Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 S íðustu tvær vikur hafa netverjar deilt ýmsu er varðar geðheilsu, margir sinni eigin reynslu, á samfélags- miðlunum undir myllumerkinu #égerekkitabú. Bryndís Ás- mundsdóttir leik- og söngkona er ein af þeim sem eru ekki tabú og ein þeirra sem óttast ekki að ræða geðheilsu opin- berlega. Hún segir að það sé jafnvel gott að kollvarpa slíkri umræðu alveg, slá á létta strengi og gera grín að sjálfum sér, eigin sorgum og áföllum. Sjálf hefur hún nýlokið nám- skeiði í uppistandi hjá Þorsteini Guðmundssyni þar sem hún seg- ist hafa leikið sér að því að gera grín að málefninu og öðru sem stundum er tabú. Og hún segist vel geta hugsað sér að gera það áfram. „Þetta námskeið var ótrúlega skemmtilegt og Þorsteinn Guð- mundsson frábær kennari. Við enduðum svo námskeiðið á því að koma fram í Þjóðleikhúskjall- aranum. Ég hringdi í Þorstein þann sama dag og sagðist vera „svolítið upptekin“ … hmm, hvort ég gæti ekki bara komið fram á næsta námskeiði,“ segir Bryndís hlæjandi og bætir við að hún myndi alvarlega hugsa sig um að hætta í leiklistinni ef hún hætti að fá fiðring í mag- ann þegar hún kemur fram. „Ég var svolítið í uppistandi fyrir um 15 árum en hef ekki gert þetta í mörg, mörg ár. Þetta voru skulum við segja ákveðin tímamót í mínu lífi og ég ákvað að skella mér. Því ef maður er búinn að ganga í gegnum erfiða hluti finnur mað- ur svo vel hvar gleðin og húm- orinn liggur,“ segir Bryndís. Vinalegur Hafnarfjörður Við hittumst í Hafnarfirði þar sem Bryndís býr nú ásamt þremur börnum sínum. Við rölt- um heillengi um bæinn og ljós- myndari smellir myndum af Bryndísi þegar færi gefst milli skúra. Hafnfirðingar eru svolítið áhugasamir um þennan gjörning. Tvær huggulegar konur á besta aldri stöðva blaðamann og spyrja hvort þetta sé ekki Bryn- dís Ásmunds sem er verið að mynda þarna uppi á hæðinni en þær eru dyggir aðdáendur. „Hún er svo sérstaklega falleg hún Bryndís“ – „Bjó hún ekki síðast í Hveragerði?“ Og jú það passar, þar bjó Bryndís með barnsföður sínum, Fjölni Þorgeirssyni, um tíma en flutti í í Fjörðinn árið 2014 eftir að þau slitu samvistir. Hún segir bæinn vera stað þar sem hún geti hugsað sér að búa til fram- búðar, rólegt og gott umhverfi og fólkið afar vinalegt, eins og sést jú vel á þessum degi. Keyrði upp stuðið á fúlasta staðnum Bryndís er nýkomin að norðan þar sem hún söng í Tinu Turner-sýningu fyrir fullu húsi. Það er langt síðan Bryndís fór að sinna því að koma fram sem rokkgyðjan og er afar eftirsótt sem slík. Hún á ekki erfitt með að túlka þessar kanónur söng- kvenna og önnur sem hún hefur tekið listavel er Janis Joplin en Ólafur Haukur Símonarson skrif- aði verkið Janis Joplin 27 fyrir tvær leik- og söngkonur; Ilmi Kristjánsdóttur og Bryndísi, á sínum tíma. Bryndís er þó ekki bara með þessa sérstaklega kraftmiklu rödd og sviðsframkomu. Hún hefur líka ákveðið „stuðgen“, sem gerir það að verkum að hún á afar auðvelt með að hrista upp í fólki, þjappa því saman og búa til stemningu. Það er auðvelt að verða vinsæll veislustjóri hafi maður þetta til að bera. Undirrituð hefur meðal annars verið viðstödd brúðkaup þar sem Bryndís var aðalmann- eskjan í því að allt væri gaman og hún hætti ekki fyrr en hver einasti gestur var farinn að hrista af sér spjarirnar á dans- gólfinu. Gætirðu komið inn á fúlasta stað í heimi og keyrt upp stuð- ið? „Ég segi já vegna þess að ég tel mig hafa reynt það. Ég var einu sinni fengin til að fara á Litla-Hraun að skemmta. Skilj- anlega var stemningin þar kannski ekki upp á það besta. Flestir voru með hettuna dregna yfir höfuðið og sýndu lítil svip- brigði. Ég hætti ekki fyrr en þeir voru allir farnir að brosa, flauta og klappa. Mér finnst það æði og ég yfirgef helst ekki svæðið fyrr en allir eru farnir að finna einhverja smá gleði. Ég er fremur fljót að lesa fólk og það hjálpar, ég reyni þá að ná til viðkomandi, sem þarf kannski meira á því að halda en aðrir.“ Bryndís hefur komið við á hin- um margvíslegustu stöðum í líf- inu og tekið sér fjölbreytileg og oft ekki dæmigerð verkefni fyrir hendur. Þannig hefur hún prófað að spranga um á sundbol í fegurðarsamkeppni og vera valin vinsælasta stúlkan. Hún flutti að heiman 16 ára og fór í mennta- skóla úti á landi, hún túraði kornung á djassfestivölum í Bandaríkjunum og var þar einn- ig um tíma í föstu starfi í söng- leik, ein síns liðs og rétt um tví- tugt. Hún á þrjú börn, þar af eitt í miðju krefjandi námi í Leiklistarskóla Íslands. Þessa dagana er Bryndís meðal annars að þróa námskeið fyrir þjón- ustugeirann en hún starfaði sem þjónn í „gamla daga“ eins og hún segir; í einhver 15-16 ár. „Sem gamall þjónn finnst mér svo áberandi hvað þjónusta hér- lendis hefur dalað, þetta var svo mikilvægur þáttur í öllum rekstri hér áður fyrr. Ég hugsa að þetta sé engan veginn þeim að kenna sem eru í framlínu þjón- ustunnar heldur eru þetta ekkert nema duglegir krakkar og fólk sem vantar hreinlega leiðsögn og kennslu. Svo að ég sauð saman þrælskemmtilegt námskeið, bæði fyrir fyrirtæki og veitingastaði, sem snýst bæði um að hrista hópinn aðeins saman og fara í gegnum mannleg samskipti, al- menna kurteisi, snyrtimennsku og almennt það sem skiptir máli í samskipum við viðskiptavininn. Ég gerði tilraun með námskeiðið á Sushi Train fyrir stuttu og það vakti gríðarlega lukku og ég er á leið þangað aftur bráðlega með annað námskeið.“ Bryndís hefur líka verið með einka- og hóptíma í sviðs- framkomu fyrir til að mynda tónlistarfólk. „Það er eitt að vera tæknilega frábær söngvari, með tóneyrað upp á tíu og röddina hundrað prósent en vera svo steindauður á sviði. Það er þessi túlkun sem ég nota sjálf þegar ég er á sviði sem ég hef verið að miðla.“ Axlirnar kysstust af vanlíðan En það að syngja og leika og fylgja draumum sínum almennt segir Bryndís þó hafa legið í hálfgerðum dvala tæp síðustu þrjú árin. „Sá kraftur er að koma til baka. Ég finn að ég er tilbúin á ný til að gera það sem ég elska að gera. Það er ekki ýkja langur tími frá því að axlirnar á mér næstum kysstust, mér leið svo illa. En ég er á réttri leið og nú eru spurningar eins og „hvað vil ég prófa næst?“ áleitnar.“ Bryndís segir síðustu árin hafa verið hálfgerða rússíbanareið. „Síðastliðið haust var svo komið að mér fannst ég ekki geta haldið áfram, það var myrkt tímabil og til að ná mér á strik lagðist ég inn á Heilsustofnun NLFÍ og var þar í fimm vikur. Það reyndist mér afar vel, starfsfólkið er yndislegt og það er svo magnað að þótt maður sé útskrifaður getur maður alltaf hringt þangað og fengið aðstoð ef eitthvað bjátar á. Það er mik- ið öryggi að finna fyrir því. Og þegar komið er út heldur maður áfram að sinna sjálfum sér af þeirri umhyggju og í þeirri rút- ínu sem þeir kenna manni. En auðvitað er þetta alltaf vinna. Stundum fer maður tvö skref aftur á bak og svo aftur eitt áfram.“ Ekki þykir Bryndísi síður gott að heyra frá sínum nánustu hve augljós styrkur hennar er orð- inn. „Mér þykir ofboðslega vænt um að heyra fólkið sem stendur mér næst segja mér hvað það er mikill munur á mér. Að það sjái hvernig ég er að snúa aftur til míns fyrra horfs, það sé him- inn og haf þar á milli.“ Áhuginn á geðheil- brigðismálum eykst bara Þú hefur alltaf verið óhrædd við að miðla af eigin reynslu, þú hefur til dæmis sagt frá því í viðtölum hvernig það að var að „Þá verð ég tilbúin“ BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR SÖNG- OG LEIKKONA ER ÞEKKT FYRIR GJÖFULA TÚLKUN Í LEIK OG SÖNG EN EKKI SÍÐUR SEGIST HÚN TELJA MIKILVÆGT AÐ MIÐLA EKKI BARA ÞVÍ GLEÐILEGA Í LÍFINU HELDUR EINNIG ÞVÍ SEM MIÐUR FER. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is * Síðustu ár hafa verið mikill skóli íþessum málum. Í dag veit ég hvaðég vil og ég veit hvað ég á skilið. Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.