Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Síða 4
* Stök ferð í sund kostar eftir hækkun 125% meira en stökferð í strætó. Ekki eru mörg ár síðan kostaði jafnmikið ístrætó og sund, hvort sem farin var stök ferð eða keypt kort.ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is Heimild: Gjaldskrár ÍTR og Strætó bs. Kr ón ur 20 01 20 05 20 09 20 13 20 03 20 07 20 11 20 15 20 02 20 06 20 10 20 14 20 04 20 08 20 12 1.000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 sund strætó Stök ferð í sund eða strætó Sund fyrir alla? Í upphafi 21. aldarinnar kostaðijafnmikið að fara eina ferð ísund og að taka strætó: 200 krónur fyrir fullorðna. Fyrir börn kostaði stök sundferð 100 krónur og fyrir eina strætóferð þurfti að greiða 50 krónur. Árið 2001 gat for- eldri með barn þannig tekið strætó í sund, greitt fyrir sig og barnið í sundlaugina, tekið strætó aftur heim (á nýjum miða því sundferðin var það löng að skiptimiðinn var runn- inn út) og greitt fyrir herlegheitin samanlagt 850 krónur. Frá og með 1. nóvember næstkomandi dugar sú fjárhæð ekki einu sinni til að fá einn miða í sund fyrir fullorðinn. Strætó- ferð fyrir barn og fullorðinn, sund- ferð og strætóferð heim mun þá kosta 2.390 krónur miðað við að greidd séu stök gjöld í öllum til- vikum. Tekjur sundlauga hækka um 20 milljónir - ekki 40 Áætlað er að tekjur sundlauga Reykjavíkur aukist um 20 milljónir við það að hækka verð á stakri sundferð úr 650 í 900 krónur, sam- kvæmt upplýsingum frá Steinþóri Einarssyni, skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu hjá ÍTR. Áður hafði talan 40 milljónir verið nefnd í fréttum um auknar tekjur vegna hækkunnar sundlauganna en það mun ekki vera rétt. Sundlaugar Reykjavíkur eru sex og samkvæmt áætlun ættu sam- anlagðar tekjur af þeim á þessu ári að nema rúmlega 744 milljónum króna. Miðað við þá tölu má ætla að hækkun stakra sundferða þýði um 2,7% tekjuaukningu, ef tekjurnar haldast svipaðar milli ára. Aukning tekna kemur þó ekki að fullu í ljós fyrr en í lok næsta árs, en þar sem hækkun tekur gildi í nóvember á þessu ári breytir hún afar litlu fyrir afkomu sundlauganna á þessu ári. Sundlaugar borgarinnar eru ólík- ar. Laugardagslaugin er stærst og dýrust í rekstri en hún aflar líka mestra tekna. Misjafnt er eftir sundlaugum hversu vel tekjur þeirra standa undir kostnaði, það fer bæði eftir aðsókn og samsetn- ingu gesta, en í heild duga tekjur allra sundlauganna fyrir 67% heild- arútgjaldanna. Einn þriðji, um 33%, af því sem kostar að reka sundlaug- ar borgarinnar er því sóttur í sameiginlega sjóði en með hækkun á stöku gjaldi fullorðinna í sund gæti sú tala farið niður í rúm 30%. 400 milljónir úr sameigin- legum sjóðum í sund Tekjur af sundlaugum Reykjavíkur á árinu 2014 námu samanlagt 779 milljónum króna en kostnaðurinn við rekstur þeirra nam 1.206 millj- ónum króna. Mismunurinn var því 427 milljónir króna, eftir að búið er að draga frá svokallaða innri leigu sem ÍTR greiðir til eignasviðs borg- arinnar vegna leigu mannvirkja í eigu borgarinnar. Áætlun fyrir árið 2015 gerir ráð fyrir betri afkomu sundlauganna þannig að á þessu ári ætti kostnaður borgarinnar við rekstur þeirra að nema tæpum 420 milljónum króna. Hækkunin þýðir því í raun að í stað þess að um 420 milljónir af sameiginlegum sjóðum borgarbúa fari í rekstur sundlauga þá ætti ein- ungis að þurfa 400 milljóna króna framlag frá borginni í sundlaug- arnar. Mestar tekjur af sölu 10 miða korta Þegar tekjur sundlauganna eru greindar niður sést að stærsta kökusneiðin kemur af sölu 10 miða korta fullorðinna, um 19,4% tekna eða rúmar 144 milljónir króna mið- að við áætlun ársins 2015. Þar á eft- ir kemur sala stakra sundferða full- orðinna sem er 16,2% tekna, eða rúmar 120 milljónir króna, en þar á eftir er skólasund. Greiðslur skól- anna til sundlauganna vegna lögboð- ins skólasunds grunnskólabarna eru um 16% af tekjum lauganna, en segja má að það sé í raun tilfærsla fjármuna, því skólarnir eru reknir af borginni líkt og sundlaugarnar. Greiðslur íþróttafélaga vegna æf- inga í sundlaugum eru um 14% tekna eða um 85 milljónir króna á þessu ári. Sala á 20 miða kortum nemur um 9,4% tekna, tæpum 70 milljónum króna, en sala á öðrum kortum er mun minni hluti tekju- kökunnar. Sala árskorta, hálfsárskorta og barnakorta skilar samtals um 6,2% teknanna, 46 milljónum króna, og stök gjöld barna skila 25 milljónum króna eða um 3,4%. Fyrir utan þetta hafa sundlaugarnar tekjur af samningum við líkamsrækt- arstöðvar, lögregluna og ýmis stærri fyrirtæki, samanlagt nema þær tekjur um 117 milljónum króna. Kortaverð hefur hækkað mun minna Sundgjöld og strætóferðir voru á svipuðu verði á árunum 2001 til 2007, hvort sem horft er til stakra gjalda eða 10 miða korta. Á árunum 2007 og 2008 fór að draga í sundur og nú er mun dýrara að fara í sund en að taka strætó. Ef foreldrið í dæminu í upphafi greinarinnar sýnir fyrirhyggju, líkt og borgin hvetur til með því að hækka ekki kortaverð, og fjárfestir í 10 miða kortum í strætó og sund þá kostar ferð fyrir viðkomandi og eitt barn í sund og strætó fram og til baka samtals 1.423 krónur. Laugardalslaugin er sú sundlaug sem er mest opin á landinu og hún fær flestar heimsóknir. HÆGT ER AÐ FARA TVÆR STAKAR FERÐIR Í STRÆTÓ FYRIR MINNA EN KOSTAR AÐ FARA EINA FERÐ Í SUND EFTIR HÆKKUN UM NÆSTU MÁNAÐAMÓT. VERÐMUNUR Á SUNDFERÐ OG STRÆTÓFERÐ ER MUN MINNI ÞEGAR KEYPT ERU KORT. TEKJUR SUNDLAUGA REYKJAVÍKUR AUKAST UM 20 MILLJÓNIR VIÐ HÆKKUN STAKA GJALDSINS. Heimild: Gjaldskrár ÍTR og Strætó bs. Kr ón ur 20 01 20 05 20 09 20 13 20 03 20 07 20 11 20 15 20 02 20 06 20 10 20 14 20 04 20 08 20 12 500 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 sund strætó Verð fyrir hverja ferð ef keypt er 10 miða kort Strætókortin hafa í gegnum árin verið ýmist 9, 10 eða 11 miða kort. Tekið er tillit til þess í útreikningum á verði ferðar. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 Sundlaugar Reykjavíkur eru heimsóttar 1,8 milljón sinn- um á ári Tekjur sundlauganna standa undir 67% af rekstrarkostn- aði Áætlað er að tekjur aukist um 20 milljónir á ári með hækk- un á stöku gjaldi fullorðinna Tekjuaukning vegna hækkunar á stöku gjaldi nemur 2,7% af heildartekjum sundlauganna Laugardalslaugin er opin 364 daga á ári Minna en 5% tekna sund- lauga Reykjavíkur koma af sölu árskorta og hálfsárskorta Rúm 16% tekna eru vegna stakra sundgjalda fullorðinna Yfir 700 þúsund heimsóknir voru í Laugardalslaugina 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.