Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 31
11.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Að gera sér dagamun á hrekkjavökunni 31. október verður sífellt vinsælla. Útskurðarmeistarar mega því fara að hafa augun opin fyrir graskerum en þau minnstu seljast yfirleitt fyrst, enda hagstæðast að kaupa. Hrekkjavaka framundan*„Fjölskylda er ekki aðeins eining sem inniheld-ur börn heldur einnig karla, konur, stökusinnum gæludýr og hið almenna kvef.“ Odgen Nash, bandarískt skáld. Fjölskyldumeðlimir eru: Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, fag- stjóri Húss og heilsu hjá Eflu verk- fræðistofu, Pálmi Steingrímsson verk- efnastjóri, Ísar Loki, 14 ára, Dalía Lind, 12 ára, nemar í Varmárskóla. Þátturinn sem allir geta horft á? Við köllum okkur „Trölla fjölskyld- una“ og við höfum kósíkvöld um helg- ar og horfum á þættina Vaktirnar eða klassískar myndir eins og ET, Forrest Gump, Star Wars, Hringadróttins- sögu og the Mummy. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öll- um? Önd, fondue og roastbeef. Á jólunum er alltaf önd að dönskum sið eins og afi Gulli vildi hafa hana. Í hádeginu á jóladag og ann- an í jólum er síðan jóla roastbeef sem er beð- ið eftir allt árið. Við erum síðan allt- af með fondue um áramótin. Uppáhalds hversdagsmat- urinn er síðan mömmu spelt- pasta og pítur í vefju. Fjöl- skyldan tekur yfirleitt öll þátt í því að koma einhverju gómsætu á kvöldmatarborðið. Þó svo að móð- irin hafi yfirumsjón með matseld- inni. Hins vegar kann hún ekkert að baka svo að Dalía Lind bakar ýmislegt gómsætt eins og til dæm- is skinkuhorn, pítsasnúða og eftir- réttinn á jólunum. Skemmtilegast að gera saman? Spila Call of Duty í Playstation og lesa saman, á kvöldin er spilað á gítar og sungið fyrir svefn. Við kvöldmat- arborðið eru oft miklar kappræður, stundum svo miklar að börnin rétta upp hönd til að komast að. Við notum kvöldmatartímann alltaf til þess að fara yfir það sem gerðist yfir daginn, hvernig gekk í skólanum, hverja var leikið við og förum yfir samskipti við aðra og málefni dagsins. En það skemmtilegasta sem fjölskyldan gerir er að ferðast um heiminn, skoða, fræðast og hvíla sig. En við höfum farið tuttugu sinnum í slík ferðalög, meðal annars til Úganda í Austur-Afríku að skoða villt dýr í sínu náttúrulega umhverfi, og kynnast og taka þátt í þróunarstarfi . Hvað gerið þið ykkur til dægrastyttingar? Þurfum sjaldan að stytta daginn, höfum oftast nóg fyrir stafni í leik og starfi. Dalía Lind er í fimleikum, spilar á píanó, lærir sirkusatriði og er í kór. Loki er mikið í fótbolta með vinum sínum eftir skóla ásamt því að glíma í brasilísku jiu jitsu hér í Mosfellsbæ. Á kvöldin förum við stundum saman í bíltúr og látum okkur dreyma um framtíðina. Við erum öll fjölskyldan með mikið umhverfis- og efnaóþol eftir að hafa fengið myglu í húsið okkar og þolum til dæmis ekki ilmefni eða önnur „kem- ísk“ efni – þessi staðreynd hefur fært okkur nær hvert öðru og gefur okkur ástæðu til þess að ræða saman á hverjum degi og reyna að finna lausnir til að bugast ekki, þar sem við mætum öll erfiðleikum vegna þessa í leik og starfi. Við höfum reynt það að missa aleiguna í veraldlegum eignum og höfum lært af því að það dýrmætasta sem við eigum, er að eiga hvert annað að. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Sylgja Dögg, Pálmi, Ísar Loki og Dalía Lind. Farið yfir málefni dagsins Stundum skýtur upp þeirri umræðu að fótboltaforeldrar geti reynst ansi aðgangsharðir á hliðarlínunni. Í Huffington Post birtist grein í vik- unni með ráðum til fótboltaforeldra um hvernig skal haga sér. Þau mik- ilvægustu eru þau að foreldrar læri að hvetja til dáða án þess að halda að þau séu þjálfarinn. Foreldrar kunna margir hverjir ýmislegt fyrir sér í fótbolta en hluti af því að vera á fót- boltaæfingu er að læra samskipti við þjálfarann og það er hann sem ræð- ur. Hitt er bara truflun. Þá skal ekki hrósa barninu þannig að það setji aðra niður. Ekki hrópa til dæmis „Glæsilegt, þú ert lang- klárasti leikmaðurinn“. Og síðast en ekki síst; ekki setja út á við börn í hinu liðinu. Það er ekki foreldranna hlutverk að kalla fram á völlinn að þessi eða hinn eigi að haga sér. RÁÐ TIL FÓTBOLTAFORELDRA Fótboltaforeldrar þurfa að kunna sig og vera vandaðir til orðs og æðis. Morgunblaðið/hag Ekki halda að þú sért þjálfarinn Það skiptir miklu máli að hitta eldri kynslóðina í fjölskyldunni reglulega í eigin persónu og ekki dugir að hringja. Þannig er tvöfalt líklegra að eldra fólk þrói með sér þunglyndi fái það ekki reglulegar heimsóknir eða hitti fólk úr fjölskyldu sinni. Þetta eru niðurstöður bandarískr- ar rannsóknar sem framkvæmd var af vísindamönnum við Háskólann í Michigan og Portland State Uni- versity en þegar talað er um að hitta fólkið sitt reglulega var það ljóst að til að sporna við andlegri vanlíðan skiptir miklu að hitta eldra fólkið sitt þrisvar sinnum í viku. Símtöl, tölvu- póstar eða samskipti á samskipta- miðlunum komu ekki í staðinn fyrir þessi samskipti og höfðu engin áhrif á það að koma í veg fyrir vanlíðan. Í rannsókninni var fylgst með 11.000 manns yfir sextugu í nær tvö ár og fólk undir sjötugu var þó síður í hættu þrátt fyrir strjál samskipti en þeir sem voru komnir yfir þann aldur. Í þessu skiptir þó líka máli hvern- ig samskiptin eru. Þannig hafði það aðeins góð áhrif ef samskiptin voru á góðum og friðsamlegum nótum. Þannig kom það betur út fyrir við- komandi að hafa engin samskipti en þau sem einkenndust af átökum. ELDRA FÓLK OG ÞUNGLYNDI Það er gott fyrir alla að sleppa því að horfa á sjónvarpið 1-2 kvöld í viku og skreppa frekar í notalega kvöldheimsókn til afa og ömmu. Símtal ekki nóg Nú um helgina, 10. október, er efnt til málþings um læsi í Háskólanum á Akureyri en það er Miðstöð skólaþró- unar við Háskólann á Akureyri sem stendur fyrir málþinginu. Málþingið er öllum opið og aðgang- ur er ókeypis en samkvæmt tilkynn- ingu á vef Heimilis og skóla er ætl- unin að skapa vettvang fyrir málefnalega umræðu um fjölbreyttar og árangursríkar aðferðir í lestrar- kennslu og matsaðferðir sem meta þá hæfni sem stefnt er að og aðal- námskrá kveður á um. Fjallað verður ítarlega um þá þætti læsis sem er í hæfniviðmiðum aðal- námskrár, svo sem að nemendur sýni áhuga, hafi gott vald á tengslum stafs og hljóða, lestrarhraða, lesskilning og öryggi í lestri og ritun. Málþingið hefst kl. 13.00 í hátíðar- sal háskólans, Sólborg. Málþings- stjóri er Brynhildur Pétursdóttir al- þingismaður. Meðal þeirra sem taka til máls eru Illugi Gunnarsson, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, Amalía Björns- dóttir, dósent við Háskóla Íslands, fjallar um tölfræðina á bak við lestur- inn og Brynhildur Þórarinsdóttir, rit- höfundur og dósent við Háskólann á Akureyri, sem fjallar um lestrarupp- eldi í grunnskólum. Síðari hluti dags- ins fer í pallborðsumræður. MÁLÞING Í HÁTÍÐARSAL HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Læsi til umræðu á Akureyri Margar hliðar læsis eru teknar fyrir í Háskólanum á Akureyri um helgina. Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.