Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2015 Fjölskyldan Fjölskyldusmiðja Origami stendur fyrir félagsfundi 18. október kl.15.30 í Borgarbókasafninu í Grófinni. Þar verður fjölskyldum kennd sú list að brjóta pappír í alls kyns fögur form. Verkefnin eru miserfið svo allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Origami í Borgarbókasafninu Reykjavik International Scho-ol er eini grunnskólinn hér-lendis sem kennir alfarið eftir alþjóðlegri námskrá en lögum var breytt árið 2012 sem heimiluðu að nota aðra námskrá en aðal- námskrá grunnskóla hér á landi. Skólastjóri skólans er Ásta Roth en auk hennar starfa við skólann kennarar með einstaka reynslu að baki, meðal annars Alison Jenkins, með áratuga reynslu af kennslu, bæði frá Bretlandseyjum og Sviss en hún var yfirkennari í stórum grunnskóla í Wales og hefur að auki kennt í sjö ár við alþjóðlegan skóla í Sviss. Alison er eini starf- andi kennarinn hérlendis sem hef- ur kennt í alþjóðlegum skóla er- lendis. „Ég flutti hingað til lands í sum- ar en mig hafði dreymt um að koma til Íslands. Svo vildi það þannig til að eiginmaður minn fékk kennslustöðu við Háskóla Ís- lands svo við ákváðum að slá til,“ segir Alison en hingað komu þau hjón frá Sviss. „Breska skólakerfið er svolítið stíft og erfitt svo að ég var nokk- uð ánægð þegar eiginmanni mínum bauðst starf í Sviss og ég fékk tækifæri til að prófa nýtt umhverfi í menntakerfinu og kenna í alþjóð- legum skóla, börnum frá öllum heimshornum. Þetta var lítill skóli, 100 börn, en foreldrar þeirra höfðu gjarnan flutt til Sviss til að starfa á vegum stórra alþjóðlegra fyr- irtækja, svo sem Nestlé, Philip Morris, Tetrapak og slíkra stórra fyrirtækja. Börnin voru þá í 2-3 ár í skólanum.“ Alison segir það hafa verið alveg nýja upplifun að kenna í alþjóð- legum skóla og afar góða. Það væri erfitt fyrir hana að snúa við. „Við höfum öll fyrirfram mótaðar hugmyndir um stereótýpuna af ákveðnum þjóðernum, hver eru þeirra séreinkenni og slíkt. En í kennslu þar sem börn frá öllum heimshornum eru komin saman sannast það enn og aftur að börn eiga svo margt sameiginlegt, sama hvaðan þau eru. Börn um allan heim eru í grunninn eins. Þetta er það sem ég hef lært.“ Alþjóðlegur skóli valkostur Í alþjóðaskólum er það ekki endi- lega svo að börnin komi inn í nám- ið með enskukunnáttu. Sum tala alls enga ensku en námið fer að mestu fram á því tungumáli. Al- ison segir að flest séu þau afar fljót að ná enskunni en í Reykja- vík International School eru líka íslenskutímar. „Það er stór partur af skóla- starfinu að læra um fjölbreytta menningarheima og menningar- heima hvert annars þannig að börnin kynnast bakgrunni allra skólafélaga sinna. Við höfum sér- staka alþjóðlega daga þar sem börnin segja frá sínu heimalandi; matarvenjum, menningu, klæðnaði og ýmsu.“ Með aukinni hnattvæðingu eykst eftirspurn eftir alþjóðlegu námi um allan heim. Nemendur af er- lendum uppruna í skólanum eiga gjarnan foreldra sem starfa tíma- bundið hérlendis, hafa gert nokk- urra ára samning við fyrirtæki. Einnig eru sum börnin hálfíslensk. Það er líka til í dæminu að ís- lenskir foreldrar sem eru að flytja til útlanda eða nýkomnir heim úr námi vilji að börnin fái undirbún- ing í alþjóðlegri námskrá áður en haldið er út eða viðhaldi því sem þau hafa lært. „En alþjóðlegur skóli er líka einfaldlega valkostur eins og Hjallastefnuskóli, Ísaksskóli eða aðrir skólar enda hefur það ýmsa kosti að kenna samkvæmt al- þjóðlegri námskrá,“ segir Ásta Roth. Áður en Reykjavík International School var stofnaður fyrir ári síð- an hafði Reykjavík verið eina evr- ópska höfuðborgin sem gat ekki boðið upp á alþjóðlegan skóla en skólinn er starfræktur í Hamra- skóla í Grafarvogi og börnin eru á aldrinum 5-15 ára. Framtíðar- stefna Ástu er að nemendum bjóð- ist viðeigandi nám allt til 18 ára aldurs. Sterk í stærðfræði og raun- greinum Alison segir að það sem sé öðru- vísi við að kenna við alþjóðlegan skóla sé það mikla frelsi sem kennarinn fái til að þróa sína kennslu og bjóða upp á alls kyns námsefni. Þessar vikurnar er til dæmis verið að kenna börnunum kínversku í samstarfi við háskóla í Kína og kínverski sendiherrann er væntanlegur í heimsókn og ætlar að vera viðstaddur kennslustund. „Skólinn er sterkur í stærðfræði og raungreinakennslu en bæði námsefnið í stærðfræðinni og raungreinunum er það sama og telst eitt það sterkasta í heiminum en það er frá Singapúr. Þessi börn standa því afar vel að vígi, byrja strax 6 ára í raungreinum og glíma til dæmis 7 ára gömul við brotareikning.“ Þess má geta að annar kennari við skólann, Krista McMiller, er bandarísk og heiðruð í sínu heima- landi fyrir að vera afburðagóður raungreinakennari en hún er hér á landi á vegum bandaríska sendi- ráðsins þar sem maðurinn hennar er eini starfsmaður Bandaríkjahers sem enn starfar á „beisnum“ í Grindavík en hann er í sjóhernum. „Sumum kennurum gæti þótt erfitt að fylgja ekki út í ystu æsar námskrá heldur líka vera skapandi í starfinu en fyrir mig er það nauðsynlegt,“ segir Alison. „Kennsla snýst svo mikið um ástríðu. Ef hana vantar þá verður kennslan ekki góð. Í minni kennslu reyni ég að hafa það að leiðarljósi, að viðhalda alltaf gleðinni. En ég held samt að góður kennari verði það ekki nema hafa ákveðna eig- inleika í grunninn, það er eitthvað extra sem gerir það að verkum. Og auðvitað þarf manni að líka vel við börn!“ REYKJAVÍK INTERNATIONAL SCHOOL Yfirkennari í áratugi í Wales Alison Jenkins og Krista McMiller hafa langa reynslu af kennslu erlendis og Ásta Roth skólastjóri Reykjavík International School segir reynslu þeirra afar dýrmæta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í REYKJAVÍK INTERNATIONAL SCHOOL ER STARFAÐ EFTIR ALÞJÓÐLEGRI NÁMSKRÁ OG ER ÞAÐ EINI GRUNNSKÓLINN HÉRLENDIS SEM GERIR SLÍKT AL- FARIÐ. ÞAR STARFA KENNARAR MEÐ DÝRMÆTA REYNSLU, MEÐAL ANNARS ALISON JENKINS SEM VAR YFIRKENNARI Í WALES. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Það er mikið frelsi að kenna eftir alþjóðlegri námskrá að sögn Alison Jenkins. Morgunblaðið/Árni Sæberg * „Kennslasnýst svomikið um ástríðu. Ef hana vantar þá verður kennslan ekki góð. Í minni kennslu reyni ég að hafa það að leiðarljósi, að við- halda alltaf gleðinni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.