Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Síða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Síða 21
18.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Stefnumót við Fransmenn MARGIR VELTA NÚ FYRIR SÉR FRAKKLANDSFÖR NÆSTA SUMAR, ÞEGAR KARLALANDSLIÐ ÍSLANDS Í FÓTBOLTA TEKUR Í FYRSTA SKIPTI ÞÁTT Í ÚR- SLITAKEPPNI EVRÓPUMÓTSINS. LEIKIÐ VERÐUR Í TÍU BORGUM OG HÉR ERU STUTTLEGA KYNNTAR ÞÆR FJÓRAR SEM ERU Í NORÐURHLUTA LANDSINS; LENS, LILLE, PARÍS OG ÚTBORG HENNAR, SAINT-DENIS. SÍÐAR VERÐUR SAGT FRÁ BORDEAUX, TOULOUSE, SAINT-ETIENNE, LYON, MARSEILLE OG NICE. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Oft er sagt að gott sé að fara ást- fanginn til Parísar og eyða tíma með sinni heittelskuðu, eða sínum. Það er líka auðvelt að verða ástfanginn af París. Borgin er magnþrungin, ef til vill erfitt að útskýra nákvæmlega hvers vegna og því best að upplifa. Skila- boð til fólks í ferðahug eru einföld: Farið til Parísar! Hvar er best að byrja? París er Eiffel-turninn, jafnvel fyrir lofthrædda, Sigurboginn og Louvre-safnið. París er rauðvín og ostur, hvítvín og ostrur. Kaffi og cro- issant og hani í víni. Hún er tíska, lögga með flautu, mannlíf og fallegir garðar. París er Vinstri bakki og sá hægri. Hún er áin Signa, sem liðast um hana miðja, kirkjurnar Notre Dame og Sacré Coeur. Kirkjugarðar þar sem stórmenni hvíla. Hver hefur ekki áhuga á að sækja þau heim? Svo er París auðvitað fótbolti. Sá sem þetta skrifar hefur hitt einn mann sem ekki fannst gaman að fara til Parísar en gerir ekki ráð fyrir því að hitta annan. París er falleg á nóttu sem degi. Horft yfir borgina frá Montparnasse. Morgunblaðið/Ómar Unaðsreitur á Signubökkum Lens er liðlega 200 km norðan við París. Íbúar borgarinnar eru um 35.000 en alls búa um það bil tíu sinnum fleiri í héraðinu öllu. Borgin var nánast lögð í rúst í fyrri heimsstyrjöldinni og eyði- legging þar varð aftur gríðarleg í þeirri seinni. Á árum áður var svæðið eink- um þekkt fyrir kolanámur og segja má að lífið hafi að mestu leyti snú- ist um þá starfsemi í 100 ár frá því um miðja 19. öldina. Undanfarið hefur uppbygging verið mikil í Lens og nágrenni. Há- skóli var stofnaður þar fyrir tæp- um aldarfjórðungi og breytti ímynd svæðisins töluvert, einnig útibú frá hinu heimsþekka Louvre-listasafni í París en þar er að finna margt dýrgripa víða að úr heiminum. Fótboltaáhugamenn á miðjum aldri og þaðan af eldri kannast væntanlega við staðinn því lands- liðsmaðurinn Teitur Þórðarson lék með liði borgarinnar fyrir rúmum þremur áratugum. Borgin Lens nyrst í landinu. Ásýnd hennar hefur mikið breyst síðustu áratugi. Frá kolanámi til háskólanáms Íbúar Lille eru um 230.000 og er hún tíunda fjöl- mennasta borg Frakklands. Í héraðinu búa alls um tvær milljónir. Borgin er liðlega 200 km norðan Par- ísar, steinsnar frá belgísku landamærunum. Lille er mikil viðskiptaborg, nokkurs konar hlið landsins til norðurhluta Evrópu og þekkt háskólaborg Einn landsliðsmanna Frakka í fótbolta er frá Lille, varnarmaðurinn Raphael Varane. Þar er og fæddur og uppalinn einn merkasti stjórnmálamaður Evrópu á síðustu öld, Charles de Gaulle, hershöfðingi, stofn- andi og fyrsti forseti fimmta lýðveldisins, 1958-1969. Safn er á heimili ömmu de Gaulles í borginni þar sem m.a. má sjá einkunnablöð hans frá því í barnaskóla og Citroën-bifreið, eins og gatasigti eftir skotárás þegar reynt var að ráða forsetann af dögum 1962. Heimaborg de Gaulles Aðaltorgið í borginni Lille, sem kennt er við de Gaulle hershöfðingja, síðar fyrsta forseta fimmta lýðveldisins. Saint-Denis er 100.000 manna útborg Parísar, aðeins tæpum 10 km norðan við miðju höfuðborgarinnar. Þekktasta kennileiti Saint-Denis í gegnum tíðina er miðaldakirkjan Basilique royale, sem var hluti klaust- urs Benediktsreglu í kaþólskum sið. Í Saint-Denis voru langflestir konungar Frakklands og fjölskyldur þeirra lagðar til hinstu hvílu um aldir; þar eru leifar allra nema þriggja sem ríktu í landinu frá því á 10. öld til 1789. Þekktasta kennileiti Saint-Denis í seinni tíð er líklega íþróttaleikvangurinn Stade de France, sem byggður var fyrir HM í fótbolta 1998, fimmti stærsti íþróttaleikvangur Evrópu. Flestir heimaleikir Frakka í fótbolta og rugby fara þar fram á vellinum, og fjöldi annarra viðburða, t.d. tónleika. Þar sem kóngarnir hvíla Þjóðarleikvangurinn, Stade de France, er í Saint-Denis. Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt Jólablað fimmtudaginn 19. nóvember Fjallað verður uppáhalds jólauppskriftirnar að veislumatnum, grænmetisrétti, jólasiði og jólamat í útlöndum, gjafapakkningar, viðburði í kringum jólahátíðina, jólabækur, jólatónlist og margt fleira. PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 12 mánudaginn 16. nóvember. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.