Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Qupperneq 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Qupperneq 25
Þ að er létt yfir heimilinu. Þetta er ekki naum- hyggja en smá aðhald. Það er ákveðið hættu- merki þegar fólk eldist og vill halda í alla gömlu/dauðu hlutina. Það er varasamt, sem eldra fólk á til að gera, að halda í allt. Það verður ein- hvers staðar að sleppa,“ útskýrir Soffía og bætir við að það sé mikilvægt að yfirkeyra ekki heimilið því þá sé svo erfitt að halda því við. „Betra er að draga úr og gefa ættingjum sem vilja hlutina og taka þannig þátt í að eiga endurminningarnar sem felast í hlutunum.“ Aðspurð hvað hún telji mikilvægast við innréttingu heimilisins segir Soffía samspil hlutfalla, forma og létt- leika mikilvægt. „Ég var svo heppin að vinna í verslun sem ung stúlka og var þá í gluggaútstillingum og bý að því að hafa lært á það hvar sé best að staðsetja hlutina. Þetta hefur verið mikið áhugamál frá ung- lingsárunum og er enn. Föt, heimili og að láta öllum líða vel.“ Soffía kýs að versla í vönduðum húsgagnabúðum og segir borga sig þegar upp er staðið að velja klassískar og vandaðar hönnunarvörur. „Svo fylgja mér eldri hlutir frá foreldrum og tengdaforeldrum eins og ég vænti að fylgi þá börn- unum mínum þegar ég hverf af braut og þau taki við einhverju úr mínu búi og þyki vænt um það. Lífið er svona; að tengja sig aðeins við eldri kynslóðir, og von- andi tengja mínir afkomendur sig við mig í gegnum húsgögn eða eitthvað smálegt. Myndlist skiptir mig þá miklu máli. Helst af öllu að það fái hver hlutur að njóta sín; fólkið sem býr hér og hlutirnir. Þá er heim- ilið gott.“ Sem ung stúlka átti Soffía fallegt herbergi og segist alltaf hafa haft tilhneigingu til þess að hafa fallegt í kringum sig. „Að þykja vænt um heimilið, líkt og fjöl- skylduna og allt sem í kringum mann er, er ákveðin lífsfylling.“ Soffía Stefánsdóttir kýs vandaða og klassíska hönnun sem eldist vel. Útsýnið segir Soffía vera dásamlegt og nýtur hún þess að ganga meðfram sjónum og horfa yfir bæinn. Svefnherbergið er í miklu eftirlæti hjá Soffíu enda útsýnið þaðan dásamlegt. Hver hlutur fái að njóta sín SOFFÍA STEFÁNSDÓTTIR HEFUR KOMIÐ SÉR VEL FYRIR Á FALLEGU HEIMILI Í HAFNARFIRÐI MEÐ ÚTSÝNI YFIR FJÖRÐINN. SOFFÍA HEFUR HAFT ÁHUGA Á INNANHÚSSHÖNNUN FRÁ ÞVÍ HÚN MAN EFTIR SÉR OG NÝTUR ÞESS AÐ NOSTRA VIÐ HEIMILIÐ. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is SAMSPIL HLUTFALLA, FORMA OG LÉTTLEIKA MIKILVÆGT Baðherbergið er fallega innréttað. Innanhússarkitektinn Guðbjörg Magnús- dóttir var Soffíu innan handar við innréttingu þess. 18.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 PINNACLE Þægilegur 3ja sæta La-Z-Boy sjónvarpssófi með niðurfellanlegu borði. Fæst í brúnu og dökkgráu áklæði. Einnig fáanlegur í ekta leðri. Stærð: 210 × 95 × 105 cm 249.990 kr. 319.990 kr. 379.990 kr. 479.990 kr. Verð áklæði Verð leður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.