Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 49
er miklu nær raunveruleikanum að maður hagi sér og segi hluti hluti sem eru óvæntir og jafnvel út úr karakter. Pinter var mikill prakkari og stríðnispúki. Við þurfum stöðugt að velta fyrir okkur hversu mikið persónur gefi upp gagnvart öðr- um persónum verksins, hversu mikið leik- arinn gefi upp gagnvart áhorfendum og hversu mikið sýningin gefi upp. Leikararnir þurfa þannig stöðugt að leika á þessum tveimur plönum, hins sagða og ósagða. Þetta þarf að stilla vel til þess að Pinter týnist ekki. Þetta er geggjuð glíma, en leikararnir eru á góðri leið með að fínstilla þetta sam- spil.“ Nú var Pinter sjálfur leikari. Telur þú að það hafi gert hann að betra leikskáldi að þekkja sjálfur heim sviðsins? „Já, alveg örugglega. Hvað sem segja má um Pinter sem leikara þá hefur sviðsreynslan örugglega þroskað næmi hans fyrir samtölum og aðstæðum, en þetta tvennt eru mjög sterk einkenni hjá honum. En Pinter var fyrst og fremst stórkostlegt leikskáld; hvort það er því að þakka að hann var leikari veit ég ekki.“ Sjálfur ertu fyrst og fremst leikari. Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að stíga út úr því hlutverki og hafa möguleika á að takast á við leikstjórnarverkefni? „Ég hef verið að dufla við annað síðustu tíu ár og reynt að útvíkka mitt starf. Ég leitast við að vinna í góðum félagsskap í leikhúsi. Ég væri frekar tilbúinn til að sjá um að skúra sviðið í góðum félagsskap í góðri sýningu, en að leika Hamlet með einhverjum sem mig langar ekki til að vinna með. Síðustu ár hef ég verið í þeirri stöðu að geta haft eitthvað um það að segja hvað ég geri í leikhúsinu. Það hefur alltaf verið ríkt í mér sem leikara að hafa skoðanir á hlutum og skipta mér af. Þess vegna hef ég leiðst út í það að leikstýra og skrifa og taka þátt í konseptvinnu.“ Áttu þér draumaverkefni sem leikstjóri? „Já, ég sé mig fyrir mér leikstýra Shake- speare-leikriti einhvern tímann. Það eru mörg sem koma til greina, enda skrifaði hann nokkur góð,“ segir Atli Rafn og tekur fram að hann myndi frekar vilja leikstýra drama- tísku verki eftir Shakespeare heldur en gam- anleik. Í millitíðinni mun Atli Rafn leikstýra Djöflaeyjunni í samstarfi við Baltasar Kor- mák í Þjóðleikhúsinu með vorinu. „Við drögum fram þá dökku tóna sem í verkinu eru,“ segir Atli Rafn Sigurðsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ruth (Vigdís Hrefna) huggar Joey (Snorri) meðan Lenny (Björn Hlynur) engist að baki þeim. Ljósmynd/Hörður Sveinsson 11.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Á sunnudagskvöldið hefjast aftur kvikmyndasýningar í Bíó Paradís undir hatti Svartra sunnudaga en þær eru hugarfóstur Hugleiks Dags- sonar, Sigurjóns Kjartanssonar og Sjóns. Sýnd verður gríðarlega áhrifa- rík kvikmynd, „Komið og sjáið“, um grimmdarverk herja fasista í Sovét- ríkjunum í síðari heimsstyrjöldinni. 2 Möguleikhúsið verður á leikferð um Austurland næstu daga, 11. til 15. októ- ber, með hina athyglisverðu og marglofuðu sýningu Eldklerkinn. Sýningar verða á Djúpavogi, Egils- stöðum, Borgarfirði eystri, Vopna- firði og Eskifirði. 4 Í dag eru fimm ár frá stofnun 002 Gallerís í íbúð Birgis Sig- urðssonar að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Af því tilefni verður í dag kl. 14 opnuð sýning með verkum Kristjáns Péturs Sigurðs- sonar, Örnu Guðnýjar Valsdóttur og Gunnars Kr. Jóhannssonar. 5 Kúbanski rithöfundurinn Orlando Luis Pardo Lazo er gestur á opnum fundi PEN á Íslandi í Menningar- húsinu Grófinni í dag, laugardag, klukkan 14. Umræðuefnið er staða málfrelsis og mannréttinda á Kúbu en höfundurinn var neyddur í útlegð fra heimalandinu árið 2013. 3 Meðlimir Gjörningaklúbbs- ins verða með listamanna- spjall á síðasta sýningardegi hinnar forvitnilegu sýningar „New release“ í Gerðarsafni á morg- un, sunnudag, klukkan 15. Fjölþjóð- legur hópur áhugaverðra listamanna á verkin á sýningunni. MÆLT MEÐ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.