Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 28
vatninu rétt áður en eggin eru sett ofan í. Sjóðið eggin í 4 mínútur, tak- ið þau svo upp með gataskeið og setjið í kalt vatn til að stöðva eldun. English muffin 18 g þurrger 14 g sykur 100 g mjólk 325 g hveiti 5 g salt 1,5 g lyftiduft 155 g volgt vatn Aðferð Mixið allt saman í hrærivél með krók og hrærið í 20 mín. á meðalhraða. Rúllið deigið út, cirka 1 cm þykkt, og stingið út með út- stungujárni. Þegar smáskorpa hefur myndast er muffinsið steikt á pönnu á lágum hita í cirka 5 mín- útur á hvorri hlið. Hollandaise-froða 5 eggjarauður 250 g bráðið smjör 2 msk. vatn sítrónusafi salt hvítur pipar cayenne-pipar Aðferð: Skiljið rauðurnar frá hvít- unum og setjið í skál. Bætið við vatni, smá salti og sítrónusafa. Þeytið eggjarauðurnar í skálinni yfir heitu vatnsbaði þar til þær eru orðnar „fluffy“ og eggin hafa náð cirka 65°C. Taktu skálina af vatns- baðinu til að eggin ofeldist ekki. Því næst er brædda smjörið þeytt út í eggjablönduna í þunnri bunu. Kryddið til eftir smekk. Setjið að lokum blönduna í gas- rjómasprautu. Setjið kjötið á brauðið, eggið þar ofan á og sprautið svo Hollandaise-froðu yf- ir. Gott að hafa létt soðinn ferskan aspas með. GRÆNMETISBAKA KAFFITÁRS Bökubotn 40 g haframjöl 120 g hveiti CROQUE MADAME Á GRÁA KETTINUM Þessi klassíski réttur er ættaður frá Frakklandi og má finna í heimildum frá byrjun 20. aldar. Án eggsins heitir hann Croque Monsieur. Á Gráa kett- inum á Hverfisgötu hefur þessi réttur lengi verið vinsæll. Þar á bæ baka menn sitt eigið heilhveitibrauð en rétturinn er einfaldur og á allra færi. (fyrir 2) 2 sneiðar heilhveitibrauð 2 sneiðar skinka ostur smjör 2 egg Aðferð Steikið brauðið á pönnu upp úr smjöri á báðum hliðum þar til það verður gullinbrúnt. Setjið góða skinku á brauðið og feitan brauðost. Setjið í ofn og grillið þar til osturinn fer að brúnast. Steikið egg á meðan. Setjið egg ofan á brauðið og saltið og piprið eftir smekk. Gott með fersku salati og ólífum. EGG BENEDIKT APÓTEKSINS Klassískt egg Benedikt er „english muffin“, skinka, hleypt egg og hol- landaise-sósa. Hægt er að skipta skinkunni út og nota annað sem hugurinn girnist. Á Apótekinu í Austurstræti göldruðu kokkarnir fram egg Benedikt með „short ribs“ sem er rifið svínakjöt. Hægt er að nota humar, reyktan lax eða beikon í staðinn. Einnig breyttu þeir hefðbundinni hollandaise-sósu í froðu. Hleypt egg (fyrir 4) 1 lítri vatn 100 ml borðedik 4 egg Aðferð: Hitið vatnið upp í 85°C, brjótið eggin í skál og hrærið í Croque madame Egg Benedikt Hægsoðið egg með kartöflu- mús, svepp- um og smjörsósu 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2015 Matur og drykkir É g myndi klárlega velja mér egg ef ég væri á leið á eyðieyju og mætti bara velja mér eina tegund matar. Ótal möguleikar eru inni í þessari fullkomnu skel sem umlykur hvítuna og rauðuna og ekki vantar vítamínin, steinefnin, hágæða pró- tein, góða fitu og önnur næringarefni. Ekki að undra að eggið er sagt vera fullt hús matar. Egg eru ómissandi í alls kyns matargerð og bakstur en einnig góð ein og sér. Klassík eins og egg og beikon og amerískar pönnukökur, sem innihalda mörg egg til að gefa þeim léttleikann, er dásamlegur morgunmatur. En soðið egg eða spælt getur einnig breytt óspenn- andi rétti í eitthvað allt annað. Egg má líka borða í hádeginu og á kvöldin. Egg passar með kjöti, fiski og grænmeti og sumir réttir eru einskis verðir án eggja. Síld og egg, hakkað buff og egg, egg og beikon, egg og kavíar eru bara nokkur dæmi. Svo er bara fínt að fá sér í hádeginu linsoðið egg með örlitlu salti og ristað brauð með smjöri. Og hver hefur ekki bjargað sér með kvöldmatinn með nokkr- um spældum eggjum. Já, eggjum eru fá takmörk sett. Guð blessi hænurnar. FULLT HÚS MATAR Geggjuð egg EGG MÁ SJÓÐA, STEIKJA, BAKA, HRÆRA, HLEYPA, NOTA Í KÖKUR, SÓSUR, Í NÚÐLUR, BRAUÐRÉTTI, FISK- RÉTTI, Í SALÖT, OFAN Á BRAUÐ OG Á HAMBORGARA SVO EITTHVAÐ SÉ NEFNT. ÞAU ERU STÚTFULL AF NÆRINGU OG ÞYKJA MEINHOLL. ÞAU ERU ÓMISSANDI Í MARGA RÉTTI EN ENDALAUSIR MÖGULEIKAR LIGGJA Í EGGINU. VIÐ SKOÐUÐUM NOKKRA ÞEIRRA. Texti og ljósmyndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Jólaskreytingar Við seljum og setjum upp jólaseríur Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.