Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 35
11.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 H austverk smáhestsins eru af ýmsum toga. Fyrir utan að láta járna sig fyrir haustið gerir hann eitt og annað sér til skemmtunar og dægrastyttingar. Eitt af haustverkunum þetta árið var að grandskoða komandi tískustrauma. Stund- um er ágætt að vita hvað næsta „season“ býður upp á. Ýmist til þess að geta undirbúið sig betur fyrir komandi árstíð eða til þess að koma í veg fyrir ægileg tískuslys. Sagan seg- ir nefnilega að ef haus smáhestsins er ekki alveg nógu vandlega skrúfaður á getur hann stigið feil- spor og látið hvatvísina fara með sig í ógöngur. Svona smáhestar verða að vita hvernig þeir eiga að sperra sig án þess að verða sér til skammar. Eftir að hafa legið yfir myndum úr myndabanka AFP og skoðað myndskeið af vor- línunni frá GUCCI 2016 var smáhesturinn við það að fá væga áfallastreituröskun. Ómögu- legheitasvipurinn var við það að festast á andlitinu og gott ef hann var ekki kominn með öran hjartslátt af geðshræringu. Ómögulegheitasvipurinn er þekkt fyr- irbæri hjá miðaldra konum. Þær sem féllu ekki í líffræði vita að líkaminn er eitt af hönn- unarundrum veraldar fyrir utan einn smá- vægilegan hönnunargalla. Upp úr miðjum aldri fer nánast allt á líkamanum að síga. Andlitið sígur, brjóstin síga, maginn sígur, rassinn sígur, hnén síga og svo stækkar nefið og eyrun ef við- komandi er mjög heppinn. Verst er þó að munnvikin síga niður á við og eiga það til að festast með fyrrnefndum ómögulegheitasvip – það er að segja ef sá sem stjórnar þessu musteri sem líkaminn er gerir ekki eitthvað á hverjum degi sem ýtir vörunum upp. Hægt er að þjálfa varnir og gera æf- ingar daglega sem stuðla að minnkun á ómögulegheitasvip en viðkomandi þarf að vera mjög meðvitaður til þess að æfingarnar virki. Ómögulegheitasvipurinn er eitt, en svo er líka annað sem gerist með aldrinum. Fólk verður hömlulausara því ellin gerir það að verkum að allir stopparar sem fólk notar grimmt á fyrri hluta ævinnar minnka til muna. Þetta gerir það að verkum að eldri spari- guggur og smjörbobbar missa stundum eitthvað út úr sér sem hefði ekki gerst fyrr á lífsleiðinni (áður en hrörnunin hófst). Smáhestinum leið pínulítið eins og hann væri kominn á þennan stað þegar fúkyrðaflaumurinn muldraðist út úr honum fyrir framan tölvuna þegar þessar blessuðu GUCCI myndir voru skoðaðar. Smáhesturinn er nefnilega ennþá mjög mikill aðdáandi GUCCI þótt hátískumerkið minni stundum óþægilega mikið á allan plebbisma síðasta góðæris þar sem allir og amma þeirra voru merktir með GG mónógraminu. Ef smáhesturinn hefði ekki vitað betur hefði hann haldið að um sér- stakan trúarflokk væri að ræða sem spásseraði um samfélagið sérmerkt- ur. Og að litapalletta GG mónógramsins hefði einhverja stórkostlega merkingu, brúnt fyrir þá heiðarlegu og svart fyrir skussana … eða eitt- hvað! martamaria@mbl.is GUCCI sumar 2016. Með ómögu- legheitasvip Glansdragt og bindi. GUCCI vor 2016. GG mónógrafið sem allir voru merktir með fyrir hrun er komið í nýjan búning. Er þetta eitthvað? Svona lítur ómögu- legheitasvipurinn út. Hamraborg 6, 200 Kópavogi - Miðasala í s: 44 17 500 - www.salurinn.is, salurinn@salurinn.is Um ást 17. febrúar 2016 Hönd í hönd – jazz og klassík 16. mars 2016 LÍTTU INN Í HÁDEGINU SALURINN T Ó N L I S T A R H Ú S K Ó P A V O G S Sex fjölbreyttir hádegistónleikar veturinn 2015-16 Allir tónleikarnir eru kl. 12:15-12:45 Undraheimur bassethornsins 14. október 2015 Skært lúðrar hljóma 18. nóvember 2015 Guðrún Birgisdóttir Leiðir fjölbreytta og vandaða dagskrá Jólin alls staðar 2. desember 2015 La vie en rose 20. janúar 2016 Miðaverð 1.500 kr. Fernir tónleikar í áskrift á 4.000 kr. Líttu inn í Salinn og njóttu fagurra tóna í hádeginu 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * **
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.