Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 32
Það er ekki víst að táningar dags- ins í dag viti hvað þetta er. Disk- ettan var samt sem áður ómiss- andi fyrir nokkrum árum. Á henni rúmuðust 1,44 MB af gögnum. Geisladiskurinn tók við af henni en hann gat geymt um 450 sinnum meira af gögnum. Disketta úr fortíðinni Þó ekki fari eins mikið fyrir mynda-vélum frá Panasonic og hinum„stóru“, Canon, Nikon og Sony, þá er fyrirtækið sjóað í myndavélasmíði, sem sannast meðal annars á því að Pa- nasonic framleiðir ýmsar stafrænar myndavélar fyrir Leica. Fyrsta stafræna vélin frá Panasonic kom annars á markað fyrir fjórtán árum undir heitinu Panaso- nic Lumix. Undir því merki hafa komið margar vélar síðan í mörgum stærðum, allt frá fullvöxnum speglavélum í nettar vasavélar. Sú Panasonic-vél sem hér er til skoðunar, Lumix DMC-GX8, er eiginlega mitt á milli hvað þetta varðar, minni en speglavél og stærri en vasavél, og sameinar flest það besta úr báðum, eins og síðar verður rakið. Á síðustu árum hefur Panasonic lagt mikla áherslu á hreyfimyndatöku í vélum sínum og þannig getur GX8 til að mynda tekið 4K UHD vídeó, 3840 x 2160 díla, 30 eða 24 ramma á sekúndu og er með innbyggðan stereo-hljóðnema með sér- stakri vindhljóðasíu og tengi fyrir sér- stakan hljóðnema ef vill. Í vélinni er líka snið sem Panasonic kallar 4K Photo mode, var reyndar í GX7 líka, en þá er hægt að lesa 8 MP myndir úr 4K vídeói og þannig hægt að taka myndskeið og síðan tína úr myndir að vild - semsé framúrskarandi vél til að taka myndskeið líkt og nokkrar síðustu Lumix-vélar. Lumix-vélar hafa reyndar líka verið prýðilegar ljósmyndavélar, þó vídeóið hafi nánast verið aðalkostur þeirra, en á GX8 hafa menn tekið myndatökur föstum tök- um, greinilega lagt vinnu í endurbæta vélina sem ljósmyndavél með nýrri mynd- flögu, endurbættum myndvinnsluör- gjörvum og endurbættum hugbúnaði. Vélin er speglalaus og minni fyrir vik- ið, en boddíið heldur stærra en á síðustu G-týpu, örlítið lengri, örlítið þykkari og örlítið hærri, sem gerir að verkum að hún fer betur í hendi, það er auðveldara að halda á henni og þar með að halda henni stöðugri. Stærra boddí gefur líka kost á stærri hnöppum, sem er óneit- anlega kostur. Hnappur til að smella af hefur líka verið færður fram á gripið sem gefur pláss fyrir fleiri rofa en gerir það líka þægilegra að taka myndir. Boddíið er úr magnesíum-blöndu og sér- deilis létt fyrir vikið, en á sama tíma mjög traust viðkomu, skvettu- og rykv- arið. Myndflagan í vélinni er glæný eins og getið er, 20,3 Mdíla flaga Live MOS, eins og það er kallað, en samskonar flaga er og verður notuð í stafrænar Leicur. Hún notar að sögn mun minni orku en CMOS-flögur, en skilar ekki síðri mynd, en Live-forskeytið vísar í að að hægt er að sjá mun betur á skjánum á bakinu og í sjónglugganum hvernig viðkomandi mynd mun líta út þegar smellt er af. Flagan er af svonefndri 4/3- stærð, sem er áþekkt og í 100 filmunni, sem einhverjir kannast við, nokkru minna en í stærri vélum en talsvert stærra en í minni stafrænum vélum. 4/3 vísar til þess að hlutföllin eru 4:3, samanborið við 3:2 hlutföllin í 35 mm filmunni. Nóg biðminni í henni er til að taka allt að 100 myndir í kippu sem JPG en 30 myndir á RAW- sniði. Rétt að geta þess að engin tak- mörk eru á því hvað vídeó má vera langt, nema nátttúrlega plássið á minn- iskortinu. Ljósnæmi er ISO 200 til 25.600, sem hægt að stilla niður í ISO 100. Vélin skilar áberandi betri myndum en á GX7. Sjónglugginn er stafrænn, mjög bjartur og góður og einkar þægilegur en hægt er að velta honum upp um 90 gráður. Upplausnin á honum er líka mjög góð og hann er hraðvirkur. Skjárinn á bakinu er 3" snertiskjár, nema hvað, sem hægt er að fella að bakinu þannig að hann sjáist ekki og síðan að draga hann út og velta til og frá. Hægt er að sýsla með ýmsar stillingar í gegnum snertiskjáinn, til að mynda stilla ljóshita með því að draga sleða til og frá og sjá um leið hvernig myndir verða með þeirri stillingu. Panasonic Lumix GX8 boddí kostar 229.900 kr. í vefverslun Fotovals, http:// www.fotoval.is/vefverslun/, en 249.900 kr. með 14-42 mm linsu, f 3,5-5,6.. ÞAÐ BESTA ÚR BÁÐUM UNDANFARIN ÁR HEFUR PANASONIC LAGT ÁHERSLU Á AÐ STAFRÆNAR MYNDAVÉLAR FRÁ FYRIRTÆKINU SÉU LÍKA FRAM- ÚRSKARANDI VÍDEÓVÉLAR. Í NÝRRI LUMIX-VÉL, GX8, ER EKKI MINNA LAGT Í LJÓSMYNDATÖKU EN VÍDEÓ, ENDA ER VÉLIN MEÐ NÝJA MYNDFLÖGU OG ENDURBÆTTA MYNDVINNSLU. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Páll Kjartansson ljósmyndari og myndvinnslumeistari tók þessa mynd á Panasonic Lumix DMC-GX8. * Rafhlaðan er mjög góð og þó ekki hafienn komið frost á þessu hausti, þá gefur hún ekki eftir í hraða við útimyndatökur. Sam- kvæmt upplýsingum frá Panasonic er hægt að taka allt að 330 myndir á hleðslu með sjón- glugga, en allt að 310 með bakskjáinn í gangi, en endingin fer vitanlega eftir því hvernig linsa er á vélinni og hvernig myndir er verið að taka. * Hristivörnin er tvöföld, bæði í linsu ogvél, og hægt að nota samtímis sem er nýjung í Lumix-vélum en hvað linsuna varðar þá á það náttúrlega bara við um þær Lumix-linsur sem eru merktar O.I.S. Í vélinni er stuðn- ingur við WiFi og einnig NFC til að einfalda flutning á myndum úr vélinni í önnur tæki. Það er líka USB-tengi á henni og því hægt að tengja vélina við tölvu með USB snúru og stýra henni þaðan. * Myndvinnslu„vélin“ í Lumix-vélunum kall-ast Venus-vélin og er endurbætt í GX8 með nýjum fjögurra kjarna myndvinnsluörgjörva sem gerir vinnsluna hraðari og betri. Sjálf- virkur fókus er líka endurbættur til muna og orðinn mun hraðari en í fyrri vélum. Ekkert flass er á vélinni, en skór fyrir slíkt ofan á henni með hlíf eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2015 Græjur og tækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.