Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 Þ að eru órólegir tímar. Það virðist fáu að treysta í augnablikinu. Olíuverð er lágt, álverð er lágt, verð á makríl hefur lækkað og lengi virtist sem gjaldmiðlastríð væri yfirvofandi því allir þyrftu að fá að vera með sína mynt hlutfallslega lægri í skráningu en hinir. Það er nú verkurinn, því að gjaldmiðlar stilla sig af inn- byrðis. Ef einn lækkar kemur hækkun fram. Fái einn að lækka í friði gleypa aðrir lækkunina vandræðalítið. En þegar lækkun er orðin allra gjaldmiðla mál geng- ur dæmið ekki upp. Slagurinn snýst um samkeppn- isstöðu útflutningsgreina. Gjaldmiðlaórói eykst þegar einstaka stórþjóðir áskilja sér rétt til handstýringar, oftast þó án þess að viðurkenna það. Tveir heimar í einum Kína er enn kommúnistaríki. Á sama tíma byggist þar upp risavaxinn markaður sem að nokkru lýtur frjálsum lögmálum. Bankakerfinu er enn stýrt af hinu opinbera og ríkisvaldið er hvergi langt undan. Þessi tvíbenta tilvera er ekki endilega sá jarðvegur þar sem traustið festir best rætur. Það vekur óneit- anlega athygli að í kommúnistaríkinu Kína eru tæp- lega 600 einstaklingar sem eiga, hver og einn, eignir sem metnar eru á meira en 1 milljarð dollara. Það eru rúmlega 125 milljarðar króna. Og venjulegir millj- ónamæringar eru auðvitað margfalt fleiri og Kína er komið í hóp þeirra 20 ríkja þar sem milljónamær- ingar eru flestir. Það þykir gefast prýðilega að blanda saman félags- legum viðhorfum í hæfilegum skömmtum við frjáls- hyggju kapítalismans í hæfilegum skömmtum. Norð- urlöndin 5 telja sér a.m.k. trú um að þeim hafi tekist að gera þetta. En í Kína fer ekki fram þess háttar blöndun. Þar er reynt að hafa kerfi kommúnismans og kapítalismans eins og tvær samsíða reimar sem snúi sameiginlega kínversku þjóðarvélinni. Risavaxin tilraun af því tagi hefur ekki verið reynd áður. Surg og milljónamæringar Þegar að þessi mikla vél tók að hiksta fyrir fáeinum misserum vissu menn ekki hvort önnur reimin væri að gefa sig eða hin að herða svo að, að takturinn þarna á milli væri að rofna. Það fyrsta sem skadd- aðist var þó traustið. Bréf á hinum hálffrjálsa mark- aði hrundu. Þá var gripið inn í af yfirvöldum. Þau inn- grip þóttu ekki trúverðug. Litlir fjárfestar fóru verst út úr áfallinu, þeir sömu og höfðu stokkið síðastir um borð í fleyið sem stefndi til hins nýja kínverska draums. Kínverskum milljónamæringum fækkaði líka eitthvað. Milljónamæringar er reyndar ekki mjög trúverð- ugt hugtak lengur. Milljónamæringur í dollurum talið þótti burgeis fyrir fáeinum áratugum. Sá sem nú á einbýlishús, innbú og bíl telst milljóner. Þegar talað var um milljónamæringa á Íslandi var viðmiðunin milljónin fyrir myntbreytinguna árið 1980. Þá voru tvö núll skorin aftan af og þúsund krónur urðu að tí- kalli og það látið heita efnahagsaðgerð. Afskurðurinn átti að skapa traust. Hefði eitthvað annað fylgt með hefði kannski verið einhver glóra í aðgerðinni. En það var ekki og íslensk ársverðbólga var komin í 80% þremur árum síðar og þriggja mánaða verðbólgan orðin rúm 120%. Þá var ekki auðvelt að vera með verðtryggt lán á íbúðinni sinni. En samt datt engum stjórnmálamanni í hug að það þyrfti að bæta almenn- ingi vandræðin sem hann var kominn í með vísun til „forsendubrests“ eins og gert var vegna 8% verð- bólgu rúmu 31 ári síðar. En sá sem veifar nú einum listaskáldsseðli er með 1 milljón gamla í hendinni. Nú er öldin önnur Nú verða hagfræðingar heimsins hins vegar skelk- aðir falli verðbólga undir 2 prósentin mánuðum sam- an. Það er talið merki um efnahagslega stöðnun eða tákn þess að kreppa sé að skella á. Í heilbrigðu efna- hagslífi er því innbyggt, að mynt rýrni um rúm 20 prósent á hverjum áratug. Yfirborðsgutlarar umræðunnar hér láta oft eins og slíkt sé bundið við íslensku krónuna. Þeir sömu hrós- uðu evrunni fyrir að hafa styrkst jafnt og þétt í 10 ár áður en undirstöður hennar hrundu. Haldi mynt bærilega bendir það vissulega til þess að grundvöllur hennar, efnahagslífið í hverju landi, sé gott. Myntin er þó miklu fremur mælikvarði en gerandi. Það er ekki fyrr en mynt hættir að lúta efnahagslegum lög- málum sem hún verður þjóð hættuleg. Gjaldmiðill eins og króna, notuð af fámennri þjóð eða fjölmennri getur styrkst óþægilega mikið eða fallið vegna efna- hagslegs áfalls með tilheyrandi óþægindum fyrir ýmsa. En öllu skiptir að hún sé að taka mið af efna- hagslegum kringumstæðum sinnar þjóðar. Verði slík- ar breytingar á gildandi mynt í landi vegna ástands annars staðar, er sú þjóð í stórhættulegri stöðu. Þetta segir sig auðvitað sjálft. En þeim sem dugar það ekki má benda á Grikkland, Portúgal, Spán og Írland og raunar fleiri lönd í evrusamstarfinu, t.d. Finnland. Neytandinn treystir ekki stöðunni En segja má að lausir aurar, í hvaða mynt sem er, og geymdir eru undir kodda rýrni hratt, rétt eins og vöðvi mannslíkama sem ekki fær viðnám. Í „heil- brigðri verðbólgu“ rýrnar myntin og því þarf hún að- stoð ef að hún á að duga til sparnaðar. Þar koma arð- bærar fjárfestingar og vextir til og breytir ekki neinu hvort þeir séu formlega verðtryggðir eða ekki. Um þessar mundir er enn eitt, sem algilt þótti, sem tapað hefur trausti: Græddur er geymdur eyrir. Stærstu hagkerfi heims bjóða ekki upp á vaxtakjör sem ýta undir sparnað. Lán hafa verið á útsölu árum saman. Samt fara hagkerfin ekki í gang. Árið 1973 rauk olíuverð upp úr öllu valdi. Það var mikið högg víða, m.a. hér á landi. Síðustu árin hefur olíuverð fallið mikið. Þá þróun sá enginn fyrir. Neyt- andinn, ekki síst í þeim ríkjum sem háðust eru þeim orkugjafa, ætti að vera í sjöunda himni. Og er það vísast. Efnahagssérfræðingar höfðu spáð því að þessi mikla olíuverðslækkun myndi fljótlega ýta undir neyslu og efnahagslífið í framhaldinu því taka jákvæðan kipp. Eftirhreytur efnahagskreppunnar myndu hverfa eins og dögg fyrir sólu. Og einnig þess vegna myndu seðlabankar þurfa að hækka sína vexti á ný. Þá myndi hagur sparenda vænkast. Banki guggnar, mýta bregst Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti með töluverðum fyrirvara að vextir hans myndu að öllum líkindum hækka í áföngum frá miðju ári 2015. En það gerðist ekki. Þessum orðum bankans mátti ekki treysta. Það er ekki gott. Margir halda enn í þá mýtu að seðla- bankar búi yfir þekkingu sem annars staðar sé ekki að finna og geti af dulrænum ástæðum spáð betur fyrir um framtíðina en aðrir. Þeir sömu urðu því hræddir þegar boðaðar hækk- anir skiluðu sér ekki. Hvers vegna þorði bandaríski seðlabankinn ekki að standa við áætlun sína um að vaxtahækkanir hæfust á miðju þessu ári, spurðu þeir óttaslegnir. Ekki gat það verið vegna taugaveiklunar á hlutabréfamarkaði og krafna þaðan um að vaxta- hækkun yrði að bíða. Réði slíkt ákvörðum bankans væri lítið í hann spunnið. Líklegast er talið að bankinn hafi enn áhyggjur af undirstöðum efnahagslífsins á heimsvísu. Kína, Evr- ópusambandið, Brasilía og Rússland, svo helftin af mannkyni sé nefnd til dæmis, standa öll illa. Yfirlýs- ingar forystumanna þessara landa um að horfurnar séu bærilegar hafa lítið gildi. „Munnlegir samningar eru ekki virði pappírsins sem þeir eru skrifaðir á,“ sagði gamli mógúllinn í Hollywood forðum. Og það þinglýsir enginn traustsyfirlýsingum þjóðarleiðtoga sem veði. Stjórnmálaleg staða á heimsvísu styrkir ekki trúna á efnahagsþróunina. Ísrael, Egyptaland, Sádi-Arabía og fleiri hefðbundnir bandamenn treysta ekki Banda- ríkjunum lengur. Efnahagsþvinganir gagnvart Rúss- um vegna Úkraínu og Krímskaga hjálpa ekki efna- hagslífi þvingunarríkjanna og hafa minni áhrif en ef barn skyti í átt til Pútíns með vatnsbyssu. Skriðufall trausts Eitthvert mesta traustshrap sem orðið hefur síðustu misserin snýr að Evrópusambandinu. Yfirlýsingar forráðamanna þess um traustan grundvöll evrunnar höfðu minna gildi en yfirlýsingar hefðbundinna ponzi-svindlara, eins og Charles Ponzi sjálfs árið 1920 eða Bernard Madoffs tæpri öld síðar. Sá síðarnefndi, sem sagður er hafa svikið 65 milljarða dollara út úr skjólstæðingum sínum, var rúmlega sjötugur dæmd- ur í 150 ára fangelsi í Bandaríkjunum. Eru taldar jafnmiklar líkur á því að hann sitji dóminn til enda og að hann greiði skuldir sínar til baka. Flóttamannabylgjan kom ESB algjörlega í opna skjöldu. Yfirgangur stórríkjanna í sambandinu gagn- Traustabrestir virkja von en bresti traust bilar margt Reykjavíkurbréf 16.10.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.