Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 14
A llt er gott í hófi segir máltækið og telja margir að eitt og eitt rauð- vínsglas sé ekki óhollt líkamanum. Því hefur stundum verið haldið fram að rauðvín geti jafnvel verið grennandi og var frétt um það á RÚV í vor en þar var vitnað í rannsókn sem var birt í Int- ernational Journal of Obesity. Þar er talað um að ávextir og ber geti haft grennandi áhrif og túlkuðu margir það svo að það ætti þá einnig við um rauðvín. Í berjum er efnið resveratról sem talið er geta breytt fitu í ,,góða fitu“ sem brennir kaloríum og á þann hátt verið grennandi. En í rauðvíni er búið að sía burt megnið af þessu efni. Resveratról hefur verið rannsakað hjá mönnum og músum og sannast hefur að mýsnar grennast en mennirinir ekki. Betra að borða ávexti Til þess að fá þetta eftirsóknarverða efni resveratról í kroppinn er nóg að neyta ávaxta, en þeir innihalda pólýfenól sem er yfirflokkur resveratróls og annarra efna sem talin eru hafa svipaða virkni. Pólýfenól er að finna í ávöxtum, grænmeti, súkku- laði, jómfrúarólífuolíu og hnetum. Að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af resveratróli en rauðvín þar sem ekki er búið að sía þau frá í vinnslu- ferlinu. Víndrykkja fitar frekar en hitt Rauðvín, eins og annað áfengi, er mjög hitaeiningaríkt og stuðlar því drykkja á því frekar að þyngdaraukningu en þyngdartapi. Í tveimur rauðvínglösum eru 250 kaloríur sem er meira en 10% af dagskammti af kaloríum þeirra sem eru á 2000 kalóríum á dag. Rauðvínið inniheldur lítið sem ekkert af næingarefnum og hjálpar þér ekki að seðja hungur. Þannig er „rauðvínskúr“ sennilega ekki besta leiðin til betra og léttara lífs. ÁFENGI ER FITANDI NEYSLA RAUÐVÍNS ER EKKI GÓÐ EF MARKMIÐIÐ ER AÐ GRENNAST ÞRÁTT FYRIR SÖGUR UM ANNAÐ. Í TVEIMUR GLÖSUM ERU 250 KALORÍ- UR. SANNAST HEFUR AÐ VIÐ RAUÐ- VÍNSDRYKKJU GRENNAST MÝS EN MENNIRNIR EKKI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Mýs og menn og rauðvínsdrykkja Heilsa og hreyfing *Það er í tísku að fá sér volgt sítrónuvatn ámorgnana og hafa margir trú á hollustu þess.En tannlæknar eru ekki í þeim hópi. Þeirsegja að sítrónusýran sé sérlega ætandi fyrirglerung tanna og geti eytt honum en hannkemur ekki aftur. Þannig flýtir sítrónuvatniðfyrir öldrun tannanna. Tannlæknar mæla ekki með langvarandi neyslu á sítrónuvatni þó að það sé í lagi að nota sítrónur til matargerðar. Það er fátt verra en að vera and- vaka og þurfa svo að mæta illa sofinn í vinnuna. Góður svefn er lykillinn að góðum degi og allir kannast við þreytuna og orkuleys- ið sem fylgir litlum eða vondum svefni. Á vefsíðunni heilsanokkar.is má lesa um góð ráð til að sofa betur.  Ekki fá þér koffín, áfengi eða nikótín eftir nón.  Hafðu herbergið hljóðlátt, dimmt og kalt, 15-24°C.  Slakaðu á í 60 mínútur fyrir háttinn.  Farðu að sofa þegar þreytan er að hellast yfir þig.  Ekki fylgjast með klukkunni upp í rúmi.  Hafðu reglu á svefntíma. NOKKUR GÓÐ SVEFNRÁÐ Sofðu rótt í alla nótt Morgunblaðið/Jim Smart Robert Steinbacher er eitt heitasta nafnið í líkamsræktarbrans- anum í dag. Hann notar æfingar úr jóga, pilates, Tai Chi, teygjum og sameinar það öndunartækni og slökun. Í BodyArt eru ekki notuð nein lóð eða önnur hjálpartæki. Steinbacher sækir inn- blástur í austurlenska speki um yin og yang og vill hafa jafnvægi milli hugar og líkama. Hann blandar saman í prógrammi sínu æf- ingum sem reyna á styrk, úthald og liðleika. Robert segir að fólk eigi að líta á samband sitt við líkamsrækt eins og langtímaástar- samband. Það er ekki aðeins til nokkurra vikna og því þarf að hlúa að því. Hann vill sameina líkama og sál og hjálpa fólki og segir að fólk eigi að taka ábyrgð á eigin líkama. Madonna í BodyArt Linda Hilmarsdóttir, eigandi Hress í Hafnarfirði, hefur hitt Robert og segist nota æfingar úr hans prógrammi í warmfit tíma hjá sér. „Þeir sem eru framarlega í heilsuræktargeiranum eru að fylgja honum og ég veit að margir hér á Íslandi eru að nota sumar æf- ingar sem hann hefur þróað. Hann er stórt nafn í þessum bransa. Madonna er nýjasta stjarnan sem er að stunda BodyArt,“ segir Linda. NÝJASTA NÝTT Í LÍKAMSRÆKT BodyArt fyrir líkama og sál Sítrónuvatn ekki hollt fyrir tennur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.