Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 40
Viðtal 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 T æplega 2 milljónir manna hafa skoðað myndband úr brúðkaupi nýjasta tengdasonar Íslands, Rich Piana, og nýbakaðrar eiginkonu hans, Söru, sem áður var Heimisdóttir en ber nú eftirnafn eig- inmannsins. Nýjasti tengdasonurinn er stórt nafn í vaxtarræktar- og fitnessheiminum ytra og keppti í fjöldamörg ár í greinunum en það eru nokkur ár síðan hann lagði keppnismennskuna alveg á hilluna og ein- beitir sér nú að fyrirtæki sínu, 5%, sem selur samnefnt fæðubótarefni og fitness- klæðnað. Sara hefur einnig ákveðið að hella sér út í fyrirtækjareksturinn með honum en markaðssetning á vörumerkinu snýst ekki síst um að Rich flaggi útliti sínu og karakter á Youtube sem og þau hjónin bæði. Þau hafa aðeins þekkst í 5 mánuði en giftu sig fyrir nokkrum vikum á Mr. Olympia-sýningunni í Las Vegas – Rich segist ekki mæla með því að nokkur leiki það eftir. Það sé ekki sniðugt að láta reyna svo stutt á sambönd áður en fólk lætur pússa sig saman. Þau hafi verið undantekning frá þeirri reglu. „Þetta var um 500 manna veisla og þrátt fyrir að við værum á síðustu stundu með allt og á þönum var þetta frábærlega vel heppnað allt saman. Við þurftum að sinna vinnutengdum erindum fyrr um dag- inn og höfðum líklega ekki nema um 15 mínútur til að taka okkur til fyrir stóru stundina! Þar að auki var þema í brúðkaupinu; „Beauty and the Beast“, sem vísar til King of Beasts og Queen of Beauty,“ seg- ir Rich en hann hefur verið að taka upp myndbandsseríu um pör sem æfa saman og láta drauma sína rætast undir þeirri yfirskrift. „Tattúlistamaður mætti á staðinn á síð- ustu stundu og við fengum okkur sitt tattúið hvort á hendurnar. Ég fékk að sjálfsögðu áletrunina King og á Söru var skrifað Queen. Í veislunni sjálfri fengu svo nokkur pör í brúðkaupinu sér sams konar húðflúr.“ Líf þeirra Söru og Rich Piana er Ís- lendingum flestum heldur framandi. Þau búa í 500 fermetra villu í rólegu úthverfi Los Angeles og dagurinn þeirra fer í að taka myndir, myndbönd, markaðssetja fyr- irtækið, sækja sýningar þar sem fólk stendur í biðröð til þess eins að sjá Rich Piana og auðvitað er það að fara í rækt- ina og æfa heima stór hluti af þeirra lífi. En þess á milli segjast þau hið rólegasta fólk sem vilji heldur fara í bíó og vera heima með hundunum en að dansa á klúbbum. „Morguninn eftir brúðkaupið tók svo við stíf vinna, á sýningunni sem við giftum okkur á tókum við á móti fólki á okkar bás og kynntum 5%. Það er frekar ótrú- legt að fylgjast með því hversu margir vilja alltaf koma og sjá Rich, fólk stendur í allt að 3 klukkutíma biðröðum. En það var svo gaman að ég held að við höfum ekki einu sinni áttað okkur á því hvað við vorum þreytt,“ segir Sara. Litlar líkur á að Rich sæi skilaboðin Sara er 26 ára gömul og hefur búið í Bandaríkjunum frá því að hún var rúm- lega tvítug. Hún ólst upp í Hlíðunum, gekk í Menntaskólann í Kópavogi og síðar Verkmenntaskólann á Akureyri. „Ég var hálfgerð strákastelpa og elskaði að klifra í trjám og leika mér úti. Mamma starfaði sem flugfreyja og þar sem hún var einstæð móðir fór ég oft með henni í flug og ferðaðist því út um allar trissur. Þar af voru þær ófáar ferð- irnar til Bandaríkjanna og Flórída. Í kringum tvítugt fór ég að finna að mig langaði að breyta til í lífi mínu, skipta al- gjörlega um umhverfi og ég fann að ég stefndi eitthvað hærra. Hér á Íslandi myndu draumar mínir ekki rætast, ég þurfti meira svigrúm, landið er svo lítið. Ég flutti fyrst til föður míns en hann býr í Svíþjóð en svo varð það sameiginleg ákvörðun okkar mömmu að flytja til Flór- ída. Mamma fór að læra arkitektúr og ég skráði mig í háskóla og var nú síðast að læra lögfræði en ákvað að gera hlé á því námi þegar ég kynntist Rich og í dag hef ég áhuga á öðru en að skuldbinda mig í langt nám. Ég nýt þess að vinna að vel- gengni okkar á þeim vettvangi sem við höfum valið okkur.“ Hvernig kynntust þið? „Við kynntumst lítillega fyrir tveimur árum í gegnum fitnessgeirann en þá vor- um við bæði á allt öðrum stað í lífinu. Ég var í sambandi sem var svona „byrja-og- hætta-saman“ endalaust og ég held að það hefði ekkert gerst ef við hefðum þá gert eitthvað meira með þau kynni. En svo sendi Sara mér skilaboð á Facebook í vor og það var af ótrúlegri tilviljun sem ég sá þau skilaboð. Ég fæ óteljandi skilaboð á hverjum degi, mörg þúsund á viku, og ég hef engan tíma til að fara í gegnum þau og nota Facebook almennt mjög lítið. Ein- hverra hluta vegna poppa þessi skilaboð þannig upp að ég sé þau og við förum að Óhefðbundnar lífsins leiðir betri AMERÍSK STJARNA Í LÍKAMSRÆKTARHEIMINUM YTRA, RICH PIANA, ER NÝJASTI TENGDASONUR ÍSLANDS. HANN OG SARA HEIMISDÓTTIR KYNNTUST FYRIR AÐ- EINS 5 MÁNUÐUM EN LÉTU PÚSSA SIG SAMAN FYRIR NOKKRUM VIKUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.