Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 26
Þ ó að tapas sé upprunalega frá Spáni hafa kokkarnir á Tapasbarnum leikið sér að því að setja íslenska, japanska og ítalska rétti í tapasbúning auk þess að bjóða upp á hina klassísku spænsku rétti. Bjarki Freyr Gunnlaugsson yfirkokkur segir að þau muni bjóða upp á tíu bestu réttina á afmælinu en þessir réttir hafa verið vin- sælastir í mörg ár og eru uppskriftir að þremur þeirra gefnar hér. Skemmtilegra þegar allir deila Bjarki segir skemmtilegast að þróa nýja rétti, en það gera þeir daglega og leita þá til margra landa til að fá hugmyndir. „Í dag horfum við á allan heiminn. Þetta eru smáréttir en frá ýmsum löndum. Við setjum marga rétti á borðið og hugmyndin er að allir deili. Þá verður kvöldverðurinn skemmtilegri og opnar á meiri samræður. Þetta verður æ vin- sælla um allan heim. Meirihluti réttanna er spænsk- ur en við erum með „fusion“ af öllu,“ segir Bjarki. Tapasbarinn var fyrsti staðurinn á landinu sem bauð upp á tapas. Aðsóknin hefur aukist ár frá ári og er nánast fullt á hverju kvöldi en staðurinn er opinn frá fimm á daginn. Bjarki segir að í „óvissu- ferðum kokksins“ sé alltaf eitthvað nýtt og spenn- andi að finna. En gömlu réttirnir standa alltaf fyrir sínu og hlakkar Bjarki mikið til afmælisins og segir að allir fái afmælisköku í eftirmat. SMÁRÉTTIR ÆTTAÐIR FRÁ ÝMSUM LÖNDUM Tapas í 15 ár TAPASBARINN FAGNAR FIMMTÁN ÁRA AFMÆLI UM ÞESSAR MUNDIR OG ER BLÁSIÐ TIL VEISLU 19. OG 20. OKTÓBER. STAÐURINN HEFUR NOTIÐ MIKILLA VINSÆLDA SÍÐAN HANN VAR OPNAÐUR UM ALDAMÓTIN. VIÐSKIPTAVINIR ERU BLANDA AF ÍSLENDING- UM OG ERLENDUM GESTUM. SUMIR RÉTTIRNIR HAFA VERIÐ Á MATSEÐLI FRÁ UPPHAFI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Matur og drykkir *Tapas er heiti yfir spænska smárétti sem ýmisteru bornir fram kaldir eða heitir. Uppruni ta-pas-rétta er talinn vera frá 18. öld en orðiðtapas er dregið af sögnina tapar sem merkirað loka. Upprunalegir tapas-réttir vorubrauðsneið eða sneið af skinku sem mennnotuðu til að breiða yfir sérríglasið sitt svo að flugurnar færu ekki í vínið. Tapas-réttir hafa þróast mikið síðan og eru feikivinsælir víða. Saga tapas-rétta Þetta sælgæti er langvinsælasti rétturinn á Tapasbarnum. Um 9-10 tonn af humri fara í þennan rétt árlega! Það skiptir miklu máli að nota mjög mikið af brauðraspi og að nóg sé af bragð- miklu hvítlaukssmjöri ofan á. HUMARINN 600 g humarhalar 80 g brauðraspur 1 sítróna sjávarsalt Takið humarhala og klippið skelina langsum niður að hala- blöðkunni, án þess að klippa humarinn í sundur. Opnið skel- ina í miðjunni þar sem hún er klippt og hreinsið halann vel undir köldu vatni. Ýtið kjötinu upp úr skelinni, en látið það ennþá vera fast neðst hjá halablöðkunni og notið skelina sem nokkurs konar fat fyrir humarinn. Leggið humarinn í eldfast mót. Dreifið vel af brauðraspi yfir hann og dreifið hvítlauks- smjörinu á hvern hala fyrir sig. Bakið svo humarinn í ofni við 200°C í 4-5 mín. Þumalputtareglan er að þegar ykkur finnst hann tilbúinn er hann ofeldaður. Humarinn er bestur þegar hann virðist aðeins glær þegar hann er tekinn úr ofninum. Berið fram með sítrónusneið og dreifið sjávarsalti yfir. HVÍTLAUKSSMJÖR 500 g smjör 50 ml sterk hvítlauksolía 50 g steinselja Hrærið smjör, hvítlauksolíu og steinselju saman í hrærivél í nokkrar mínútur þar til þið fáið þykkt og fallegt smjör. Hvítlauksbakaðir humarhalar Í áranna rás hefur lamb í lakkrís verið einn vinsælasti rétturinn áTapasbarnum. Hann er fullkominn sem bæði forréttur og veislu- matur í litlum sætum boxum. LUNDIRNAR 500 g lambalundir ½ l Kikkoman sojasósa ½ l appelsínusafi 1 appelsína, skorin í sneiðar 2 stjörnuanísar 1 msk. rósapipar 3 greinar garðablóðberg 1 msk. balsamedik Blandið öllu saman. Gætið þess að lambalundirnar séu vel hreins- aðar og vöðvinn heill, þá er auðveldara að skera kjötið. Látið liggja í 24-36 klst. í kæli. Við það verður kjötið stífara og dekkra og sýg- ur í sig bragðið úr maríneringunni. LAKKRÍSSÓSA 125 ml majónes 125 ml sýrður rjómi 1 tsk. balsamedik 1 tsk. sojasósa 1 tsk. hunang 1 stjörnuanís 1 tsk. rósapipar 1 kardimomma 1 grein garðablóðberg sjávarsalt og nýmalaður pipar eftir smekk Hrærið majónes, sýrðan rjóma, balsamedik, sojasósu og hunang saman. Merjið og berjið kryddið vel saman í mortéli og sigtið ofan í sósuna. Smakkið og bragðbætið með salti og pipar eftir þörfum. Lamb í lakkrís Á Tapasbarnum eru gerð um 4.500 svona spjót í hverjum mánuði og þetta má kalla einkennisrétt staðarins. Tilvalin í veislur – stórar og smáar. HÖRPUSKELIN 25 litlir hörpuskelfiskar (um 200 g) 200 g döðlur 25 sneiðar beikon 8 tréspjót Takið eina beikonsneið og skerið í tvennt. Vefjið helm- ingnum af sneiðinni utan um eina döðlu og hinum utan um eina hörpuskel. Á eitt spjót þarf 3 döðlur og 3 hörpuskeljar. Raðið svo bitunum á spjótið til skiptis. Notið djúpsteiking- arpott og hitið olíuna í 180°C. Leggið spjótin ofan í olíuna og fylgist með þeim. Þegar beikonið hefur náð fallegum lit og er orðið stökkt er spjótið fulleldað. Það ætti að taka um 11/2−2 mín. Berið fram með sætri chilisósu og fersku salati. SÆT CHILISÓSA 400 ml vatn 400 g sykur 3 msk. þurrkaður chilipipar 500 g rauð paprika, fræhreinsuð 2 dl hvítvínsedik 1 tsk. maizenamjöl Setjið allt hráefnið, nema maizenamjölið, í pott og sjóðið í 30 mínútur. Maukið svo sósuna með töfrasprota. Best er að leysa maizenamjölið upp í 3 tsk. af köldu vatni og hella út í sósuna þar til ákjósanleg þykkt er komin. Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilisósu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.