Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 16
A ð þjást af fóbíu eða fælni er ekkert grín en talið er að 7-11% fólks þjá- ist af fælni einhvern tímann á lífs- leiðinni, en einungis 12-30% af þeim leiti sér aðstoðar. Tökum dæmi af manneskju sem er sjúklega hrædd við köngu- lær, sem er vel þekkt fóbía. Hún veit að köngulóin er agnarsmá í samanburði við manneskju. Hún veit að þessi könguló er sárameinlaus. Hún veit að köngulóin getur ekki meitt hana á neinn hátt. Samt sem áður fær manneskjan kvíðakast, öran hjartslátt, það sprettur út á henni kaldur sviti og hún jafnvel öskrar og æpir. Fyrir fólk sem er bara almennt illa við köngulær eða finnst þær ekki til trafala er erfitt að skilja þessi ofsafengnu viðbrögð. En það er einmitt þess vegna sem fóbíu er lýst sem órökréttri hræðslu. Fóbíur geta haft mikil og slæm áhrif á líf fólks og er það orðið vandamál ef það truflar lífið. Sumir geta ekki ferðast af ótta við flug- vélar. Aðrir geta ekki verið innan um fólk af ótta við að verða dæmt. Sumir geta ekki gert einföldustu hluti eins og að fara yfir brú eða að borða fyrir framan aðra. Ef fóbían er farin að stjórna lífi þínu væri ráð að leita sér hjálp- ar. Oftast er hægt að „lækna“ þær. Víðáttur og fjölfarnir staðir Fóbíur eru flokkaðar í þrjá undirflokka, víð- áttufælni, félagsfælni og afmarkaða fælni. Undir víðáttufælni flokkast hræðsla við víð- áttur en einnig við fjöl- farna staði og lokaða staði eins og lyftur og strætis- vagna svo eitthvað sé nefnt. Þessir staðir eiga það sameiginlegt að það er erfitt að komast í burtu eða fá hjálp ef viðkomandi fær hræðslukast, eða það sem kallast felmturskast. Í því felst að fá óstjórn- legan kvíða, svitna, fá ör- an hjartslátt og jafnvel telja sig vera að deyja. Þessi köst eru ekki hættu- leg en þeir sem verða fyr- ir því telja þau vera það. Þeir sem þjást af félagsfælni veigra sér við að vera innan um annað fólk af ótta við að verða dæmdir af öðrum, að þeir verði sér til skammar eða jafnvel þora ekki að tala við annað fólk. Sumir geta ekki notað almenn- ingssalerni eða borðað og drukkið fyrir fram- an aðra. Þessi tegund fælni háir fólki að sjálf- sögðu mikið þar sem enginn kemst hjá því að umgangast aðra. Snákar, blóð og flugvélar Afmörkuð fælni beinist að einu afmörkuðu fyrirbæri eins og í ofangreindu dæmi með FÓBÍUR GETA HAFT VÍÐTÆK ÁHRIF Á LÍF FÓLKS Fastur í troðfullri lyftu með könguló á öxlinni FÓBÍA ER SKILGREIND SEM ÓRÖKRÉTT HRÆÐSLA ÞAR SEM ÞEIR SEM AF HENNI ÞJÁST ERU HALDNIR OFSAHRÆÐSLU VIÐ TIL- TEKNAR AÐSTÆÐUR, LIFANDI VERU, STAÐ EÐA HLUT. EINKENN- IN ERU M.A. OFSAKVÍÐI, ÖR HJARTSLÁTTUR OG VERKUR FYRIR BRJÓSTI. SUMIR TELJA JAFNVEL AÐ ÞEIR SÉU AÐ DEYJA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is köngulær. En afmarkaða fælnin skiptist í fernt, dýrafælni, náttúrufælni, aðstæðubundna fælni og blóðfælni. Köngulóin fellur þá undir dýrafælni en einnig eru margir haldnir fóbíu gagnvart snákum og hundum og er talið að snákafælni sé algengasta fóbían í Bandaríkj- unum. Undir náttúrufælni flokkast óveður ýmiss konar, vatn og lofthræðsla. Við að- stæðubundna fælni hræðist fólk til dæmis að vera í flugvél, fara yfir brú eða í gegnum göng og tengist þá innilokunarkennd. Blóð- fælni er óttinn við að sjá blóð, sár og sprautur en í þessari fælni eru líkamlegu einkennin ólík því sem lýst var hér að ofan. Fólk með blóðfælni fær lækkandi blóðþrýsting og hjart- slátt og það líður gjarnan yfir það. Fóbíur oftast frá barnæsku Margar ástæður eru taldar geta legið að baki fóbíum hjá fólki. Talið er að flestar fóbíur myndist strax í barnæsku. Sumar fóbíur eru tengdar skilyrðingu, þ.e.a.s. að þú tengir sam- an eitthvað eins og sprautur og sársauka. Ef þú upplifir sársauka við að fá sprautu getur þú myndað fóbíu fyrir sprautum síðar í lífinu. Sumir fá fóbíur við að hræðast það sem aðrir hræðast. Enn aðrir fá fóbíu við það að fá upp- lýsingar um eitthvað eða eru hræddir, eins til dæmis þegar börn eru hrædd með Grýlu. Ef fóbían þín hefur ekki alvarleg áhrif á líf þitt er nóg að reyna að forðast það sem henni veldur. En sumt er erfitt að forðast og þá er gott að leita sér hjálp- ar. Oftast hægt að lækna fóbíu Hægt er að nota ýmsar aðferðir við að lækna fólk sem þjáist af fóbí- um. Algengast er að notuð sé atferlisaðferð og þykir til dæmis áhrifaríkt að láta fólk horfast í augu við sína fóbíu. Þannig gæti mann- eskja haldin loft- hræðslu vera látin standa á svölum á hárri byggingu. Oft er erf- itt að fá fólk til að taka þátt í slíkri meðferð og er nú oftar notast við sýndarveruleika. Góðu fréttirnar eru að oftast er hægt að hjálpa fólki að vinna bug á fóbíum sínum. Stundum er gott að sameina atferlismeðferð við lyfjagjafir. Engin ein aðferð hentar öllum og þarf læknir að skoða hvert og eitt tilvik. Hver veit nema manneskja sem eitt sinn þjáðist af inni- lokunarkennd, félagsfælni og köngulóar- hræðslu geti einhvern tímann andað rólega í troðfullri lyftu með könguló á öxlinni. 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 Heilsa og hreyfing Ekki þykir endilega gott að nota sýkladrepandi sápu við handþvott. Engar sannanir eru fyrir því að bakteríudrepandi sápa sé betri en venjuleg sápa þótt hún sé nauðsynleg inni á spítölum. Ofnotkun sótthreinsandi sápu eykur líkurnar á þolnum bakteríustofnum. Einnig eru efni í bakteríudrepandi sápunni sem gætu verið skaðleg líkamanum og umhverfinu. Handþvottur með sápu bestur Eva man ekki eftir sér öðruvísi enmeð fóbíu fyrir ælu og telur jafn-vel að það megi rekja til æsk- unnar. Hún er tilbúin að segja sína sögu en vill ekki koma fram undir fullu nafni. „Ég er búin að vera svona síðan ég man eftir mér. Ég var í París fyrir nokkrum árum og sá mann æla í lest- inni og fékk kast, þannig að ég fór síð- an og gúglaði þetta og sá að þetta er fóbía. Ég las mér til um þetta og öll einkennin sem ég las um voru þau sömu og ég var að upplifa,“ segir hún. Hraður hjartsláttur og sviti Eva segist bæði vera með fóbíu gagn- vart því að kasta upp sjálf og að sjá aðra kasta upp. „Ef ég sé einhvern FÓBÍA FYRIR ÆLU „Bað til guðs að ég myndi ekki gubba“ EVA ER Á ÞRÍTUGSALDRI OG HEFUR VERIÐ MEÐ FÓBÍU FYRIR ÆLU FRÁ UNGA ALDRI. HÚN SEGIST FORÐAST AÐSTÆÐUR ÞAR SEM HÚN ÞEKKIR EKKI FÓLK OG VILL HELST EKKI BERA ÁBYRGÐ Á BÖRNUM OG ÖLDRUÐUM SEM GÆTU KASTAÐ UPP. * Hún veit aðköngulóin geturekki meitt hana á neinn hátt. Samt sem áður fær manneskjan kvíða- kast, öran hjartslátt, það sprettur út á henni kaldur sviti og hún jafnvel öskrar og æpir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.