Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Qupperneq 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Qupperneq 41
18.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 spjalla mikið saman. Ég fann strax að Sara var allt öðruvísi en þær stelpur sem ég hef kynnst hingað til,“ segir Rich Piana. Þegar Sara kom til Bandaríkjanna lét hún gamlan draum rætast, fékk sér þjálf- ara og prófaði sig áfram í fitnesskeppnum meðfram náminu. Hún segir það hafa kostað mikla orku og vinnu og hún þakki Rich það að hafa ekki verið að sólunda meira af lífi sínu í þann iðnað. „Það er bæði ákaflega dýrt og mikið álag fyrir líkamann þar sem fólk leggur allt í sölurnar til að líta sem best út á pallinum. Ég vil eyða tíma mínum í ann- að.“ Öðruvísi en aðrar konur í fitnessheiminum Áður en Sara hitti Rich hafði hún heyrt af honum gegnum líkamsræktarheiminn og skoðað myndböndin hans. „Ég man að þegar ég var að skoða myndböndin hans í fyrsta skipti varð ég hreinlega orðlaus. Hver þessi gaur væri eiginlega! Mér fannst hann fullkominn í einu og öllu. Ég vissi samt minna um hann en flestir. Ástæðan var sú að hann sjálfur hafði ekki verið að keppa um tíma þótt hann hefði verið viðloðandi þennan heim í 20 ár og ég var glæný í þessu. Ég fann strax að við ættum samleið, við höfum svipaðan stíl og viðhorf og svo komst ég að því síðar að við höfum alveg sömu ástríðu fyrir lífinu.“ Rich segist sjálfur hafa fundið það strax að í Söru væri mikið spunnið. „Því miður er það svo að þær stelpur sem eru við- loðandi líkamsræktina eru í raun oft að burðast með mikla komplexa og óöryggi og skortir oft ákveðið innihald. Það er al- veg dæmigert að sjá fallega konu, með fallegan líkama, sem þú myndir halda að væri sátt í eigin skinni en í rauninni er það algerlega andstæðan. Þótt aldursmun- urinn á okkur sé talsverður, en ég er 44 ára, hef ég aldrei fundið þann aldursmun því Sara er svo andlega þroskuð. Ég skil ekkert í því að hún vilji ekki hanga á klúbbum og vera að skemmta sér. Á hennar aldri veit ég alveg að ég hefði aldrei látið sjá mig heima að hafa það bara huggulegt á kvöldin. Okkar markmið í lífinu eru fullkomlega þau sömu. Við fundum það strax og við kynntumst.“ Sara tekur undir það. „Ég hugsa að ég fari ekki strax aftur í námið. Ég hef aðr- ar hugmyndir um lífið í dag en að þurfa að fara eftir einhverjum hefðbundnum leiðum í gegnum það. Við erum að njóta þessa frelsis til að láta drauma okkar rætast í botn og vera okkar eigin herrar. Það er þessi hugmynd um að fólk eigi að lifa lífinu eftir fyrirframgefnum hug- myndum samfélagsins sem ég hef áttað mig á, sérstaklega eftir að ég kynntist Rich, að er ekki endilega sú leið sem er best að fara. Maður er alinn upp við það að eiga að fara í skóla, fá sér vinnu, verða læknir eða lögfræðingur, kaupa hús og reyna að halda fjölskyldu sinni uppi. Það er hægt að velja aðrar leiðir – nám er dýrt og af hverju ekki að eyða frekar orku og pen- ingum í að láta viðskiptahugmyndir sínar rætast; búa til sín eigin fyrirtæki og nýta það í botn sem lífið hefur upp á að bjóða.“ Rich segir að sjálfum hafi honum aldrei dottið í hug þegar hann var yngri að það væri hægt að gera eitthvað á eigin for- sendum og stofna fyrirtæki. „Frá unga aldri er manni aldrei gert ljóst að það er hægt að fara óhefðbundnar leiðir í lífinu. Manni er einfaldlega kennt að maður eigi að gera svona og svona og svona; allt fremur hefðbundið og eins og allir hinir. Ég var rosalega feginn þegar ég áttaði mig til dæmis á því að ég væri að eyða peningum og tíma í það að keppa – og að ég gæti verið að njóta lífsins og þess sem það hefur upp á að bjóða með því að koma eigin hugmyndum í framkvæmd og búa til peninga. En það tók mig 18 ár að finna út úr því og öll árin á undan sner- ist lífið um að vinna titla.“ Jafnvel í undirfataiðnaðinn Rich hefur nýtt sér samfélagsmiðlana til þess að koma sér á framfæri og það hef- ur tekist. „Til að fá milljónir manna til að horfa þarf maður að hafa eitthvað sem er „öðruvísi“. Auðvitað hjálpar þar útlit mitt, öll tattúin og stærðin á mér, en það skiptir líka máli að tala beint til áhorf- enda, vera hreinskilinn og hafa eitthvað að segja sem þeir vilja hlusta á. Þar hef- ur reynst mér best að segja hlutina eins Ljósmyndir/Ingólfur Guðmundsson „Ég fann strax að við ættum samleið, við höfum svipaðan stíl og viðhorf og svo komst ég að því síð- ar að við höfum alveg sömu ástríðu fyrir lífinu,“ segir Sara Heimisdóttir. Ljósmyndarinn Ingólfur Guðmundsson heimsótti þau Söru og Rich Piana á heimili þeirra í Los Angeles fyrir Morgunblaðið og myndaði þau í bak og fyrir, með hundunum að sjálfsögðu. * Þótt aldursmun-urinn á okkur sétalsverður, en ég 44 ára, hef ég aldrei fundið þann aldursmun.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.