Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 33
Rússneskir sérfræðingar í öryggismálum hafa að sögn breska blaðsins The Telegraph hannað fremur hættulegan USB-lykil sem í útliti er eins og hver annar USB-lykill. Hann gengur undir nafninu „Dökkfjólublár“ eða „Dark Purple“ og það sem gerir hann svo skæðan er að um leið og honum er stungið í tölvuna getur hann á örskotsstundu eyðilagt vélina, hvort sem það eru tölvur eða sjónvörp. Myndbandi af kubbnum og hvernig hann virkar var lekið á netið af tölvuhökkurum og þar sést hvernig IBM-ferðatölva bræðir úr sér á aðeins nokkrum sekúndum. USB-lykilinn eyðileggur tölvur með því að senda 220 volta straum í tækið. Á rússneskri bloggsíðu er fullyrt að USB-lykilinn geti eyðilagt mó- dem, snjallsíma sem taka við USB-lyklum, rátera og allt sem í raun er hægt að stinga lyklinum í. Þetta ætti að vera flestum hvatning til að stinga notuðum USB-lyklum ekki í tæki sín ef uppruni þeirra er óþekktur. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að svo virðist sem harði diskurinn og upplýsingar sem geymdar eru á honum verði ekki fyrir óbæt- anlegum skaða. USB-LYKILL SEM EYÐILEGGUR Sakleysislegur tortímandi 18.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 * Tækni er orð sem lýsir einhverju sem á enneftir að fá til að virka. Douglas Adams rithöfundur. Þeir sem hata lykilorð og að þurfa að muna þau ættu að hugleiða að fá sér Yahoo-netfang en samskipta- miðillinn hefur nú gert byltingarkenndar breytingar á því hvernig notendur skrá sig inn í pósthólfin sín. Þessu fylgir þó að notendur þurfa að fá sér sér- stakt Yahoo-smáforrit í símana sína og þeir sem kunna ekki að meta þetta nýja fyrirkomulag geta áfram fengið að gera þetta á „gamla og góða“ mát- ann. En þannig virkar þessi nýjung að í hvert skipti sem notendur fara inn í pósthólfið sitt; á tölvum eða ann- ars staðar kveikir forritið á sér í snjallsímanum og spyr hvort viðkomandi sé akkúrat á þessari stundu að fara að skoða póstinn sinn. Einfaldur smellur með fingrinum; á já eða nei; opnar svo leiðina áfram inn í póstinn. Yahoo fullyrðir að þessi nýja aðferð sé talsvert öruggari en að skrá sig inn með lykilorðinu og ef sím- anum þínum er stolið eða hann týnist er hægt að fá þessar tilkynningar áframsendar í tölvupósti eða í önnur „vara-símanúmer“ sem eru skráð strax í byrj- un. Því er spáð að smám saman muni það að skrá sig inn með hefðbundnum lykilorðum hverfa alveg í staf- rænu tilverunni og eru fyrirtæki eins og PayPal að þróa eigin aðgangskerfi þannig að þau séu óþörf. ÓÞARFI AÐ MUNA NEITT Lykilorð óþörf hjá Yahoo Yahoo-appið er aðgengilegt fyrir Android og iOs. Lesendur The Guardian deila því á vefútgáfu blaðsins hvernig líf þeirra var fyrir tíma snjallsímanna og er ljóst að þeim þykir margt hafa verið heldur betra fyrir til- komu tækisins. Ofarlega á blaði er frelsi sem fór fyrir bí þegar snjall- síminn kom til sögunnar og ekki síst frelsi sem þeir höfðu sem börn en hafa áhyggjur af því að ungviði nú- tímans muni aldrei upplifa aftur. Þannig hafi foreldrar ekki verið stöðugt á vaktinni um hvort þau væru að klifra í trjám eða hvað þau væru að gera, með eilífum símtölum við börnin eins og tíðkast í dag. En ekki síður er heimur ungmenna háður því að fá samþykki á ótal samskipta- miðlum; fá „like“ á Facebook, retweet á Twitter og hjörtu á Instagram-myndirnar. Og það sama eigi við um fullorðna fólkið, þannig getur daglegt fas verið al- gjörlega háð því hvernig dagurinn gekk á samfélagsmiðl- unum og að kvöldi er dagurinn veginn og metinn eftir því. Þá séu samskiptin orðin þvingaðri. Það er að segja; þegar fólk kjaftaði í símann eða átti skemmtileg samtöl með því að hittast í eigin persónu var enginn að ritskoða sig. Þar sem fólk talar saman í skilaboðum í símanum þar sem þau eru skrifuð niður passar fólk sig frekar á því hvað það segir og ritskoðar til að lenda ekki í vandræð- um með eitthvað sem það hefði annars látið bara flakka þar sem enginn var til að setja það á prent. LESENDUR GUARDIAN HORFA TIL BAKA Lesendur Guardian segjast meðal annars sakna þess að geta ekki látið allt flakka í samskiptum við vini sína. Morgunblaðið/Eggert Þvingaðri samskipti Vörurnar frá Sólgæti eru hollar og góðar fyrir sælkera á öllum aldri sem vilja gera vel við sig. Líttu í kringum þig í næstu verslun. Þú kemur eflaust auga á eitthvað ljómandi gott. HEILNÆMT OG NÁTTÚRULEGT LJÓMANDI GOTT solgaeti.isheilsa.is Ekki eru allir USB-lyklar sem þeir sýnast og einn þeirra stórhættulegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.