Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2015 Bækur Halldór Halldórsson þekkja kannskiflestir sem rapparann og uppi-standarann Dóra DNA, en hann á sér fleiri hliðar eins og til að mynda þá sem birtist í ljóðabók sem hann sendi frá sér í vor og var gefin út að nýju aukin fyr- ir stuttu. Bókin, Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónir, sem er fyrsta ljóðabók Halldórs, kom út í mjög takmarkaðri út- gáfu í vor á vegum Tunglsins forlags, en aðeins voru gefin út af bókinni 69 tölusett eintök. Hún kemur nú út öðru sinni endur- bætt og með undirtitilinn Lítil atvik - Mikil eftirmál. Halldór segir að bókin hafi verið hratt skrifuð, hann hófst handa í byrjun janúar og lauk við verkið í mars, skrifaði ljóð fyrir ljóð þar til komin var bók. Hann segist hafa rennt blint í sjóinn með útgáfuna, en í ljósi þess hve viðtökurnar voru góðar lang- aði hann til að gefa fleirum kost á að lesa og eins að bæta aðeins við. „Mér fannst 69 eintök ekki nóg og svo langaði mig til að bæta aðeins við hana. Þeir í Tunglinu hvöttu mig líka áfram og sögðu að Tunglið væri oft nýtt undir til- raunaútgáfu sem kæmi síðar út í stærra upplagi.“ Í nýju útgáfunni eru sex ljóð til viðbótar við þau sem fyrir voru, en Halldór segir að þau hafi ekki verið samin í upphaflegri ljóðsmíðalotu. „Þetta eru hugmyndir sem ég gekk með, hugmyndir og tónn og tilfinning, og ljóðið kemur alltaf mjög auðveldlega hjá mér ef tónninn og tilfinningin er komin og nú eru komnir þeir þrír tónar sem ég átti eftir, sem mig langaði til að bæta við. Þetta er tónn eins og að senda fólki tón- inn og frásögnin liggur svolítið í því að ég man allt í einu eftir því að hafa verið ein- hversstaðar og man hvernig mér leið: „Djöfull væri ég til í að koma ríðandi aftur á hesti og segja þeim hvað ég hef breyst.“ Það er svolítið tónninn í bókinni, þetta er eins og að skrifa söguna upp á nýtt sem sigurvegari.“ - Hvað varð til þess að þér leið sem sigurvegara í byrjun janúar? „Maður er bara lentur og á falleg börn og fallega konu og íbúð með parketi sem maður lagði sjálfur og hugsar bara: Nú er ég óstöðvandi og þið sem híuðuð á mig áð- ur fáið nú að finna til tevatnsins. Þetta er samt engin biturðarbiblía, en karlmennska er svo sterkt stef í ljóðunum, órar mínir um karlmennsku á 21. öldinni. Hvernig það er samrýmanlegt að vera karlmenni en jafnframt tilfinningavera, hvernig maður lætur það vega salt í lófanum á sér,“ segir Halldór og þegar ég vitna í fyrsta ljóð bók- arinnar, Performans, segir hann að karl- mennska sé annaðhvort hallærisleg eins og þar eða ofbeldisfull og röng eins og birting- armynd hennar var um miðja síðustu öld. „Getum við ekki kallað þetta the rebirth of cool? Eric Clapton á tíunda áratugnum þegar hann er kominn í vestið með skeggið en samt orðinn fullorðinn. Að finna þennan karlmennskutón aftur,“ segir Halldór, þagn- ar um stund og heldur svo áfram: „En annars á ég í miklum erfiðleikum með að tjá mig um þetta, að setja þetta í sam- hengi. Þú verður bara að lesa þetta, bókin er skýr og ekki draumkennd þó hún sé kannski martraðarkennd. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en konan mín benti mér á hve hún er ofbeldisfull, það er spenna í henni og ógnin um refsinguna og vöndinn – þetta er innpökkuð reiði guðs og réttlæting á þessu fyrirbæri sem karlmennskan er.“ Eins og fram kemur í upphafi hefur aðal- starf Halldórs verið uppistand síðustu ár og hann segist líka hafa lungann af sínum tekjum af því, en hann vilji ekki daga uppi þar. „Það hefur gefið mér mjög mikið að vera grínisti, sérstaklega síðustu ár, og núna er ég að skrifa leikrit og leika í því hérna á Akureyri, en mig langar til að leggja ritstörf fyrir mig og ætla að taka það mjög alvarlega að skrifa lengri texta. Þessi bók er náttúrlega bara öskur trúðsins í nóttinni að vera tekinn alvarlega, að allt verði ekki afskrifað sem eitthvert grín. Ég var hræddastur við það að þetta yrði af- skrifað sem einhver grínbók, en þó það sé vissulega húmor í henni þá er þetta ekki glensbók.“ LEITIN AÐ KARLMENNSKUTÓNINUM Sigurvegari skrifar söguna Halldór Halldórsson segir það hafa gefið sér mikið að vera grínisti, en nú hyggist hann leggja ritstörf fyrir sig. Morgunblaðið/Árni Sæberg HALLDÓR HALLDÓRSSON GLÍMIR VIÐ KARLMENNSKUÍMYND Í SINNI FYRSTU LJÓÐABÓK; HVERNIG ÞAÐ SAMRÝMIST AÐ VERA KARLMENNI EN JAFNFRAMT TILFINNINGAVERA. Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Það er spenna íbókinni og ógninum refsinguna og vönd- inn – þetta er innpökkuð reiði guðs og réttlæting á þessu fyrirbæri sem karl- mennskan er. Mamúska - Saga um mína pólsku ömmu heitir ævisaga eftir Halldór Guðmundsson og er óvenjuleg um margt. Þannig er bók- in ekki um þekktan Íslending eða alræmd- an og ekki heldur um erlent stórmenni, heldur er rakin saga pólskrar alþýðu- stúlku, Marianne Kowalczys, sem lifði eina mestu umbrotatíma mannkynssögunnar og rak síðan vinsælt veitingahús meðal Ís- lendinga í kjallara í Frankfurt sem Mam- úska. Halldór hefur skrifað margar ævisögur og nefnir einmitt að þegar menn séu farnir að fást við ævisögur á annað borð þá séu þeir alltaf á höttunum eftir sögum. „Ég kynntist þessari konu við sérkennilegar aðstæður þar sem ég kom úr svart-hvítum bókamessuheimi inn í annan heim í þess- um kjallara þar sem hún réð öllu og öll umgjörðin var eins og á millistríðsárunum, þetta var eins og að stíga aftur í tíma.“ Halldór segist hafa orðið forvitinn um gestgjafann og kynntist henni betur þegar hún fór að bjóða honum í heimsókn þar sem hún bjó á hæðinni fyrir ofan. „Ef það er eitthvað sem er gegnum- gangandi í því sem ég hef fengist við í bókmenntum þá er það öld öfganna, tutt- ugasta öldin, og þegar ég komst lengra inn í sögu Mamúsku komst ég að því að hún er frá því svæði sem sagnfræðingurinn Timothy Snyder kallaði blóðakra, fædd í pínulitlu þorpi á mörkum Litháens, Pól- lands og Hvíta-Rússlands, af bláfátæku sveitafólki. Þetta er örlagasaga sem svo margir lifðu á þessu svæði á þessum tíma og sýnir vel hvað örlög venjulegs fólks voru óvenjuleg.“ Bókin kom út á þýsku árið 2010, en ekki sama bókin, heldur það sem kalla má aðra gerð hennar, enda segist Halldór hafa komist yfir svo mikið af upplýsingum og myndum eftir að þýska útgáfan kom út að íslenska útgáfan sé bæði meiri og betri, í raun sérútgáfa, en ekki þýðing. Í FERÐ Á BÓKASTEFNUNA Í FRANKFURT FYRIR MÖRGUM ÁRUM KYNNTIST HALLDÓR GUÐMUNDSSON GAMALLI KONU SEM RAK VEITINGAHÚS ÞAR Í BORG OG HAFÐI LIFAÐ ÆVINTÝRALEGA DAGA. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Örlagasaga Mamúsku Halldór Guðmundsson með Marianne Kowalew, Mamúsku, á bókastefnunni í Frankfurt. Ljósmynd/Svein Paustian
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.