Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 11
dýra og fugla. Í starfi fram- kvæmdastjóra Kötlu jarðvangs er hlutverk hennar hins vegar að ná fólki, sem vinnur hvað á sínu sviði að ólíkum viðfangsefnum, til samstarfs. Byggðaþróun og gras- rótarstarf er leiðarstef í hug- myndafræði jarðvanga, það er að virkja almenning til þátttöku. Þannig sameinast fólk í ferða- þjónustu, matvælaframleiðslu, handverki, menningarstarfi og fræðum undir einu merki. Rauði þráðurinn er þó náttúra og jarð- fræði og búseta sem mótast af hvoru tveggja. „Jarðvangur byggist á sam- starfi ólíkra aðila og starf mitt gengur mikið út á að tala við fólk og styrkja tengsl, ekki síður en að móta stefnuna,“ segir Brynja. Hún getur í því sam- bandi tveggja klasa á svæðinu, það er Friður og frumkraftar í Skaftárhreppi og Visit Vik í Mýrdal sem vinna í auknum mæli með jarðvanginum. Fleiri sambærileg dæmi eru annars staðar á svæðinu – sem öll hafa þó sambærilegt inntak. Katla – jarðvangur var stofn- aður fljótlega eftir eldgosið í Eyjafjallajökli vorið 2010, sem kom Íslandi svo rækilega á kort- ið. Hingað til lands hafa eftir það komið hópar bæði áhuga- fólks og vísindamanna til að kynna sér eldstöðina og nær- liggjandi svæði. Brynja telur raunar að nýlega afstaðið hlaup í Skaftá muni einnig skapa tækifæri til fræðslu á náttúruöflunum og dýpri upp- lifunar af svæðinu. Portúgölskum vísindamönnum sem hún leið- sagði um Suðurland á dögunum þótti áhugavert að kynna sér að- stæður, til dæmis við Eldvatn. Þótti framtak heimafólks einnig áhugavert, svo sem sýningin á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Allt tengist þetta arleifð jarð- fræðinnar sem tengir verkefnið saman. Þar er eldvirkni jarðar í aðalhlutverki og Katla í Mýr- dalsjökli efst á blaði, eins og nafnið ber með sér. Hinar eld- stöðvarnar innan Kötlu jarð- vangs eru Eyjafjallajökull, Tind- fjöll, Grímsvötn og Bárðarbunga. Upphaf byltingar Eldgosið í Laka árið 1783 var í alla staði sögulegt. Það lagði stór svæði í eyði, fólk lagði á flótta en síðast en ekki síst skóp gosið Móðuharðindi, lagði fimmtung fámennrar þjóðar í gröfina og olli margvíslegum breytingum á umhverfi og veðr- áttu. Hafa fræðimenn raunar bent á að öskumóðan og brenni- steinsmengunin sem lá yfir Evr- ópu eftir gosið hafi orsakað upp- skerubrest í Frakklandi og víðar. Það hafi, samkvæmt kenn- ingunni um að maður með svangan maga verði jafnan upp- reisnargjarn, leitt af sér ólgu í mannlífi, sem kunni að hafa ver- ið upphaf frönsku byltingarinnar árið 1789. „Eldvirkninni fylgir því að ná- ið er fylgst með svæðinu af vís- indamönnum og stofnunum og stanslaust er verið að efla þekk- ingu á þessu sviði sem og öðr- um,“ útskýrir Brynja. „Lifandi vísindi eru tækifæri til að efla skóla- og vísindastarf og skapa nýjar víddir í atvinnulífi. Þar koma menningarminjar og lifandi hefðir sterkar inn, en almennt sagt er starfsemi Kötlu – jarð- vangs til þess fallin að koma vísindum á framfæri við almenn- ing á auðskilinn hátt. Þar bjóð- ast fjölbreyttar leiðir meðal ann- ars til að virkja staðarbúa í að nýta staðkunnáttu sína og sókn- arfæri þessu tengd innan svæð- isins.“ Svipmót náttúru á Suðurlandi er víða fallegt í öllum hrikaleik sínum. Hér er horft af miðjum Mýrdalssandi til jök- ulsins þar sem bunga Kötlueldstöðv- arinnar blasir við. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skaftárhlaupið var áhugavert í hrikaleik sínum. Þessi mynd var tekin við gömlu brúna yfir Eldvatn við Svínadal. Á vegum Kötlu jarðvangs hafa verið sett upp fræðsluskilti við yf- ir 25 áningarstaði á svæðinu, að- staða hefur verið bætt, haldin námskeið fyrir svæðisleið- sögumenn og gefin út kort. Þá hefur verið útbúið vörumerki sem nýtist þeim sem vilja ná sér- stöðu í markaðsmálum. „Erlendir gestir hafa áhuga á því að borða, kaupa inn og upplifa það sem heimamenn hafa fram að færa. Þeir fá tryggingu fyrir ósvik- inni vöru í gegnum vörumerkið,“ útskýrir Brynja Davíðsdóttir. Hún segir mikilvægt er að tryggja rekstur jarðvangsins og áfram- haldandi samvinnu við heima- menn, ríkið og fræðastofnanir til að halda þeirri stöðu sem náðst hefur. Þá verði að halda áfram að byggja upp og reka áningarstaði, vernda svæði sem eru viðkvæm fyrir átroðningi, fræða almenning enn betur um jarðfræði og nátt- úruvá og fleira í fræðslumiðstöð. Fleira megi tilgreina. Fjölbreytt og sjaldgæft Samkvæmt fjölþjóðlegum skil- greiningum er jarðvangur, sem upp á ensku heitir Geopark, land- svæði með fjölbreyttum, sjaldgæf- um jarðminjum eða jarðminjum sem eru sérstakar á heims- og landsvísu. Í starfinu er þátttaka íbúanna drifkraftur í starfi jarð- vangsins og útkoman ef allt geng- ur upp er hagsæld í krafti sjálf- bærrar náttúruferðamennsku. ÞÁTTTAKA ÍBÚA SKIPTIR MÁLI Í STARFINU Vernd, fræðsla og hagsæld 18.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Starfsmenn Vegagerðarinnar á Suð- urlandi settu í vikunni upp skilti austast í byggðinni á Selfossi sem vísar að Laugardælakirkju. Margir gera sér erindi þangað, en í kirkju- garðinum var skákmaðurinn Bobby Fischer jarðsettur með leynd á jan- úarnóttu árið 2008. Öll sú atburða- rás þótti reyfarakennd en var þó í samræmi við annað, það er litríkan feril þessa mikla snillings. Þegar leiðin liggur að Laugar- dælum er beygt af hringveginum til vinstri, vegvísinum samkvæmt, rétt austan við Mjólkurbú MS á Selfossi. Þaðan er svo ekið í norðurátt um það bil einn kílómetra heim að bæ sem blasir við úr langri fjarlægð. SELFOSS Vegagerðarmaðurinn Jón Smári Lárusson, Njáluleikari á Hvolsvelli, með skiltið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vegvísir til Fischers Legsteinn á gröf Bobbys Fischers í kirkjugarðinum í Laugardælum. Vel þykir hafa tekist til með starfsemi Gömlubúðar, upplýsingastöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn. Þang- að hafa komið um 50 þúsund manns í ár, að mestu er- lendir ferðamenn sem þar fá fræðslu og þjónustu. Hornafjörður Sveitarstjórnarmenn á Austurlandi fagna því í nýlegri ályktun að til standi að leggja slitlag á veginn fyrir botni Berufjarðar. Það er einn síðasti spottinn á hringveginum sem enn er mölin ein. Berufjörður þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.