Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 42
Búast við að selja tíu milljónir Í grein á Fortune.com er leikurinn sagður vera stærsti leikur ársins. Hann kemur út 17. nóvember fyrir PlayStation 4, Xbox One og PC og er hans beðið með mikilli eftir- væntingu. Pressan er mikil en EA hefur lýst því yfir að fyrirtækið búist við að selja 9-10 milljón eintök af Battlefront en greinendur segja fyrirtækið vera hógvært í yfirlýsingum til að skapa ekki of miklar væntingar. „Þetta verður án efa stór leikur og auðvit- að vonast ég til þess að hann verði risastór. En það er ekkert hægt að spá fyrir um það,“ segir hún en þetta er fyrsti Star Wars- leikjatölvuleikurinn í mörg ár. „Flestir af minni kynslóð eru búnir að vera aðdáendur Star Wars frá því þeir voru börn og þekkja þennan heim rosalega vel. Fólki þykir vænt um Star Wars og það er ótrúlega mikill heiður í því að vera þátttakandi í að búa til Star Wars-leik. Við höfum verið að vinna ná- ið með Lucasfilm. Það hefur verið algjör draumur að vera í svona nánum samskiptum við þetta fólk. Við höfum verið að vinna með söguhópnum, hópnum hjá þeim sem er að þróa Star Wars áfram inn í framtíðina.“ Leikurinn gæti líka hagnast á því að ný Star Wars-mynd Episode VII – The Force Awakens verður frumsýnd fyrir jólin. Eftir að upplifa það að horfa á myndina í þrívídd eru ábyggilega margir sem vilja stíga inn í þennan heim sjálfir í gegnum tölvuleikinn. Eins og að stíga inn í bíómyndina „Þetta er fjölspilunar skotleikur sem þú get- ur spilað í fyrstu persónu og þriðju persónu. Þú spilar í umhverfi sem fólk þekkir vel úr upprunalegu trílógíunni. Þú getur líka stýrt helstu farartækjum, bæði fljúgandi og ak- andi eða í raun gangandi í þessum sérstöku Star Wars-farartækjum,“ segir hún en hægt er að spila bæði sem meðlimur í uppreisnar- hernum eða sem stormsveitarmaður, einn eða með öðrum. „Leikurinn er ákaflega raunverulegur,“ segir hún en þetta er í raun í fyrsta skipti sem tækifæri gefst til að spila leik sem er eins og að vera kominn inn í bíómyndina. Hún er mjög ánægð í starfi. „Maður er að vinna með fólki sem er gríðarlega fært í sínu starfi. Þetta eru forritarar, listamenn og leikjahönnuðir á heimsmælikvarða, sem vinna hjá DICE af því að þeir vilja vinna með þeim bestu. Ég hef ofsalega gaman af vinnunni minni; gaman af því að umgangast vel gefið metnaðargjarnt fólk sem vill alltaf gera betur. Það fær mig til að hlaupa hraðar og vera betri að vera umkringd fólki sem er svona kraftmikið, klárt og vel gert og gott í því sem það gerir. Ég vil bara verðskulda það að fá að vera með þessu fólki að gera þessa hluti.“ Ábyrgð hennar í starfi er mikil og dag- arnir eru langir. Hvernig gengur lífið í Stokkhólmi fyrir sig? „Þetta er búinn að vera mikill átakatími að mörgu leyti. Við erum ekki með fjölskylduna okkar nálægt okkur. Það er mikil pressa og mikið að gera í vinnunni. Þetta er gaman en þetta er erfitt,“ segir hún en til að dæmið gangi upp hefur Marteinn maður hennar sinnt börnunum og fjölskyldunni í fullu starfi. Henni finnst Stokkhólmur góður staður til að vera með börn en þau búa í Vasastan. „Þetta er stórborgarhverfi en samt að ákveðnu leyti eins og að búa í litlu þorpi. Við búum við götu sem er með mörgum veitinga- stöðum. Fólk ferðast mikið fótgangandi og í almenningssamgöngum og það er mikið götulíf sem mér finnst yndislegt.“ Veturnir í Stokkhólmi eru hins vegar ekki eins yndislegir. „Ég upplifi að það sé meira myrkur og kaldara og að veturinn sé lengri heldur en á Íslandi. Ég finn meira fyrir vetr- inum og myrkrinu en ég gerði heima.“ Þurfa ekki að stelast í tölvuna hjá stóra bróður Lína lifir og hrærist í tölvuleikjaheimi en spilar hún sjálf? „Ég geri það. Ég hef spilað tölvuleiki frá því að ég var barn. Ég spilaði við bróður minn sem er níu árum eldri en ég. Hann átti leikjatölvur og svo PC-tölvur. Ég spilaði á tölvunum hans og leikina sem hann átti. Ég eignaðist Game Boy-tölvu þegar ég var tólf ára en eignaðist ekki mína fyrstu PC-tölvu fyrr en ég var tvítug í verkfræðinni. Ég tók reglulega tímabil sem ég spilaði tölvuleiki. Í dag spila ég meira til að skoða hvað aðrir eru að gera í sínum leikjum. Ég er líka að byrja að spila með eldri dóttur minni. Hún spilar líka til dæmis Minecraft með vinkonu sinni,“ segir hún en svo vill til að fjölskyldu- faðirinn sem býr á móti þeim í stigagangin- um vinnur hjá öðru leikjafyrirtæki í borginni sem er í eigu EA. Sjö ára dætur þeirra spila gjarnan saman í spjaldtölvum og leikjatölv- um. „Þær eiga sínar spjaldtölvur og leikja- tölvur sjálfar. Ekkert „að stelast í tölvuna hjá stóra bróður“ hjá þeim.“ Hún segir úrvalið í tölvuleikjum mikið en henni finnst ekki margir leikir reyna að höfða jafn mikið til stelpna og stráka en það sé að breytast. „Oft er rætt um að börn séu mikið að hanga í tölvuleikjum en ég hef ekki mikla fordóma gagnvart tölvuleikjum. Tölvuleikir eru margir af tiltölulega miklum gæðum, þjálfa samhæfni auga og handa, og það að leysa ráðgátur og verkefni. Íslensk börn sem spila leiki á ensku þjálfa enskukunnáttu. Dóttir mín er yfirleitt að spila leiki með öðr- um þannig að þetta er félagslegt athæfi. Ég hef skoðanir á mismunandi leikjum og myndi ekki leyfa henni að spila hvað sem er en ég hef ekkert á móti tölvuleikjum sem afþrey- ingu. Ég man bara hvað mér fannst þetta skemmtilegt þegar ég var krakki og enn þann dag í dag finnst mér tölvuleikir skemmtilegir. Ég myndi í raun frekar vilja að hún væri að spila tölvuleiki en að horfa á sjónvarpið þó hún geri það alveg líka.“ Það hefur verið ríkjandi staðalmynd að tölvuleikjaspilarar séu ungir karlmenn og strákar. „Núna erum við hægt og rólega komin á þann stað að það spila nánast allir tölvuleiki hvort sem það er Candy Crush á símanum eða hvaða leiki sem er. Við erum samt alltaf ennþá þeirrar skoðunar að það séu aðallega karlmenn sem spila tölvuleiki. Það er ekki rétt því stærsti spilendahópur tölvuleikja er konur í dag,“ segir hún og bætir við að í tölvuleikjaheiminum komi upp sú umræða reglulega hvað sé „alvöru“ tölvu- leikur. Á öðrum endanum eru leikir eins og Candy Crush og á hinum EVE Online. Tölvuleikir spanna mjög vítt svið, eru fjöl- breytilegir og spilaðir á mismunandi tækjum. „Tölvuleikir eru samt að þróast á þann hátt að markhópurinn er ekki bara strákar og karlmenn. Leikirnir eru að verða fjöl- breyttari að mörgu leyti,“ segir Lína sem hefur séð að í leikjum eins og Disney Infi- nity og Minecraft sé markmiðið að höfða til barna af báðum kynjum. „Mér finnst þetta vera að breytast gagnvart ungu krökk- unum.“ Eins og Hollywood-mynd Aftur að leiknum sem á hug og hjarta Línu þessa dagana, Star Wars Battlefront. Ljóst er að framleiðslu á svona stórum tölvuleik má líkja við að stýra Hollywood-mynd. „Varðandi lengdina á verkefninu og fjölda fólks sem tekur þátt í því og hvað varðar kostnaðinn þá er þetta eins og stór bíó- mynd,“ segir hún en DICE gefur ekki upp kostnaðinn við gerðina eða fjöldann sem vinnur í verkefninu. „Núna þegar svona stutt er í útgáfu þá eru hundruð manna að vinna við þetta en þróunarteymið er bara hluti af þessum hópi.“ Hún ítrekar ánægju sína með að hafa fengið að stíga inn í Star Wars-heiminn og segir að eftir að hún byrjaði vinnuna við leikinn hafi hún tekið eftir vísunum í Star Wars hvarvetna í kringum sig í hversdagslíf- inu. „Það vita allir hver Svarthöfði er og hvað Star Wars er. Á hverjum einasta degi sama hvar þú ert sérðu einhvern í Star Wars-bol eða einhverja aðra tilvísun. Fólk tengir við Star Wars og það skipir það máli.“ *Það fær mig til aðhlaupa hraðar ogvera betri að vera um- kringd fólki sem er svona kraftmikið, klárt og vel gert og gott í því sem það gerir. Ég vil bara verðskulda það að fá að vera með þessu fólki að gera þessa hluti. Það er við hæfi að Lína taki sér geislasverð í hönd. Eftir að hún byrjaði vinnuna við leikinn hefur hún tekið eftir vísunum í Star Wars hvarvetna í kringum sig í hversdagslífinu. Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.