokölluð azo og pólýsýklísk litarefni sem húðflúrarar nota og geta með þeim náð fram nær öll- um litum litrófsins,“ segir hún. Lára segir að það séu varasam- ar hliðar á húðflúrun. Engin ein- föld leið er til að fjarlægja húð- flúr og því skiptir máli að skoða kosti og galla húðflúra áður en haldið er af stað til húðflúrarans en einnig er hætta á smiti ýmiss konar. „Húðflúrun fylgir smit- hætta, bæði staðbundin bakteríu- sýking og veirusmit, eins og lifr- arbólguveira og HIV, geta borist milli manna með nálum ef ekki er gætt ýtrasta hreinlætis. Einstaka ofnæmisviðbrögðum hefur einnig verið lýst og þá helst vegna rauða litarefnisins,“ segir Lára. Langtímaáhrif á huldu Húðflúr dofnar með tímanum og einhvern tíma var uppi sú kenn- ing að það væri vegna upplitunar í sól. Lára efast um þessa kenn- ingu. „En er það virkilega svo, hvað verður um litarefnin? Til- raunir á dýrum sýna að um þriðj- ungur litarefnisins hverfur úr húð- inni á nokkrum vikum eftir húðflúrun. Minnstu eindirnar í lit- arefnunum leysast upp og flytjast með sogæðunum í eitla sem eru næst húðflúrinu. Hvort þessi efni ferðist áfram um líkamann er ekki vitað því enn sem komið er eru engar rannsóknir sem hafa sýnt hvort litarefnin ferðist víðar en til eitla. Sömuleiðis er enn ekki vitað hvaða áhrif litarefnin hafa til langs tíma en ljóst er að þau sitja eftir í líkamanum,“ segir hún. Ranglega greint sem krabbi Lára segir að undanfarin ár hafi skurðlæknar sagt frá tilfellum þar sem þeir hafi fjarlægt svarta eitla HÚÐFLÚRSLITUR SEST Í EITLA Ertu með húðflúr að innan? ÍSLENSKIR LÆKNAR LÝSA ÁHYGGJUM YFIR HÚÐFLÚRI OG SEGJA LITAREFNIÐ MÖGULEGA GETA VALDIÐ KRABBA- MEINI EN SANNAÐ ER AÐ LITURINN FERÐAST ÚR HÚÐ Í EITLA. DÝRAPRÓFANIR GEFA STERKLEGA TIL KYNNA AÐ HÚÐFLÚR VALDI KRABBAMEINI ÞÓ EKKERT SÉ SANNAÐ ENN Í MÖNNUM. LÆKNAR SEGJA HÚÐFLÚRSLITAÐA EITLA GETA TAFIÐ FYRIR KRABBAMEINSGREININGU. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Lára G. Sigurðardóttir Helena Sveinsdóttir Helena gerði svuntuaðgerð á konu og sést hér glitta í svarta eitla en húðflúrið liggur þar nálægt eins og sjá má. Hún segist mjög oft sjá slík tilfelli núorðið. Þessi eitill fannst í manni með húðflúr og er svarti liturinn húðflúrslitur. * Minnstu eind-irnar í litarefn-unum leysast upp og flytjast með sogæð- unum í eitla sem eru næst húðflúrinu. Enn er ekki vitað hvaða áhrif litarefnin hafa til langs tíma en ljóst er að þau sitja eftir í líkamanum. Heilsa og hreyfing Ef kartöflurnar þínar eru grænar að lit skaltu henda þeim. Mikið hnjask og sólarljós veldur því að þær verða grænar. Græni liturinn gefur til kynna að kartaflan inniheldur sólanín sem er eit- urefni. Einkennin eru meltingartruflanir, niðurgangur, uppköst og slæmir kviðverkir. Í einstaka tilfellum hefur fólk dáið eftir neyslu á grænum kartöflum sem hafa þá verið mikið skemmdar. Varist grænar kartöflur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.