Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Qupperneq 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Qupperneq 40
Viðtal 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 T æplega 2 milljónir manna hafa skoðað myndband úr brúðkaupi nýjasta tengdasonar Íslands, Rich Piana, og nýbakaðrar eiginkonu hans, Söru, sem áður var Heimisdóttir en ber nú eftirnafn eig- inmannsins. Nýjasti tengdasonurinn er stórt nafn í vaxtarræktar- og fitnessheiminum ytra og keppti í fjöldamörg ár í greinunum en það eru nokkur ár síðan hann lagði keppnismennskuna alveg á hilluna og ein- beitir sér nú að fyrirtæki sínu, 5%, sem selur samnefnt fæðubótarefni og fitness- klæðnað. Sara hefur einnig ákveðið að hella sér út í fyrirtækjareksturinn með honum en markaðssetning á vörumerkinu snýst ekki síst um að Rich flaggi útliti sínu og karakter á Youtube sem og þau hjónin bæði. Þau hafa aðeins þekkst í 5 mánuði en giftu sig fyrir nokkrum vikum á Mr. Olympia-sýningunni í Las Vegas – Rich segist ekki mæla með því að nokkur leiki það eftir. Það sé ekki sniðugt að láta reyna svo stutt á sambönd áður en fólk lætur pússa sig saman. Þau hafi verið undantekning frá þeirri reglu. „Þetta var um 500 manna veisla og þrátt fyrir að við værum á síðustu stundu með allt og á þönum var þetta frábærlega vel heppnað allt saman. Við þurftum að sinna vinnutengdum erindum fyrr um dag- inn og höfðum líklega ekki nema um 15 mínútur til að taka okkur til fyrir stóru stundina! Þar að auki var þema í brúðkaupinu; „Beauty and the Beast“, sem vísar til King of Beasts og Queen of Beauty,“ seg- ir Rich en hann hefur verið að taka upp myndbandsseríu um pör sem æfa saman og láta drauma sína rætast undir þeirri yfirskrift. „Tattúlistamaður mætti á staðinn á síð- ustu stundu og við fengum okkur sitt tattúið hvort á hendurnar. Ég fékk að sjálfsögðu áletrunina King og á Söru var skrifað Queen. Í veislunni sjálfri fengu svo nokkur pör í brúðkaupinu sér sams konar húðflúr.“ Líf þeirra Söru og Rich Piana er Ís- lendingum flestum heldur framandi. Þau búa í 500 fermetra villu í rólegu úthverfi Los Angeles og dagurinn þeirra fer í að taka myndir, myndbönd, markaðssetja fyr- irtækið, sækja sýningar þar sem fólk stendur í biðröð til þess eins að sjá Rich Piana og auðvitað er það að fara í rækt- ina og æfa heima stór hluti af þeirra lífi. En þess á milli segjast þau hið rólegasta fólk sem vilji heldur fara í bíó og vera heima með hundunum en að dansa á klúbbum. „Morguninn eftir brúðkaupið tók svo við stíf vinna, á sýningunni sem við giftum okkur á tókum við á móti fólki á okkar bás og kynntum 5%. Það er frekar ótrú- legt að fylgjast með því hversu margir vilja alltaf koma og sjá Rich, fólk stendur í allt að 3 klukkutíma biðröðum. En það var svo gaman að ég held að við höfum ekki einu sinni áttað okkur á því hvað við vorum þreytt,“ segir Sara. Litlar líkur á að Rich sæi skilaboðin Sara er 26 ára gömul og hefur búið í Bandaríkjunum frá því að hún var rúm- lega tvítug. Hún ólst upp í Hlíðunum, gekk í Menntaskólann í Kópavogi og síðar Verkmenntaskólann á Akureyri. „Ég var hálfgerð strákastelpa og elskaði að klifra í trjám og leika mér úti. Mamma starfaði sem flugfreyja og þar sem hún var einstæð móðir fór ég oft með henni í flug og ferðaðist því út um allar trissur. Þar af voru þær ófáar ferð- irnar til Bandaríkjanna og Flórída. Í kringum tvítugt fór ég að finna að mig langaði að breyta til í lífi mínu, skipta al- gjörlega um umhverfi og ég fann að ég stefndi eitthvað hærra. Hér á Íslandi myndu draumar mínir ekki rætast, ég þurfti meira svigrúm, landið er svo lítið. Ég flutti fyrst til föður míns en hann býr í Svíþjóð en svo varð það sameiginleg ákvörðun okkar mömmu að flytja til Flór- ída. Mamma fór að læra arkitektúr og ég skráði mig í háskóla og var nú síðast að læra lögfræði en ákvað að gera hlé á því námi þegar ég kynntist Rich og í dag hef ég áhuga á öðru en að skuldbinda mig í langt nám. Ég nýt þess að vinna að vel- gengni okkar á þeim vettvangi sem við höfum valið okkur.“ Hvernig kynntust þið? „Við kynntumst lítillega fyrir tveimur árum í gegnum fitnessgeirann en þá vor- um við bæði á allt öðrum stað í lífinu. Ég var í sambandi sem var svona „byrja-og- hætta-saman“ endalaust og ég held að það hefði ekkert gerst ef við hefðum þá gert eitthvað meira með þau kynni. En svo sendi Sara mér skilaboð á Facebook í vor og það var af ótrúlegri tilviljun sem ég sá þau skilaboð. Ég fæ óteljandi skilaboð á hverjum degi, mörg þúsund á viku, og ég hef engan tíma til að fara í gegnum þau og nota Facebook almennt mjög lítið. Ein- hverra hluta vegna poppa þessi skilaboð þannig upp að ég sé þau og við förum að Óhefðbundnar lífsins leiðir betri AMERÍSK STJARNA Í LÍKAMSRÆKTARHEIMINUM YTRA, RICH PIANA, ER NÝJASTI TENGDASONUR ÍSLANDS. HANN OG SARA HEIMISDÓTTIR KYNNTUST FYRIR AÐ- EINS 5 MÁNUÐUM EN LÉTU PÚSSA SIG SAMAN FYRIR NOKKRUM VIKUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.