Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 28
HELGA MOGENSEN GAF STARFSFÓLKI RAUÐA KROSSINS KRÖFTUGA SÚPU, MAÍSBRAUÐ OG PÖNNUKÖKUR. SÚPAN FÓR VEL Í MANNSKAPINN SEM HITTIST HEIMA HJÁ FOR- MANNI RAUÐA KROSSSINS Í REYKJAVÍK, KRISTÍNU S. HJÁLM- TÝSDÓTTUR. GESTIR FÓRU SADDIR OG SÆLIR ÚT Í DAGINN. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is B lásið var til hádegisverðar fyrir fólkið í framfaraliði Rauða krossins en Helgu Mogensen langaði til að gefa þessu dug- lega og fórnfúsa fólki að borða. „Ég er bara að gefa þeim kröftuga súpu svo þau geti haldið áfram með þessi stóru verkefni,“ segir Helga sem bauð upp á tyrkneska kjötsúpu, maísbrauð og pönnukökur. Þau tímamót eru um þessar mundir að Reykjavík- urdeild Rauða Krossins, sem hefur verið í sérhúsnæði, er að flytja starfsemi sína í Efstaleitið. „Með þessu erum við að þétta starfið og að spara mikla fjármuni sem annars fóru í leigu. Við horfum fram á það að þetta verði skemmtileg og gefandi samvinna til aukins þróttar og betri árangurs,“ segir Sveinn Kristinsson, formaður Rauða kross Íslands, sem mættur var svangur í matinn. Dásemdarhádegisverður „Maturinn er frekar alþjóðlegur, eins og Rauði krossinn, það er víða komið við. Indverskst brauð og tyrknesk súpa og svo íslenskar pönnu- kökur,“ segir Helga. Súpuna segir Helga vera svipaða og venjulega íslenska kjötsúpu en heldur kryddaðri og í henni er meira grænmeti. Kúskús er einnig í henni og heldur henni saman. „Hún er svo einföld og yndisleg og maður getur búið hana til og átt í 2-3 daga og verið alltaf jafn hamingjusamur með hana. Ég bý ekki oft til maís- brauðið en það er skemmtileg tilbreyting,“ segir hún. „Pönnu- kökurnar eru nokkuð klass- ískar en með trönuberjaepla- fyllingu. Dásemdarhádegis- verður.“ Vilja nýta betur matinn Helga hefur undanfarið unnið í sjálfboðavinnu hjá Rauða krossinum. Hún fer reglulega í Konukot með mat. Fyrirtækið hennar, Úr eldhúsi Helgu Mogensen, útbýr tilbúna rétti og selur í verslanir. „Þetta eru réttir sem fólk grípur með sér heim eða í vinnuna,“ segir hún. Þar sem ég er nýj- byrjuð að starfa sem sjálfboðaliði fannst mér tilvalið að hlúa að þeim sem eru sífellt að hlúa að öðrum,“ segir Helga. „Ég hef verið að ræða við Rauða krossinn og er í samvinnu við Kristínu Hjálmtýsdótt- ur, formann Rauða krossins í Reykjavík,“ segir Helga en þær eru að hefja samstarf um hvað sé hægt að gera við mat sem er að renna út. „Í staðinn fyrir að henda matnum langar okkur að hitta versl- unareigendur og athuga hvað sé hægt að gera meira. Það fer svo mikið til spillis. Taka þátt í þessari alheimsbreytingu, þessari hug- arfarsbreytingu sem á sér stað. Spennandi að sjá hvert það leiðir.“ Helga er sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og fer oft með mat í Konukot. KRÖFTUG SÚPA FYRIR FÓRNFÚST FÓLK Alþjóðlegur hádegismatur Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík, Árni Gunnarsson, stjórnarmaður Rauða krossins í Reykjavík, Sigurður Örn Eyjólfsson sjálfboðaliði, Ragnar Þorvarðarson, varafor- maður Rauða krossins í Reykjavík, Helga Mogensen matreiðsluhönnuður og eigandi Úr eldhúsi HM, Kristín S. Hjálmtýsdóttir, formaður Rauða krossins í Reykjavík, Sveinn Kristinsson, for- maður Rauða kross Íslands og Gunnhildur Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. * Í staðinn fyrir aðhenda matnumlangar okkur að hitta verslunareigendur og athuga hvað sé hægt að gera meira. Það fer svo mikið til spillis. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 Matur og drykkir Þessi súpa er einföld en frábær á haust- og vetrardögum. Fyrir 6 til 8 manns 50 ml olífuolía 3 gulrætur meðalstórar smátt skornar 1 rófa meðalstór, smátt skorin 1 púrrulaukur, smátt skorinn 5 stk. vorlaukar, smátt skornir (til að skreyta með) 1 sæt kartafla meðalstór, skræld og smátt skorin 3 hvítlauksgeirar, afar smátt saxaðir 2 cm engifer, rifið niður 1 krukka pastasósa 1 ½ msk. gróft salt ½ tsk. pipar ½ tsk. allspice 2 tsk. turmerik ½ tsk. cayenne-pipar 3 lítrar vatn 1 stk. stór laukur, smátt skorinn 1 ½ kg lambakjöt, smátt skorið 50 g af kúskús Byrjið á því að marínera kjötið. MARÍNERING 50 ml olía ½ tsk. allspice 1 msk. engifer 1 msk. hvítlaukur Hrærið saman og dreifið yfir kjötið og látið liggja í 3 klst. Bakið síðan í heitum ofni í 40 mín. við 140 °C. Strá- ið saman við smá salti og svörtum pipar. Þegar kjötið er tilbúið hellið þá næstum öllum vökvanum af kjötinu en haldið smá eftir fyrir súpuna. Byrjið á því að velgja 50 ml af olíu í góðum potti. Setjið út í laukinn og hvítlaukinn og léttsteikið við lágan hita. Setjið út í allt kryddið og grænmetið, hrærið vel saman. Bætið vatninu út í og hækkið hit- ann og látið suðuna koma upp og sjóðið í 15 mín., þá er pastasósan og kjötið sett í pottinn og áfram er soðið í 15 mín., lækkið þá hitann. Ef þú kýst að hafa kúskús í súpunni þá er það sett saman við hérna, setjið lokið á og látið malla, allt upp í eina klst. Auðvitað er súpan best daginn eftir og því lengri suða því betri verður súpan og það á við þessa eins og góða íslenska kjötsúpu. Smakkið súpuna til með salti og sítrónusafa rétt undir lokin. Súpan er borin fram með limesafa, kornbrauði og kóríander. Kröftug vetrarsúpa með tyrknesku yfirbragði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.