Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 20
H vernig væri að skjótast á spíttbáti eftir strandlengjunni í Miami á meðan sólin sest í hafið? Eða halda af stað frá New York með nestiskörfu um borð og dást að Frelsisstyttunni í návígi? Er það kannski gamall draumur að sigla undan ströndum Grikklands, taka smá lit í sólinni og synda með fiskunum? Að undanförnu hafa sprottið upp vefsíður sem eiga einmitt að gera bátaferðalög auðveldari. Þessar síður gera allt frá því að leigja út laus svefnpláss í bátum sem liggja bundnir við bryggju yfir í að bjóða upp á ódýrar ferðir með skipstjóra og áhöfn þar sem allt er innifalið. AIRBNB FYRIR SJÓFARENDUR Spanað á báti inn í skemmtilegt ferðalag ALDREI HEFUR VERIÐ AUÐVELDARA AÐ LEIGJA BÁT TIL AÐ DORGA, ÞEYSAST UM, EÐA EINFALDLEGA GISTA YFIR NÓTT Í GÓÐU YFIRLÆTI. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2015 Ferðalög og flakk Baselayer ullarnærföt á alla fjölskylduna Útsölustaðir: Hagkaup • Afreksvörur – Glæsibæ • Bjarg – Akranesi • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Jói Útherji – Reykjavík JMJ – Akureyri • Icewear – Akureyri • Hafnarbúðin – Ísafirði • Kaupfélag V-Húnvetninga • Kaupfélag Skagfirðinga Nesbakki – Neskaupsstað • Skóbúð Húsavíkur – Húsvík • Blossi – Grundarfirði • Efnalaug Dóru – Hornafirði Efnalaug – Vopnafjarðar • Siglósport – Siglufirði • Heimahornið – Stykkishólmi • Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum 30 ÁRA Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is Boatbound.com virðist ein- göngu bjóða upp á báta til leigu í Bandaríkjunum. Velja má báta sem koma með skipstjóra, eða fá bát- inn „beran“ og stýra honum sjálf- ur. Sem dæmi um úrvalið má nefna 26 feta hraðbát með salerni sem leigja má í Miami á 660 dali fyrir daginn. Í sömu borg má finna smærri báta sem henta t.d. til að skoða lífríkið eða stunda stang- veiði á svo lítið sem 200 dali fyrir daginn. MEÐ OG ÁN SKIPSTJÓRA S tundum er ekki að því hlaupið að átta sig á hvaða staði er skemmtilegast að heim- sækja í hverri borg. Í sumum borgum er vandinn sá að úrvalið er of lítið og erfitt að henda reiður á hvað er merkilegt og hvað er lummó. Í öðrum borgum er úrvalið of mikið svo að ferðamenn vita ekki hvar þeir eiga að byrja og hverju er óhætt að sleppa. Vefsíðan Yapq er ferðavefur og snjallsímaforrit sem leysir þennan vanda með því að útbúa í snar- heitum lista af stöðum til að heimsækja í vel- flestum borgum í heiminum. Notast Yapq.com við algrími sem raðar helstu ferðamannaáfangastöðum eftir vinsældum. Þarf bara að slá inn nafn borgarinnar og vefsíðan býr til lista af þeim söfnum, görðum, torgum, versl- unarmiðstöðvum, mörkuðum, kennileitum, fornminjum og menningar- miðstöðvum sem ekki má missa af. Í stórborgum má eiga von á lista með tuttugu áfangastöðum hið minnsta, en í minni borgum þar sem færra er að skoða getur listinn orðið töluvert styttri. Þá er rétt að taka það fram að algrímið virðist ekki fullkomið. Þannig ger- ist það, ef Kaupmannahöfn er slegin inn, að efst á lista lendir Blåtårn sem var hluti af Kristjánsborgarhöll en eyðilagðist á 18. öld. Þá lendir Tívolí ein- hverra hluta vegna neðarlega á lista. Leiðsögumaður í vasanum Síðan má einfaldlega mæta á staðinn með Yapq-forritið í símanum, og notar forritið staðsetningartæknina til að finna áhugaverðustu staðina í næsta ná- grenni. Ekki nóg með það heldur reiknar forritið út hentuga gönguleið til að fara hratt og vel á milli þeirra staða sem á að skoða. Til að komast hjá því að borga dýrum dómum fyrir gagnaniðurhal er hægt að hlaða niður, fyrir ferðina, heilum „borgarpökkum“ með öllum þeim upp- lýsingum sem forritið þarf til að þjóna hlutverki sínu. ai@mbl.is Finnur áhugaverðustu staðina í hverri borg TÆKNIN BÆTIR FERÐALAGIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.