Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 Í bók sinni, Leiðin til ánauðar, Der Weg zurKnechtschaft, gerði höfundurinn Friedrich Ha-yek tilraun til að skilgreina hvers vegna frjáls- markaðshugsun öndverðrar 19. aldar hefði smám saman hneigst til ríkisafskipta. Þetta væri leiðin til ánauðar og taldi Hayek hana geta leitt til vald- stjórnar. Þess má geta að bókin er skrifuð á árum heimsstyrjaldarinnar síðari, í skugga alræðiskerfa. En þótt Hayek varaði við beinum inngripum rík- isins í efnahagsstarfsemina var hann síður en svo andvígur því að ríkið hefði skipulagningarvald á hendi. Hann vildi skipulagningu en að hún miðaði einvörðungu að því að greiða götu markaðs- viðskipta og festa þau í sessi. Hayek og samherjum hans tókst ætlunarverk sitt. Ákall þeirra um endurhvarf til kaldhamraðrar markaðshyggju varð til þess að pólitískar áherslur á Vesturlöndum færðust í átt til markaðshyggju á áratugunum undir aldarlok. Og enn svífur þessi hugsun „ný-frjálshyggju“ yfir vötnum. Það er mót- sagnakennt að Evrópusambandið, afkvæmi evr- ópsks kratisma, er sennilega strangtrúaðast allra í kirkju markaðshyggjunnar. Á þeirri hyggju hvílir höfuðgagnrýni mín á Evrópusambandið: Þ.e. mið- stýrðu ríkisboðvaldi í þágu markaðsviðskipta. Evrópusambandið hefur komið upp dómstólum til að skera úr um hvað lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum er heimilt að gera og hvað ekki, hvað samrýmist lögmálum markaðarins og hvað skuli bannað! Og með sameiginlegri peningastefnu er stefnt að því að setja refsivönd í hendur Seðlabanka Evrópu. Til marks um það sem koma skal, voru tilmæli í vik- unni sem leið, til spænskra stjórnvalda, að endur- skoða fjárlögin því þau væru ekki í samræmi við leyfilega stefnu! Á öllum sviðum er unnið að því að efla markaðs-ræði á kostnað lýð-ræðis. Evrópusambandið er ekki eitt um þessar áherslur. Í vikunni féll dómur hér á landi sem stað- festir eignarrétt á vatnsréttindum. Mörgum þykir þessi dómur sanngjarn og réttmætur. Ég tel hann boða ill tíðindi enda áfangi á framangreindri braut. Hann færir náttúruna og nýtingu hennar fastar en áður undir einkaeignarrétt og ekki nóg með það, geirnegld verður nú inn í þankagang allra hlut- aðeigenda, ábatahugsun. Því meira sem verður virkjað þeim mun meira hagnast handhafi eign- arréttarins. Þessari arðs- og rentuhugsun er nú verið að koma fyrir í öllum okkar lögum og ef til vill í stjórn- arskrá líka. Þar vilja menn krefja Landsvirkjun um arð og meiri arð, og eflaust mun vatnið fylgja í kjöl- farið. Þá verður hagur allra að virkja sem mest því þannig er gullið malað. Fram til þessa höfum við tryggt hagsmuni okkar með eignarhaldi á raf- magns- , vatns- og hitaveitum og notið ábatans í lágu gjaldi fyrir drykkjarvatn og húshitun. Þessi hugsun er víkjandi enda við komin langt á þeirri vegferð sem Friedrich Hayek vildi beina okkur inn á. Spurning er hvort sú leið liggur ekki einmitt þangað sem hann vildi forða frá: Til frelsis- skerðingar og jafnvel ánauðar. Leiðin til ánauðar * Þessari arðs- og rentu-hugsun er nú verið aðkoma fyrir í öllum okkar lögum og ef til vill í stjórnarskrá líka. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Facebook-flóttinn svokallaði yfir á samskiptamiðilinn Twitter er oft ræddur á síðarnefnda samskipta- miðlinum og er trendið #ástæð- urtilaðhættaáfa- cebook vinsælt. Andrés Jónsson almannatengill tísti í vikunni: „Þegar ég set eitthvað á FB sem ég ætlaði 1st að setja á Twitter þá finnst mér ég berskjalda mig meira en FB hæfir. Segir margt um Twitter.“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, komst í fréttirnar í vikunni en lögreglu- stjórinn á Suður- landi hefur meðal annars ákært hann fyrir að hafa í óleyfi farið inn á sund- laugarsvæðið við Íþróttamiðstöðina í Vestmanna- eyjum og hafst þar við í heitum potti eftir lokun. Einhverjum þykir þetta fullharkalega tekið á Ingó. Þórdís Gísladóttir, rithöfundur og þýð- andi, skrifaði á Twitter: „Eins gott að Ingó veðurguði verði refsað grimmi- lega fyrir að stelast í sund, það þarf að fyrirbyggja svona lausung með öllum ráðum.“ Kvikmyndin Hrafninn flýgur var sýnd á RÚV um síðustu helgi og lögðu ýmsir orð í belg á samskipta- miðlunum meðan á sýningu stóð. Elfar Logi Hannesson leikari skrif- aði á Facebook: „,,Þungur hnífur“ enn er þetta ein flottasta lína hinnar ís- lensku kvikmyndasögu. Já, ég var að horfa á Hrafninn flýgur aftur. Eldist ágætlega og alveg sammála einum gaggarnum sem kallaði þetta ,,ala vík- inga spaghettí að hætti bestu vestra“. Jakob Þór mjög flottur í höfuðrull- unni, Egill Ólafsson eðal góður að vanda, Flosi skettlegur líka að vanda. Hefði þó viljað sjá Jón Sigurbjörns í stærri rullu ég hef alltaf verið alveg rosalega veikur fyrir honum alveg ein- stakur leikari. Flottastur allra var þó Helgi Skúlason. Mikið svakalega var hann flottur leikari og mikill listamað- ur. Gerði allt svo satt meira að segja er sögumaðurinn á plötunni Karíus og Baktus svo sannfærandi að ég bursta tennurnar við hverja hlustun.“ AF NETINU „Ég sá alltaf fyrir mér að leikritið gæti endað á sviði því það er mjög myndrænt,“ segir Starri Hauksson, höfundur útvarpsleikritsins Spor sem er nú sett upp á sviði í annað sinn í London á þessu ári. Leikritið var frumflutt á Rás 1 fyrir nokkrum árum en það er norrænn leikhópur með nokkra íslenska innanborðs sem sýnir leikritið í The Drayton Arms Theatre í Suður-Kensington næstu tvær vikurnar og verður það frumsýnt 20. október. Hópurinn samanstendur af með- limum úr leikhópunum StepByStep Productions og SimpleLife Productions en með aðalhlutverk fara Aron Trausti, Sigurður Hólm, Vala Fan- nell, Bragi Árnason og Sindri Swan. Listrænn stjórnandi leikhópsins er íslenski leikstjórinn og leikarinn Vala Fannell og leikstjóri er Maya Lindh. Nokkrar af sýningunum verða á íslensku með enskum texta en það er Aron Trausti sem þýðir verkið á ensku. Verkið var prufukeyrt á leiklist- arhátíðinni Crouch End Festival í London í sumar fyrir fullu húsi og þurfti að bæta við sýn- ingum til að anna eftirspurn. Starri segir áhugann á verkinu hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Ég hef í gegnum tíðina verið að skrifa um allt milli himins og jarðar fyr- ir fólk og sagði bara já þegar þau vildu fá að þýða verkið. Þau hafa safnað fyrir því að geta sett upp verkið núna í Drayton Arms-leikhúsinu á Karolina Fund og hafa strax náð að safna fyrir tveimur sýningarvikum og eru langt komin með fleiri sýningar. Mér skilst á leikstjóranum að þau séu að gæla við þá hugmynd að gera bíó- mynd úr verkinu og hefja þá vinnslu strax næsta sumar. Það er gaman að sjá hvað þau hafa mikla ástríðu fyrir þessu.“ Starri sér um rekstur Gauksins ásamt unn- ustu sinni Sólveigu Johnson og segist lítinn tíma hafa haft til skrifta síðustu tvö árin. Í gegnum tíðina hefur hann meðal annars sett upp ljóða- sýningu, tekið þátt í ýmsum ljóðagjörningum, skrifað einleikinn Önnu fyrir Lifandi leikhús og verið viðloðandi „Bar leikhús“ í samstarfi við Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Guðmund Inga Þorvaldsson en það samstarf leiddi til uppsetn- ingar á Ójólaleikritinu. Þá er hann einn af með- limum Vinnslunnar sem er tilraunavettvangur fyrir listgreinar, þar á meðal leikhús. „Ég er sestur aftur við skrif á nóttunni, svona þegar það er búið að loka Gauknum. Það er það mikið að gera að skrifin eru yfirleitt hjáverk,“ segir Starri sem er barnabarn einnar ástsælustu skáldkonu Íslendinga, Jakobínu Sigurðardóttur, og ólst upp í námunda við hana í Mývatnssveit. Spor fjallar um líf í kjölfar áfalls og segir frá þrítugum manni, Andra, sem býr einn og neyð- ist til að horfast í augu við fortíðina einn daginn. Verkið tekur á þáttum eins og fyrirgefningu, missi og óstöðugleika tilfinningalífsins. „Það má segja að þetta sé kómískt drama, mig langaði að skrifa dramaleikrit sem væri ekki væl. Það get- ur nefnilega verið gott að hlæja að hlutum sem eru hrikalegir.“ Starri Hauksson er önnum kafinn rekstrar- stjóri Gauksins en tekst vel upp þegar hann gefur sér tíma í skrif. Morgunblaðið/Eva Björk Leikritið Spor aftur á svið í London Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.