Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 13
upplifa erfitt fæðingarþunglyndi. Er aldrei erfitt að vera opinskár með slíka reynslu? „Mér hefur alltaf þótt gott að gefa og það á marga vegu. Þeg- ar ég var lítil fannst mér ótrú- lega gaman að koma fólki til að hlæja og þykir auðvitað enn. Það er svo góð tilfinning, svo gott að sjá ef maður nær að gleðja náungann og ætlast ekki til þess að fá eitthvað í staðinn. Ég hef fundið hvað það skiptir miklu máli að tala líka um það sem er ekki auðvelt og fyndið. Því það er ekkert mál að tala yfirborðskennt um hvað þú og allt í kringum þig er frábært og æðislegt. Það að tala um hinar hliðar lífsins sýnir þér líka um leið að þú ert ekki einn. Mér þótti til dæmis ótrúlega vænt um það að ég var beðin að halda fyrirlestur í Mennta- skólanum í Reykjavík um daginn og tala þar um kvíða, þunglyndi og áföll og hvernig það er fyrir mig að fá kvíðaköst en ég hef fengið það heiftarleg kvíðaköst að ég hef ekki komist fram úr rúminu.“ Þessu tengt hefur Bryndís einnig komið víðar við. Þannig var hún verkefnisstjóri árlegra styrktartónleika Þú get- ur! á síðasta ári, en fyrir þeim tónleikum stendur samnefndur styrktarsjóður sem hefur það að markmiði að styrkja þá til náms sem eru að glíma við eða hafa glímt við geðsjúkdóm. Frá því að sjóðurinn var stofnaður hafa um hundrað manns verið styrktir til náms. „Þetta er svo brýnt málefni. Rauði krossinn rekur hér í Hafnarfirði Lækinn, sem er at- hvarf fyrir fólk með geðraskanir, og ég hef kíkt þangað í kaffi- sopa sem og í athvarf þeirra við Hverfisgötu í Reykjavík. Ég hef mikinn áhuga á þessu öllu; mannlegu eðli og mannlegu óeðli og þessi áhugi vex bara.“ Síðustu ár verið mikill skóli Bryndís er þessa dagana á fullu að syngja og skemmta út um allar trissur og svo er öðru hverju „í búðarleik“ eins og hún orðar það sjálf en vinafólk henn- ar á verslunina Systur og maka við Laugaveg þar sem Bryndís stendur stundum vaktina. Það er mikið líf á Laugaveginum og gaman að vera í daglegum sam- skiptum við alls konar fólk að sögn Bryndísar. En er ástin ekkert að banka upp á? „Ég kýs að svara eins og Páll Óskar Hjálmtýsson sagði ein- hvern tímann þegar hann var spurður af hverju hann ætti ekki kærasta: „Maður þarf fyrst að taka til heima hjá sér áður en maður býður einhverjum í heim- sókn!“ Góður vinur minn spurði mig hvort ég ætlaði ekki að skella mér á deit og ég var svona efins í svörum, hvort það væri nokkuð ráðlegt eins og stæði. Þá sagði hann við mig: „Sko, Bryndís mín. Stefnumót er stefnumót, þú þarft ekki að flytja inn á hann!“ segir Bryndís og skellihlær. „Þetta lýsir mér kannski svo- lítið, ég verð alltaf svo sjúklega barnalega ástfangin og hrifnæm að það er vandræðalegt. Síðustu ár hafa verið mikill skóli í þess- um málum. Í dag veit ég hvað ég vil og ég veit hvað ég á skil- ið. Ég veit líka að andlegt of- beldi í sambandi getur drepið, það er bara þannig, og ég stíg varlega til jarðar þótt ég sé ekki með karlmannsfælu framan á húsinu. Ástin bankar líka upp á einhvern daginn og þá verð ég tilbúin.“ „Mér þykir ofboðslega vænt um að heyra fólkið sem stendur mér næst segja mér hvað það er mikill munur á mér. Að það sjái hvernig ég er að snúa aftur til míns fyrra horfs, það sé himinn og haf þar á milli,“ segir Bryndís Ásmundsdóttir leikkona. Morgunblaðið/Eggert 18.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Franz Gunnarsson, með Bryndísi í hljómsveitinni Búðabandinu í fjöldamörg ár. Kostir: „Hún er traust vinkona sem alltaf er hægt að leita til. Gífurlega hress týpa með smitandi gleði þegar vel liggur á henni. Frábær skemmtikraftur sem leggur sig alla fram á sviðinu, einstaklega gott að vinna með henni í músíkinni.“ Gallar: „Það er einn hrikalegur galli sem hefur fylgt Bryndísi síðan ég kynntist henni í grunnskóla og sá er að allan þennan tíma hefur aldrei komið út sólóplata með henni. Ég bara hreinlega skil það ekki.“ Bryndís Björk Ásgeirsdóttir vinkona. Kostir: „Bryndís er einstaklega hjartahlý og yndisleg mann- eskja, algert sjarmatröll, skemmtileg og hugmyndarík. Ég stend mig í sífellu að því að dást að hugrekki hennar og þrautseigju. Hún er mikill orkubolti og er drifin áfram af ástríðu fyrir því sem hún gerir.“ Gallar: „Hún hefur kosti sem geta orðið gallar við ákveðnar að- stæður. Hún er til dæmis svo drífandi og tilbúin til að koma hlutum á hreyfingu að hún á það til að fara dálítið fram úr sjálfri sér.“ Ilmur Kristjánsdóttir, bekkjarsystir í Leiklistarskóla Íslands: Kostir: „Bryndís er dugleg að halda heimili og ég tengi það við leiklistarskólann því það var alltaf gott að koma heim til hennar að hvíla sig. Hún átti fallega hluti og eld- aði góðan mat. Maður fór heim til Bryndísar eins og að fara heim til ömmu og láta dekra við sig. Bryndís er hjartahlý og vill fólki vel.“ Gallar: „Hún er eyðslukló, en það kemur sér vel fyrir alla sem um- gangast hana, hún er mjög örlát.“ Hvað segir fólkið hennar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.