Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 19
11.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Svanur Guðrúnarson húðflúrmeistari hjá Tattoo og skart segir húðflúr hafa notið mikilla vinsælda síðasta áratug og sér hann mikla aukningu í stærri húðflúrum. „Fólk er að fá sér miklu stærri tattú og er lagt í það í upphafi að það verði stórt. Áður var algengara að fólk var að fá sér minni og svo safnaði það saman fleirum og var það tengt saman með bakgrunni. En nú er þetta planað frá upphafi,“ segir Svanur en „ermarnar“ eru mjög vinsælar að hans sögn. Ermi er eins og nafnið gefur til kynna þegar allur handleggur er húðflúraður frá úlnlið og upp að öxl. Konur eru í auknum mæli að fá sér „ermar“ segir Svanur þó að karlar séu enn í meirihluta. Aldurshóp- urinn sem sækir helst í húðflúr hjá Svani er milli tvítugs og þrítugs. Notar aðeins viðurkennda liti Aðspurður sagðist Svanur ekki hafa heyrt að liturinn væri að greinast í eitlum. Hann segir að þau noti aðeins viðurkennda liti sem Evrópusambandið hefur samþykkt. „Þeir taka stikkprufur úr litunum sem eru í gangi og gefa grænt ljós á þá liti sem má nota. Þetta eru bara örfáar tegundir sem er í lagi að nota,“ segir hann og bætir við að þau séu látin vita ef eitthvað kemur úr stikkprufum sem ekki er í lagi. „Við erum bara að nota það öruggasta. Síðan eru til eftirlíkingar af þessum litum sem eru ekki vottaðir frá Evrópusambandinu eða neitt slíkt og er hægt að kaupa á Ebay. Það er vandamálið. Það er svo rosalega mikið af fólki sem er að gera þetta heima hjá sér af því það eru svo aðgengilegar græjur á Ebay. Þá eru að koma inn litir sem eru ekki undir neinu eftirliti og við höfum ekkert með að gera. Og þeir heita oft sömu nöfnum. Þetta eru eftirlíkingar og þeir kosta ekki nema brot af því sem alvöru litir kosta.“ ÓLÖGLEGIR LITIR Á EBAY „Ermar“ í tísku hjá ungu fólki Bæði karlar og kon- ur á þrítugsaldri eru í auknum mæli að fá sér „ermar“. Getty Images/iStockphoto sem þeir töldu vera krabbameins- meinvörp. Stundum eru vissulega krabbameinsfrumur í slíkum eitl- um en nú er að verða algengara að í þeim finnist húðflúrlitarefni. „Þessir svörtu eitlar geta tafið fyrir krabbameinsgreiningu og leitt til þess að meira af vef er fjarlægt í skurðaðgerð en annars hefði þurft,“ segir Lára. „Tökum dæmi. Nokkrum tilfellum hefur verið lýst í tengslum við aðgerðir vegna krabbameins í brjósti. Í brjóstakrabbameinsaðgerð er æxl- ið fjarlægt ásamt varðeitlum, þ.e. eitlum sem sogæðar frá meininu liggja til. Til þess að finna varð- eitil er litarefni sprautað í æxlið og þá flæðir liturinn í varðeitilinn. Ef konan hefur húðflúr á hand- legg eða baki er líklegt að eitlar í holhönd hennar séu litaðir af álíka litarefni. Við skurðaðgerðina getur læknirinn því ekki séð hvaða eitill er raunverulega varðeitill. Hann getur einnig talið að um víðtæk meinvörp sé að ræða og því fjar- lægt meira af eitlum en í raun þyrfti að gera. Skurðlæknirinn getur þannig túlkað lituðu eitlana sem meinvörp og fjarlægt fleiri eitla í holhönd en nauðsynlegt hefði verið,“ segir hún. „Tilfellum hefur verið lýst þar sem ungt fólk í uppvinnslu vegna staðbundins krabbameins í leghálsi og eistum var talið vera með útbreidd mein- vörp. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að litarefnin frá eitlun- um gáfu sama merki og meinvörp. Þetta getur valdið áhyggjum og tafið fyrir réttri greiningu hjá þeim aðilum sem gangast undir slíkar rannsóknir,“ segir Lára. „Að hafa litarefni í eitlum er ekki eðlilegt og burt séð frá skað- semi sem það kann að valda get- ur það varla verið eftirsóknar- vert,“ útskýrir Lára. „Það er að minnsta kosti ekkert heilbrigt við það að vera með eitla fulla af lit- arefni. Eitlarnir eru hluti af ónæmiskerfi okkar og hjálpa okk- ur við ýmsar varnir gegn sýk- ingum o.fl. Út frá því er heil- brigðast að vera með sem hreinasta eitla. Það er líklega ekki komin nægilega mikil reynsla á það hvort þessi litarefni valda einhverjum skaða. Því er mikil- vægt að átta sig á að litarefnin eru ekki einungis í húðinni heldur finnast inn í líkamanum,“ segir Lára. Veldur krabbameini í dýrum Lára segir að „carbon black“ sem hefur verið notað til að gefa svartan lit í húðflúrum sé mögu- lega krabbameinsvaldandi efni að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO). Áreiðanlegar vísbendingar liggja fyrir um krabbameinsvaldandi áhrif þess úr dýrarannsóknum en hins vegar eru ekki nægilegar vísbendingar um skaðsemi þess hjá mönnum. „Helstu rannsóknirnar hjá mönn- um koma úr iðnaði þar sem unnið er með carbon black en 90% koma úr gúmmíiðnaðinum. Ég hef ekki séð neinar rannsóknir um hvort tíðni krabbameina hjá þeim sem hafa látið húðflúra sig sé önnur en almennt gengur og ger- ist,“ segir hún og bætir við. „Mik- ilvægt að hafa í huga að verið er að sprauta mögulega krabba- meinsvaldandi efni í húðina,“ segir Lára. Getty Images/iStockphoto Hugsaðu betur um hvað þú lætur ofan í þig með því að horfa á mat- inn. Varaðu þig á sykri og salti því við borðum oft meira af mat sem er sykraður eða saltur. Ef þú þarft að hugga þig með mat, prófaðu að bíða í tíu mínútur og gerðu eitthvað annað á meðan. Góð ráð til að borða minna*Að fara snemma að sofa ogsnemma á fætur veitir þérgóða heilsu, gáfur og ríkidæmi. Benjamin Franklin Klárar í kappleik Situr þú of mikið? Gerðu eitthvað í málinu, settu upp borðtennisborð, gríptu í spaða og rúllaðu upp andstæðingnum með bros á vör. Tveir borðtennisspaðar hannaðir af Tiger 900 kr., útdraganlegt net 2100 kr. og þrír 3-stjörnu boltar 600 kr. Se nd um íp ós tk rö fu · s. 52 88 20 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.