Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 39
Fyrra atriðið væri eins og hvert annað grín í augum allra annarra en Breta og hið síðara nálgaðist að vera það líka. Því eftir að Obama settist í egglöguðu skrif- stofuna í Hvíta húsinu væri ekkert sérstakara við sam- band Bandaríkjanna við Breta en samband þeirra við Kúbu, Venesúela og nú síðast Íran. Hvað sem slíkum ýkjum líður er annað ekki fært í stílinn. Sem sagt það, að stemningin fyrir ESB er við frostmarkið í ríkjunum sem mynda það. Nýlega var safnað 300 þúsund undirskriftum í Hol- landi til að tryggja að frekari stækkun ESB yrði að ganga til þjóðaratkvæðis í Hollandi. Aðild Íslands yrði þannig að bera undir þjóðaratkvæði í Hollandi. Myndu þeir þar á flatlendinu þá kannski minnast Icesave- kinnhestsins forðum. Vonandi. Forsvarsmenn fyrrnefndrar undirskriftasöfnunar segjast nú vilja snúa spurningunni upp í það, hvort Holland eigi að vera áfram í ESB eða ekki. Nálæg dæmi Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Douglas Murray bendir á í nýlegri grein sinni, að það sé að renna upp fyrir þjóðum, sem ákváðu að ganga ekki í Evrópusam- bandið, hversu örlitlu munaði að illa færi fyrir þeim. Þannig hafi aðeins munað sárafáum prósentum að Noregur lenti inni í ESB í þeim tveimur tilraunum sem gerðar voru til að koma landinu þangað. Nú sýni kannanir að aðeins um 20% Norðmanna vilja ganga í sambandið. Og Murray tekur annað dæmi: „Um árabil hafði Ís- land opna umsóknarheimild um aðild að ESB. En fyrr á þessu ári lét landið þá umsókn gufa upp í rólegheit- um. Íslendingar geta, hver og einn, sjálfir séð muninn á því að vera í ESB og að standa utan við það. Ísland gekk í gegnum verulega efnahagserfiðleika á seinasta áratug, rétt eins og Grikkland. En ólíkt Grikkjum bjuggu Íslendingar við sjálfstætt löggjaf- arþing og fóru með stjórn eigin gjaldmiðils. Þeir sáu, að eftir svo alvarlegt áfall tók nokkur ár að ná jafnvægi á ný, en þeir voru í færum um að gera það sem þurfti og nú er Ísland komið á lappirnar aftur. Hví ætti þjóðin þar ekki að sjá hve hagsmunum þeirra er miklu betur þjónað utan ESB en innan þess?“ Hvort sem horft er til Frakklands, Póllands eða Írlands, sem áður töldust til hvað áköfustu ESB-landa, þá sjást nú skýr merki þess að efasemdir aukast hratt um gagn- semi af þátttöku í sambandinu. Fari svo að Bretar ákveði að fara út úr ESB, sem var talið mjög ólíklegt að yrði niðurstaðan fyrir ári eða svo en er nú hugsanlegur möguleiki, þá er ekki endilega víst að þeir þurfi lengi að vera einmana utan við. Vera kynni að þá þegar yrði orðið harla fámennt í evrópska kýrhausnum, þótt eitt og annað yrði vafalítið, eftir sem áður, töluvert skrýtið á þeim slóðum. Ljósmynd/GSG * Forseti Frakklands virðist í fullri alvöru trúa því að „lýðræðið“ eigi lögheimili í Evrópusambandinu og sé kannski hvergi að finna nema þar. Hann gæti eins talið að akuryrkja veraldar ætti hvergi annan eins unaðsreit og Sahara-sandinn. 11.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.