Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 39
vart þeim smærri hefur tekið mikinn toll af trausti. Fyrst var sagt að allir flóttamenn væru velkomnir. Því næst var reynt að þvinga smáþjóðir sambandsins til að taka á móti fleiri flóttamönnum en þær vildu. Nú er reynt að kaupa Tyrki til að girða flóttamennina af inni hjá sér. Þar eru 600.000 manns í flótta- mannabúðum, en 1.900.000 að auki eru dreifðir um Tyrkland. Valdamenn þar höfðu gefið í skyn að stórum hluta þess mannfjölda yrði beint til Evrópu- sambandsins, enda væru allir sagðir velkomnir þang- að. Þá supu menn hveljur í Brussel. Niðurstaðan varð sú, eftir neyðarfund, að bjóða Tyrkjum milljarða evra „styrk“ til að halda flótta- mönnum uppi í Tyrklandi og bæta aðbúnað þeirra eins og fært væri. Tyrkir fundu fljótt að þeir voru komnir með tak. Þeir vildu meira. Þeir eru fyrir löngu hættir að treysta fagurgala frá Brussel. Nú heimta þeir frjálsa för fyrir 75 milljónir Tyrkja um ESB lönd, þótt þeir séu ekki í sambandinu. Og þeir krefjast þess að þegar verði „opnaðir nokkrir kaflar“ til að sýna að áratuga aðildarviðræður Tyrkja séu enn í gangi. Búrókratar í Brussel og Þýskalandi hafa engin spil á höndunum. Seinustu ákvarðanir þeirra geta valdið stjórnmálalegum vandræðum víða í ESB, ekki síst í Þýskalandi sjálfu. Dísiláföll Það varð verulegt áfall þar í landi þegar að nýlega komst upp um víðtæk undanbrögð stórfyrirtækisins Volkswagen varðandi útblástur dísilbifreiða. Þýsk iðnfyrirtæki hafa lengi verið ímynd trausts. Auðvitað er þetta atvik, þótt stórt sé í sniðum, enginn alls- herjar áfellisdómur um þýskt atvinnulíf eða útflutn- ingsiðnað landsins. Ekki er ástæða til að efast um að landið sé í þeim efnum enn í fremstu röð. En traustið hefur þó óneitanlega veikst. Rétttrúnaðurinn tengdur loftslagsmálum hefur einnig misst traust í þessum hremmingum. Yfirvöld víða um heim höfðu tekið trú á dísilvélina og þvingað almenning, með því að beita skattlagning- arvaldinu fyrir sig, til að taka sömu trú. Nokkuð er síðan grunsemdir vöknuðu um að ekki væri allt sem sýndist varðandi dísilvélina og hversu miklu vist- vænni hún ætti að vera en bensínvélin. Nú er spurn- ingin sú hvort dísilvélin í bílum lifi áfallið af. Forna málið Þetta er ekki fyrsta hneykslismálið tengt dísilnum. Fyrsta málið af því tagi er þó annarrar gerðar og meira en hundrað ára. Enn er dulúð yfir því máli. Sjálfur hugmyndasmiður dísilvélarinnar, Rudolf Diesel, var miðdepillinn í því hneyksli. Uppfinn- ingamaðurinn hvarf hinn 29. september árið 1913. Hann var farþegi í ferju á leið frá Antwerpen til Har- wich, ensks hafnarbæjar við Norðursjóinn. Eftir kvöldverð hafði hann haldið til klefa síns, en þó ekki háttað. Lík hans fannst við Noregsstrendur 10 dög- um síðar. Diesel er talinn hafa verið á leið til Englands til að ræða hugsanlega sölu á dísilvélum sínum til breska sjóhersins. Getgátur hafa verið uppi um að Diesel hafi verið myrtur til að koma í veg fyrir að upplýs- ingar um hina nýju tækni hans kæmust í hendur Breta. En aðrir hafa hins vegar bent á að fjárhags- staða hans hafi á þessu augnabliki verið svo erfið að ekki megi útiloka að Diesel hafi fyrirfarið sér af þeim ástæðum. Hitt er staðreynd að breskir kafbátar urðu að láta gufuvélina duga til að knýja kafbáta sína í fyrri heimsstyrjöldinni. En þetta er önnur saga, hvort sem hugvitsmað- urinn var myrtur eða hann treysti sér ekki lengur til að horfast í augu við lífið. Án trausts er öll tilveran svo miklu erfiðari. Morgunblaðið/Golli * Þetta er ekki fyrsta hneykslis-málið tengt dísilnum. Fyrstamálið af því tagi er þó annarrar gerðar og meira en hundrað ára. Enn er dul- úð yfir því máli. Sjálfur hugmynda- smiður dísilvélarinnar, Rudolf Diesel, var miðdepillinn í því hneyksli. 18.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.