Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 43
ríkjunum eða þættu að minnsta kosti hreint út sagt afar fullkomnar. Merkilegt að þær séu svona í ykkar litla samfélagi.“ Sara segir að auk þess langi hana til að fara með Rich á veitingastaðinn Fjöru- borðið á Stokkseyri og snæða humar, það sé hennar eftirlætisveitingastaður. Án efa eigi þau þá eftir að fara í Bláa lónið og sjá Gullfoss og Geysi. „Og að sjálfsögðu er markmiðið að kynna hann fyrir fjölskyldu minni. Mamma og bróðir minn náðu að koma í brúðkaupið og það var bróðir minn sem leiddi mig upp að altarinu en þetta var allt ákveðið með svo litlum fyrirvara að systir mín og pabbi náðu ekki að koma.“ „Já, það var alveg okkur að kenna, en að drífa í þessu fannst okkur eitthvað svo rétt á þessu augnabliki en það bíður betri tíma að hitta alla. En tvær bestu vinkon- ur Söru komu út og mér fannst mjög gaman að kynnast þeim. Sara á yndis- legar vinkonur og þær hjálpuðu okkur í einu og öllu því vitanlega var þetta mikið stress þarna síðustu dagana og það létti undir að hafa jákvætt fólk í kringum sig til að leggja undirbúningnum lið,“ segir Rich. Rich Piana hafði hugsað sér að minnka aðeins við sig og kaupa sér minni íbúð áður en hann kynntist Söru en nú sé það ekki endilega á dagskrá. Það eina sem vanti sé sundlaug, þau séu bæði vön því að búa í húsi með aðgangi að sundlaug í garðinum. Rich Piana neitar því ekki að öll sú at- hygli sem fyrirtæki hans hefur vakið og hve miklar vinsældir hann og Sara og myndbönd þeirra njóta til dæmis á You- tube hafi komið honum örlítið á óvart. En auk þess notar hann Instagram og fleiri samfélagsmiðla mikið. „Ég held að ég nái einfaldlega til margra sem aðrir myndu ekki ná til. Fólk býst við því þegar velgengni er annars vegar að þar fari menn í fínum jakkaföt- um með bindi. En ég er ekki sú mann- gerð. Það að maður með ótal tattú, sem þú jafnvel myndir hræðast ef þú mættir honum úti á götu, geti fengið fólk til að hlusta á sig og fylgjast með sér er auk þess hvetjandi fyrir marga sem hafa svip- aðan bakgrunn og eru ekki hin dæmi- gerða jakkafatatýpa. Velgengni snýst ekki um að vera í ákveðnu boxi og gera eins og hinir. Hún snýst líka um að hugsa út fyrir boxið.“ Sara segist vera ákaflega ánægð að hafa tekið þetta stökk í lífinu að flytja til Bandaríkjanna. „Ég elska Ísland en tæki- færin eru hérna fyrir mig núna og ég hvet alla til að ferðast eins mikið og þeir hafa tök á til að sjá hvort heimurinn bjóði þeim hugsanlega upp á önnur og fleiri tækifæri en í heimahögum. Það er nefnilega aldrei að vita.“ Rich bætir við að það henti þó alls ekkert öllum að flytja á fjarlægar slóðir. „Fólk er svo mismunandi. Sumir kunna best við sig þar sem þeir ólust upp og hafa alla tíð búið og það er bara ekkert að því. Aðrir eru ekki að upplifa lífsfull- nægju og þeir eiga að drífa sig af stað áður en þrjátíu ár eru liðin af lífinu án þess að þeir hafi gert neitt. Ég held að það sem hindrar oftast fólk sé að það trúir því ekki að það geti látið drauma sína rætast. Góð regla er líka að setja ekki öll egg- in í sömu körfuna. Það er eitt af því sem ég segi alltaf við þá sem eru að feta sín fyrstu spor í líkamsræktinni. Maður þarf að passa að hafa um eitthvað annað að tala og hugsa.“ * Það er þessi hug-mynd um að fólkeigi að lifa lífinu eftir fyr- irframgefnum hugmynd- um samfélagsins sem ég hef áttað mig á, sérstaklega eftir að ég kynntist Rich, að er ekki endilega sú leið sem er best að fara. Heimili þeirra er afar stórt og í raun segja þau að það sé of stórt, þau noti að- eins 1/5 hluta þess. Brúðarmeyjar og sveinar í brúðkaupi þeirra hjóna. Nýgift og í skýj- unum með vel heppnaðan dag. Rich Piana er bandarískur vaxtarræktar- maður og byrjaði aðeins 11 ára gamall að æfa. Hann keppti í 18 ár í fitness og vaxtarrækt og vann ýmsa titla en lagði þá grein á hilluna fyrir nokkrum árum og hefur síðustu árin einbeitt sér að eigin rekstri en hann á og rekur fyr- irtækið 5% sem selur fæðubótarefni og fitnessklæðnað. Hann er þekktur víðar en í heimalandi sínu, bæði fyrir vaxt- arrækt og einnig hin ótrúlegu húðflúr en hann var með þeim fyrstu í vaxt- arrækt sem fóru að láta húðflúra allan líkamann. Rich hefur leikið í auglýsingum og verið aukaleikari í nokkrum kvikmynd- um, svo sem í Planet of the Apes frá árinu 2001. Á Youtube nýtur hann mikilla vin- sælda og Sara Heimisdóttir einnig en á myndband af brúðkaupi þeirra hafa nær 2 milljónir manna horft nú þegar, þó eru aðeins nokkrar vikur liðnar frá því að þau gengu í hjónaband. RICH PIANA Ferill Rich Piana Rich Piana þegar hann var 18 ára gamall. 18.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.