Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 34
Tíska AFP *Á Vogue-rás Youtube hefur tískugyðjanAlexa Chung tekið að sér að stýra áhuga-verðri þáttaröð um tísku. Þar fjallar Chungum ýmsar hliðar tískuheimsins og leitar eft-ir svörum við ýmsum spurningum varðanditískuheiminn. Þættirnir eru að sjálfsögðuaðgengilegir öllum og algerlega ómissandi fyrir tískuunnendur. Alexa Chung stýrir tískuþáttum á Youtube H vað er það sem heillar þig við tísku? Eitt af því sem heillar mig er hversu margbreytileg hún er og að allir geti fundið sér eitthvað við hæfi sem er „í tísku“. Fötin sem við klæðumst geta líka sagt svo margt og get- ur tíska því að miklu leyti verið tjáningarform, til að mynda klæði ég mig mjög oft eftir skapi. Það er líka svo skemmtilegt að sjá hvernig tískan fer í hringi – ég veit ekki hversu oft ég hef hneykslast á klæðaburði móður minnar á gömlum myndum en beðið hana að grafa þær flíkur upp seinna og skamma hana svo fyrir að hafa hent þeim. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég er mjög hrifin af beinum sniðum og hlutlausum litum og fjárfesti helst í einföldum grunnflíkum sem ég poppa upp með yfirhöfnum eða einfaldlega fallegum varalit. Ég er ein af þessum týpísku íslensku konum sem eiga það til að ganga aðeins í svörtu og ég held að 90% af fataskápnum mínum séu svört. Þótt ég kaupi mikið af svörtum fötum eru þau oftar en ekki úr ólíkum efnum með ólíkri áferð. Ég reyni að vera dugleg að kaupa mér föt í öðrum litum en enda þó oftast í dökkum litum eða jarðarlitum sem ég para svo við svart. Ef ég finn flík sem ég fíla kaupi ég líka stundum fleiri í öðrum litum. Ég er mjög hrifin af því að „lay- era“, ef svo má að orði komast, sem getur komið sér mjög vel fyrir kuldaskræfu í íslenskri veðráttu. Áttu þér uppáhaldshönnuð? Ég á ekki neinn einn uppáhalds- hönnuð þar sem ég fell oftast fyrir flíkum frá ólíkum hönn- uðum. Ég er mjög hrifin af Olsen-tvíburunum og því sem þær hanna en hef því miður aldrei eignast flík frá þeim – það er nokkuð sem verður að bíða þangað til eftir lífið á námslánum. Mínímalísk og klassísk hönnun heillar mig og mér finnst ég sjá mest af því í Skandinavíu. Hvert er þitt uppáhalds-tískutrend þessa stundina? Ég er rosalega hrifin af yfirhöfnum og stórum þykkum peysum og mér finnst það vera trend sem kemur alltaf aftur. Ég keypti mér líka mínar fyrstu útvíðu buxur um daginn og ég er alveg kolfallin fyrir þeim. Ég var mjög efins til að byrja með þegar ég sá því trendi bregða fyrir í tísku- tímaritunum en þegar ég rakst á mjög fallegar svartar (en ekki hvað) í Zöru um daginn ákvað ég að slá til. Þær voru ekki lengi að koma sér vel fyrir á topp 5-listanum yfir uppá- haldsflíkurnar þessa dagana. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kem- ur að fatakaupum? Ég get verið mjög hvatvís og þarf því að hafa hemil á mér og reyni að staldra aðeins við áður en ég ákveða að kaupa eitthvað, jafnvel hugsa það í einhverja daga. Ef ég er ennþá að hugsa um flíkina viku seinna eða jafnvel löngu seinna þá er eitthvað í hana varið. Þetta gengur misvel hjá mér. Er eitthvert ráð sem þú getur gefið varðandi fatakaup? Dýrt er ekki alltaf betra þótt gæðin skipti að sjálfsögðu máli. Stundum hef ég brennt mig á því að ætla að spara en sit á endanum uppi með flík sem ég geng aldrei í eða ein- faldlega skemmist stuttu eftir kaupin og þá er sparnaður- inn ekki beint mikill. Annað sem ég hef lært eftir að ég varð eldri er að velja mér föt eftir vaxtarlagi en ekki eftir því sem er trendí þá stundina. Hvað kaupir þú þér alltaf þótt þú eigir nóg af því? Yfir- hafnir og peysur. Mér finnst ég aldrei eiga nóg af peysum. Svartar flíkur eru svo nokkuð sem ég hreinlega fæ ekki nóg af. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Mér finnst tískubloggarinn Maja Wyh ótrúlega smart en hún er mikið í því að „layera“ eins og ég er svo hrifin af. Olsen- tvíburarnir og Elizabeth systir þeirra eru einnig mjög ofar- lega á listanum. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Bleikum 80’s- glimmerkjól. Áttu þér uppáhaldsflík? Þessa dagana hugsa ég að það sé kápan mín; svört, hlý, mínímalísk og klassískt beint snið. KLÆÐIR SIG EFTIR SKAPI Íris Tanja klæðir sig gjarnan eftir skapi og segir hún tísku að miklu leyti ákveðið tjáningarform. Morgunblaðið/Golli Klassísk hönn- un heillar ÍRIS TANJA FLYGENRING, NEMI Í LEIKLISTARDEILD LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS, ER MEÐ KLASSÍSKAN OG MÍNÍMALÍSKAN STÍL. ÍRIS KAUPIR AÐALLEGA EINFALDAR GRUNNFLÍKUR SEM HÚN HRESSIR UPP Á MEÐ YFIRHÖFNUM EÐA LITRÍKUM VARALITUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Tískubloggarinn Maja Wyh er með óaðfinn- anlegan fatastíl. Íris fjárfesti nýverið í útvíðum gallabuxum. Hönnun Olsen-tvíbur- anna hjá tískuhúsinu The Row er í miklu eftirlæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.