Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 30
S amtök bandarískra barnalækna (AAP) ætla að endurskoða viðmið sín um skjátíma barna í takt við breytta tækni. Núna mæla samtökin með engum skjátíma fyrir börn undir tveggja ára aldri og tveimur tímum fyrir eldri börn. Samtökin tilkynntu fyrr í þessum mánuði að vinna væri hafin við endurskoðun þessara við- miða. Þau segja í yfirlýsingu í fréttabréfi sínu AAP News að vitað sé að vísindarannsóknir og stefnu- yfirlýsingar nái ekki að halda í við þróun í tækni. Til dæmis hafi stefnuyfirlýsing AAP frá 2011 sem var gerð um tækni- og skjánotkun barna yngri en tveggja ára verið samin áður en fyrsta kynslóð iPada kom út og með þeim fjöldi appa sem sérstaklega eru ætluð ungum börnum Núna leika meira en 30% banda- rískra barna sér með snjalltækni á meðan þau eru enn í bleyjum og 75% 13-17 ára eiga snjallsíma. Samtökin segja að skjátími þýði núorðið í raun bara tími og sam- tökin verði að endurskoða stefnu sína. Af því tilefni stóðu þau fyrir ráðstefnu sérfræðinga í maí síðast- liðnum sem setti saman ráðin tólf sem birt eru hér til hliðar. Ráð byggð á vísindum Samtökin leggja enn fremur áherslu á að þeirra ráð byggist ein- vörðungu á vísindum en snúist ekki aðeins um aðgát. Samtökin búast við að birta næstu ráðleggingar sínar um skjá- notkun haustið 2016 og munu þær taka tillit til þeirrar miklu tækniþróunar sem átt hefur sér stað síðustu ár. Ekki eru allir skjáir jafn rétthá- ir. „Tæknin fellur ekki öll undir sama hatt,“ sagði Ari Brown, sem er í forsvari fyrir fjölmiðlahóp AAP, í viðtali við Wall Street Jo- urnal. „Eitt er neysla, annað sköp- un og þriðja samskipti. Þannig að ef þú ert að líta til barna undir tveggja ára aldri þá er mikill mun- ur á því að horfa lengi á teikni- myndir á YouTube og myndspjalli við ömmu,“ segir hann. „Sumar af reglunum eins og að banna skjánotkun fyrir tveggja ára aldur eru ekki í takt við raunveru- leikann árið 2015-2016,“ sagði James Steyer, forstjóri Common Sense Media, sem metur alls kyns fjölmiðlaefni fyrir foreldra. Eitt af því sem fram kom á ráð- stefnunni í maí var um tungumála- kennslu. Þegar enskumælandi níu mánaða barn horfði á kennara í sjónvarpi kenna mandarín var ávinningurinn enginn, samkvæmt mælingum á heilabylgjum. Þegar kennarinn var í sama herbergi var mikill munur á virkni í heilanum. Samskipti skipta máli Aðrar rannsóknir styðja við þetta mikilvægi samskipta í lærdómsferl- inu. Börn á milli 24 og 30 mánaða lærðu jafn mörg ný orð frá kenn- aranum í gegnum myndspjall eins og þau gerðu af kennara á staðn- um. „Eftir því sem skjárinn líkir meira eftir raunverulegum sam- skiptum virðist hann hafa meira lærdómsgildi,“ sagði Brown. Dimitri Christakis, einn af höf- undum ráðlegginganna, hefur hvatt til þess síðastliðið ár að þær verði endurskoðaðar. Hann mælir með gagnvirkri skjánotkun fyrir börn undir tveggja ára aldri í 30 til 60 mínútur á dag. Hann segir að það þurfi að rannsaka þetta betur en raunveruleikinn sé sá að þessi nýja tækni sé mjög ólík öðrum, eldri miðlum þar sem þessi gagnvirkni sé ekki til staðar. „Er eitthvað öðruvísi að lesa bók á iPad en að lesa hefðbundna bók með barni?“ spyr hann og segir svo ekki vera. Raunverulegt gildi lesturs sé að búa til vettvang fyrir samskipti milli foreldra og barns. Hann veltir líka fyrir sér hvort iPad sé nokkuð verra leikfang en annað. Rannsóknir hafi ekki verið gerðar á því en hann gruni að svo sé ekki. Rannsóknir Christakis hafa leitt í ljós meiri heilavirkni hjá börnum þegar þau leika sér með kubba en á meðan þau horfi á Baby Ein- stein-mynddiska. Núna er hann að rannsaka muninn á áhrifum mynd- diska á börn á aldrinum 18 til 24 mánaða miðað við lærdómsöpp. Slæmt að hafa sjónvarp í gangi í bakgrunninum Rachel Barr, sálfræðiprófessor við Georgetown-háskóla, hefur rann- sakað hverng börn á aldrinum 2 ½ árs til þriggja ára leysa þrautir. Hún ber saman segulpúsl við púsl á snertiskjá. Hún hefur komist að því að börnin læra á báðum miðl- um en þekkingin skilar sér ekki á milli miðla. Sumsé ef barn er klárt í að leysa þrautina í raunheimum þýðir það ekki færni í tölvuheimi og öfugt. Hún komst líka að því að ef börn hafa ekki neinn til að leiðbeina sér þá gengur þeim miklu verr. Barr hefur líka rannsakað áhrif þess að hafa kveikt á sjónvarpinu í bakgrunninum á meðan annar leik- ur er í gangi. Niðurstaðan er að það hafi truflandi áhrif og leik- urinn verði ekki eins flókinn. Clare Lerner, foreldraráðgjafi hjá Zero to Three, hefur unnið með Barr. Hún segir að foreldrar þurfi að hafa í huga að öppin sem börnin eru að nota og sjónvarps- efnið sömuleiðis sé við hæfi þeirra aldurs. Skjátími geti sömuleiðis orðið að betri gæðastund ef for- eldrar ræði við börnin um það sem þau eru að horfa á. Hún segir þó að alveg sama þótt gæðin séu mikil þá þurfi að takmarka skjátíma í 60-90 mínútur á dag. BANDARÍSKIR BARNALÆKNAR ENDURSKOÐA ÁLYKTUN SÍNA UM SKJÁTÍMA BARNA Sum skjá- notkun betri en önnur Það er mikilvægt að vera með yngstu börnunum við skjáinn. Getty Images/iStockphoto SAMTÖK BANDARÍSKRA BARNALÆKNA ERU AÐ ENDURSKOÐA VIÐMIÐ SÍN UM SKJÁTÍMA BARNA EN BANN VIÐ SKJÁTÍMA YNGRI EN TVEGGJA ÁRA ÞYKIR ÚRELT. ALLIR SKJÁIR ERU ÞÓ EKKI JAFN RÉTTHÁIR OG ÞAÐ SKIPTIR MÁLI HVORT VERIÐ ER AÐ NEYTA, SKAPA EÐA EIGA SAMSKIPTI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Tækniumhverfi er aðeins annað umhverfi. Börn gera sömu hluti eins og alltaf, nema núna í sýnd- arheimi. Eins og hvert annað umhverfi getur það haft jákvæð og neikvæð áhrif. Uppeldi hefur ekki breyst. Það þarf að setja regl- ur varðandi raun- og sýndarheima. Leiktu við börn- in þín. Settu mörk; börn þurfa þau og búast við þeim. Kenndu þeim góðmennsku. Taktu þátt. Kynnstu vinum þeirra og vittu hvert þau fara. Það er úrslitaatriði að vera góð fyrirmynd. Tak- markaðu eigin skjánotkun og vertu fyrirmynd í net- hegðun. Uppeldi krefst tíma í burtu frá skjám. Við lærum hvert af öðru. Rannsóknir sýna að mjög ung börn læra best þegar tjáskiptin eru ekki einhliða. Það er mikilvægt fyrir málþroskann að tala saman. Það að horfa á myndbönd hjálpar ekki smá- börnum og ungum börnum að læra tungumál. Eftir því sem samskiptin eru meiri, því meira er hægt að læra af þeim, t.d. þegar smábarn spjallar á skjá við foreldri sem er á ferðalagi. Innihaldið skiptir máli. Gæði efnisins eru mik- ilvægari heldur en miðillinn. Forgangsraðaðu skjá- tíma barnsins frekar en að setja skeiðklukkuna af stað. Það hjálpar að velja úr. Til eru fleiri en 80.000 öpp sem eiga að vera lærdómsrík. Leitaðu upplýs- inga um gæði frá til dæmis www.commonsense- media.org. Gerið þetta saman. Það skiptir máli að fjöl- skyldan sé saman fyrir framan skjáinn. Spilaðu tölvu- leiki með börnunum þínum. Sjónarhorn þitt hefur áhrif á hvernig þau upplifa leikinn. Það er nauðsyn- legt að vera með ungum börnum fyrir framan tölv- una. Leikur skiptir máli. Frjáls leikur ýtir undir sköpun. Forgangsraðið frjálsum leik í burtu frá skjám, sér- staklega fyrir mjög ung börn. Setjið takmörk. Tækninotkun, eins og allt annað, þarf að hafa einhverjar takmarkanir. Er tækninotk- unin að hjálpa til við annað athæfi eða hindra það? Unglingurinn þinn má vera á netinu. Netsamskipti eru hluti af lífi táningsins og notkun samfélagsmiðla getur stutt við sjálfsmyndina. Kennið unglingnum viðeigandi hegðun í netheimum rétt eins og raun- heimi. Biddu táninginn að sýna þér hvað hann er að gera á netinu svo að þú skiljir samhengið. Búðu til snjalltækjafrí svæði. Stattu vörð um fjöl- skyldumáltíðina. Betra er að hlaða tæki á nóttunni fyrir utan herbergi barnsins. Þetta ýtir undir gæða- stundir fjölskyldunnar, hefur í för með sér betri matarvenjur og betri svefn. Börn munu alltaf vera börn. Börn munu gera mis- tök í tækninotkun. Það er hægt að læra af þessum mistökum ef tekið er á þeim af hluttekningu. Tekið úr yfirlýsingu bandarískra barnalækna sem birt var í tímariti þeirra AAP News. SAMTÖK BANDARÍSKRA BARNALÆKNA (AAP) 12 góð ráð varðandi skjátíma 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 Fjölskyldan Að þessu sinni er upplestur á dagskrá Heimilislegra sunnudaga áKexinu. Á sunnudagsmorgun klukkan 11 mun Sigrún Eldjárn lesa upp úr nýútkominni bók sinni Leyniturninum á Skuggaskeri. Allir eru velkomnir og er aðgangseyrir enginn. Upplestur á Kexinu * Christakismælir meðgagnvirkri skjá- notkun fyrir börn undir tveggja ára aldri í 30-60 mínútur á dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.