Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2015 Leikararnir Frank Hvam og Casper Christensen kunna það betur en flestir að teygja grínið langt yfir lín- una, og taka svo enn eitt skref áfram. Þeir voru með skemmtilegt uppistand fyrir hátíðarfrumsýningu á annarri kvikmynd sinni Klovn For- ever í Háskólabíói á fimmtudags- kvöld. Í myndinni er Frank orðinn tveggja barna faðir og Casper skil- inn við Iben Hjejle. Í gríninu gera þeir óviðeigandi hluti en líka í eigin lífi en eftir að Casper skildi við Iben tók hann sam- an við dóttur góðvinar síns, Jarls Friis-Mikkelsens, en eflaust muna margir eftir Jarlinum úr þáttunum Klovn. Casper og Isabel Friis- Mikkelsen giftu sig í fyrra en átján ára aldursmunur er á þeim. Isabel er eigandi hárgreiðslustofunnar Blow, sem er í miðborg Kaup- mannahafnar. Stofan sérhæfir sig í blæstri fyrir öll tilefni. Í spjallinu fyrir myndina gantað- ist Casper með að hann væri miklu hamingjusamari með nýju konunni en áður. Þeir félagar sögðu líka að skilnaðurinn hefði gert Iben gott; hún hefði fengið þarna þessi 5% sem vantaði upp á leikinn í tilfinninga- skalanum en dýptin í reiðitúlkuninni væri nú mun meiri. Iben leikur ein- mitt í nýju myndinni og óhætt er að segja að Casper fái að heyra það. Frank Hvam og Casper Christensen voru viðstaddir hátíðarsýningu á nýjustu mynd sinni Klovn Forever í Háskólabíói. Morgunblaðið/Styrmir Kári CASPER CHRISTENSEN OG FRANK HVAM FARA YFIR STRIKIÐ Kvæntur dóttur vinar síns Fjölmenn ganga áhugafólks um bætta geðheilsu gekk fylktu liði frá Hallgrímskirkju niður að Ráð- húsinu í Reykjavík 10. október ár- ið 2000 á degi alþjóðlegs geðheil- brigðis. Ferðin var farin til að vekja almenning til vitundar um mikilvægi þess að vinna bug á fá- fræði og fordómum gagnvart geð- röskunum. Flestir göngumanna huldu andlit sín með papp- irspokum sem tákn um fordóma gegn geðsjúkum. Þegar að ráð- húsinu kom var pokunum svipt af og þeir brenndir á opnum eldi og fordómunum þar með eytt á tákn- rænan og eftirminnilegan hátt. Kynningarfundur um Geðrækt, samstarfsverkefni Geðhjálpar, geðsviðs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss og Landlæknisemb- ættisins, var haldinn sama dag og verkefninu formlega ýtt úr vör. Verkefnið var hið umfangsmesta á sviði fræðslu og forvarna í geðheil- brigðismálum sem ráðist hafði ver- ið í hér á landi og átti það að standa í þrjú ár. Geðrækt var ætl- að að efla meðvitund almennings, félaga og fyrirtækja um geðheil- brigði. „Það sem við ætlum okkur að gera er mjög viðamikið. Við munum fara með fræðslu og for- varnir inn á öll skólastig, inn á vinnustaði og fyrirtæki, stofnanir og almenning allan,“ sagði Héðinn Unnsteinsson verkefnisstjóri. GAMLA FRÉTTIN Fordóm- um eytt Áhugafólk um bætta geðheilsu gengur fylktu liði fyrir fimmtán árum. Morgunblaðið/Jim Smart ÞRÍFARAR VIKUNNAR Árni Bergur Zoëga tónsmíðanemi Zlatan Ibrahimović knattspyrnumaður Axel Lárusson knattspyrnumaður FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA Hátíðlegir tónleikar þar sem Kristján Jóhannsson og gestir flytja úrval jólalaga í bland við nokkrar af perlum óperunnar ásamt Óperukórnum í Reykjavík og sinfóníu- hljómsveit undir stjórn Garðars Cortes. Með Kristjáni koma fram Dísella Lárusdóttir, Valgerður Guðnadóttir og Oddur Arnþór Jónsson. MOGGAKLÚBBURINN 30% AFSLÁTTUR Á JÓLATÓNLEIKA KRISTJÁNS JÓHANNSSONAR Í ELDBORG HÖRPU, 6. DESEMBER KL. 20.00 Svæði 1 Alm.miðaverð 10.900 kr. Moggaklúbbsverð 7.630 kr. Svæði 2 Alm.miðaverð 9.900 kr. Moggaklúbbsverð 6.930 kr. Svæði 3 Alm.miðaverð 4.990 kr. Moggaklúbbsverð 3.493 kr. Til að fá afsláttinn þarf að fara inn á moggaklubburinn.is og smella á Jólatónleika Kristjáns. Þá opnast síða þar sem þú klárar miðakaupin með afslætti. ATH! Takmarkað miðaframboð! Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.