Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 32
Nýi iPhone 6 og 6 plús býður upp á smáforrit sem gerir notendum kleift að búa til GIF-myndskeið úr myndskeiðsupptökum sínum á einfaldan hátt. Appið heitir Live GIF App til að búa til GIF Fyrir stuttu bárust fréttir af því að far- ogborðtölvuframleiðendur ætluðu að hrinda afstað sameiginlegu verkefni til að fá fólk til að kaupa sér slík apparöt, en ekki láta duga að eiga snjallsíma eða spjaldtölvu. Nú geri ég ráð fyrir því að flestir hafi áttað sig á því að þokkalegur snjall- sími er nóg til að gera flest það sem mann langar til að gera á netinu, lesa fréttasíður, skoða póstinn sinn og dunda sér á Facebook og svo er spjaldtölvan fín fyrir það sem útaf stendur. Að því sögðu þá er sitthvað sem betra er að gera með lyklaborði og þar hafa ýmsir spreytt sig á smíði á lyklaborði við spjaldtölvur með misjöfnum árangri. Ýmist er óþægilegt að tengja þau við tölvuna, óhægt að drösla þeim með sér eða þau eru einfaldlega ekki nógu góð sem lyklaborð til að skrifa eitt- hvað af viti - næstum því lykla- borð en ekki alvöru vinnutól. Þegar Windows 8 var kynnt á sínum tíma, fyrir rétt rúmum þremur árum, lagði Microsoft á það mikla áherslu að stýrikerfið væri líka sniðið fyrir spjaldtölvur og síma og á kynningum á því voru jafnan tölvur til sýnis og þá tölvur með snertiskjá, svona rétt til að undirstrika að stýrikerfið væri hannað fyrir slíkt. Innan um þær vélar var ein vél frá Microsoft, Surface, spjaldtölva með lykla- borði í lokinu. Sú vél vakti einna mesta athygli á kynn- ingunni og þá helst fyrir það að Microsoft hefði tekið upp á því að framleiða tölvur. Fyrsta Surface-vélin var reyndar ekki ýkja merkileg, því þó hún væri glæsileg og traust viðkomu var stýrikerf- ið „bækluð“ útgáfa af Windows 8, Windows RT, og ein- faldlega ekki nógu gott og svo þurfti maður að kaupa lyklaborðið sér. Það kemur því varla á óvart að tölvurnar seldust ekki nema miðlungi vel til að byrja með og ýmsir spáðu því að þær myndu fljótlega hverfa af markaði. Surface-vélar lifa þó enn góðu lífi – á eftir Surface kom Surface 2 og svo 3 og Surface Pro og svo framvegis. Víst hurfu vélar með Windows RT af markaði (og Windows RT sennilega búið að vera), en á eftir Windows 8 kom 8.1 og svo Windows 10 í haust, sem er nánast eins á hvaða apparati sem er; á síma, í borðtölvu, fartölvu eða spjald- tölvu. Og svo kom Surface Book. Surface-tölvulína Microsoft hefur skipst í tvennt, annars vegar eru þær vélar sem heita einfaldlega Surface og með tölustaf fyrir aftan til að tákna gerðina, nú komin í Sur- face 3 frá því í mars sl. Svo eru það Pro-vélarnar, sem eru með betri örgjörva, meira minni og þar fram eftir götunum og líka númer til að tákna kynslóð, komust upp í Surface Pro 4 í síðustu viku. Nýverið bættist svo þriðja vélin við, Surface Book, sem kynnt var um leið og Sur- face Pro 4. Óhætt er að segja að engin tölva hafi vakið annað eins umtal undanfarin ár og Surface Book, enda er hún í raun fartölva sem breyta má í spjaldtölvu, en ekki öfugt eins og háttað hefur með Surface-vélarnar. Lyklaborðið fylgir því með vélinni og er fest við skjáinn með nýstárlegri löm sem losa má og þá er vélin orðin að öflugri spjaldtölvu. Galdurinn við allt saman er að í lyklaborðinu er viðbót- arrafhlaða og eins grafíkörgjörvi og fyrir vikið skákar Surface Book helstu keppinautum nokkuð auðveldlega. Og hver er helsti keppinauturinn – ef marka má Microsoft þá er Surface Pro beinn keppinautur flaggskips Apple, MacBook Pro. Nú verður að taka öllum slíkum samanburði með smá fyrirvara, ekki má gleyma því að Surface Pro er varla komin á markað og því eiga menn eftir að prófa hana út og suður, en þegar litið er til tæknilegrar útfærslu á pappírnum þá er ljóst að hún er verðugur keppinautur. Þegar dýrustu gerðir af þessum tölvum eru bornar saman er Surface Pro til að mynda með öflugri örgjörva, aðeins stærri og nokkuð betri skjá og miklu betri myndavélar (MacBook Pro er reyndar bara með eina myndavél og það lélega), en sömu rafhlöðuendingu, jafn þung, með minna gagnaminni, en sama vinnsluminni. Já, og svo er hægt að breyta Surface Book í spjaldtölvu ef vill. Og líka velta skjánum 360 gráður og þá er komið fullkomið teikniborð enda fylgir með vélinni „penni“ til að skrifa á hana eða teikna. Ég nefni það að Micorosoft Surface Pro sé varla komin á markað og það á reyndar eftir að taka smá tíma að koma henni í almenna sölu því fyrirframpantanir af vélinni hafa verið svo líflegar að fyrsti skammtur er uppseldur og ríflega það. Svo er það líka óljóst hvað hún mun kosta hér á landi en má nefna að dýrasta gerð hennar kostar sama vestan hafs og dýrasta gerð MacBook Pro (ekki með Retina-skjá) og sú kostar 574.960 kr. hjá Epli.is. Svo eru líka til ódýrari afbrigði, það ódýrasta með 128 GB gagnaminni, 8 GB vinnsluminni og Intel i5 örgjörva. Surface-vélarnar hafa eiginlega ekki fengist hér á landi, en Opin kerfi hafa tekið við umboðinu, selja enda síma frá Microsoft. Þar er nú hægt að kaupa þrjú afbrigði af Surface Pro 3 og síðan slást hinar væntanlega í hópinn. BYLTING Í AÐSIGI ÞAÐ VARÐ UPPI FÓTUR OG FIT ÞEGAR MICROSOFT KYNNTI NÝJA ÚTGÁFU AF SURFACE-SPJALDTÖLV- UM SÍNUM UM DAGINN, SURFACE BOOK, ÞVÍ ÞAR VAR KOMIN SPJALD- TÖLVA SEM VAR Í RAUN FARTÖLVA OG ÞAÐ SVO ÖFLUG AÐ HÚN SKÁK- AÐI HELSTU KEPPINAUTUM RÆKILEGA. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON * Ef marka máMicrosoft þá erSurface Pro beinn keppinautur flaggskips Apple, MacBook Pro 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 Græjur og tækni Sjáðu meira á mbl.is/askriftarleikur AÐEINS 4 DAGAR þar til við drögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.