Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 44
Réttindi kvenna í 100 ár 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 E fnt verður til alþjóð- legrar hátíðarráð- stefnu í Hörpu dag- ana 22.-23. október í tilefni af 100 ára af- mæli kosningaréttar kvenna. Fyrri daginn verður sjónum beint að baráttunni fyrir al- mennum kosningarétti og þróun borgaralegra réttinda kvenna á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því að konur hlutu kjör- gengi og kosningarétt á Norð- urlöndum. Síðari daginn verður leitast við að svara þeirri spurn- ingu hvaða ógnir steðji að borg- aralegum réttindum kvenna í dag. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu og er bæði almenns og fræðilegs eðlis. Sunnudagsblað Morgunblaðsins ræddi við þrjár konur sem tala á þessari umfangsmiklu ráð- stefnu, sem skiptist í nokkur þemu. Gro Hagemann heldur fyrirlestur undir þemanu „Póli- tísk þátttaka í 100 ár“. Þar verður sjónum beint að sögu borgaralegra réttinda kvenna og undirokaðra hópa. Átti hin lýð- ræðislega þróun sér stað í stökkum eða í smáum skrefum? Hvernig hafa þessi réttindi breyst undanfarin 100 ár? Hvað gerir það að verkum að Norð- urlöndin eru í fremstu röð í kynjafnréttismálum á heimsvísu? Michelle Ryan talar undir þemanu „Efnahagsmál“ en þar verður fjallað um áhrif efnahags- kreppunnar á konur, þar á með- al með tilliti til kynþáttar, upp- runa, fötlunar og stéttar. Hver eru kynbundin áhrif niðurskurð- araðgerða? Hver er staða kvenna í hinu nýja hagkerfi? Hver innir af hendi illa launuð eða ólaunuð störf? Clare McGlynn flytur sinn fyr- irlestur sem hluta af þemanu „Almannarýmið“ en í þeim hluta ráðstefnunnar verður fjallað um áhrif efnahagskreppunnar á kon- ur, þar á meðal með tilliti til kynþáttar, uppruna, fötlunar og stéttar. Hver eru kynbundin áhrif niðurskurðaraðgerða? Hver er staða kvenna í hinu nýja hagkerfi? Hver innir af hendi illa launuð eða ólaunuð störf? Önnur þemu eru „Lýðræðið kallar: Kyn, stétt, uppruni og trúarbrögð“, „Líkaminn“ og „Næstu skref: Leiðin að kven- frelsi“. Ennfremur verður sér- stök hátíðarmálstofa til heiðurs frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrr- verandi forseta Íslands. Norðurlöndin í sögulegu ljósi Gro Hagemann er prófessor í samtímasögu við Óslóarháskóla. Rannsóknir hennar fjalla um kyn, stétt og stjórnmál á 19. og 20. öld. Hún hefur gefið út bækur um sögu norskra kenn- ara, kyn á tímum iðnvæðing- arinnar og kyn í sögulegum rannsóknum. Geturðu sagt mér um hvað erindi þitt á ráðstefnunni fjallar? „Ég ætla að tala um breyti- legan skilning kosningaréttar á Norðurlöndum frá fyrsta hluta 19. aldar frá norsku og dönsku stjórnarskránum (1814 og 1849) allt til loka aldarinnar þegar al- mennur kosningaréttur karl- manna og kvenna varð að bar- áttumáli. Ég mun einnig ræða í erindinu að almennur kosninga- réttur á Norðurlöndum á milli áranna 1906 til 1921 hafi ekki verið einstaklingsbundinn réttur. Á sumum löndum á Norður- löndum fengu fátækir ekki að kjósa fyrr en eftir síðari heims- styrjöldina. Á eftirstríðsárunum gripu svo yfirvöld til aðgerða til að mennta fólk til að verða ábyrgir og sjálfstæðir þegnar í gegnum skólakerfið og menning- arstefnu,“ segir Hagemann. Af hverju hafa Norðurlöndin verið leiðandi á mörgum sviðum kynjajafnréttis? „Norðurlöndin eru leiðandi, þó alls ekki á öllum sviðum, út af margvíslegum ástæðum. Mesta velgengni þeirra hefur verið á því sviði að sameina fjölskyldulíf við vinnu á ýmsan hátt eins og með veglegu fæðingarorlofi, nið- urgreiddu leikskólaplássi, ókeypis menntun, góðu félagslegu kerfi og atvinnumarkaði sem er í megindráttum sammála því að fjölskyldulíf og ábyrgð vegna fjölskyldu sé hluti af eðlilegu lífi manna og kvenna.“ Einsleitnin hjálpaði Er söguleg skýring á því af hverju Norðurlöndin hafi verið skrefi framar en svo mörg lönd í jafnréttisbaráttunni? „Jafnrétti á Norðurlöndum er ekki hægt að skilja til fulls án þess að líta til sögulegra þátta; þetta eru lítil lönd með einsleit- um íbúum, bæði hvað varðar uppruna og trú, og hafa búið við frekar mikla friðsæld. Sam- félagið og efnahagslífið hafa byggst á frekar mörgum litlum bóndabæjum sem eru í fjöl- skyldueigu,“ segir hún. Hagemann segir að það hafi ennfremur ýtt undir jafnrétti að hjón hafi oftar en ekki verið á svipuðum aldri sem hafi lagt grunn að meira jafnvægi í sam- skiptum og stöðu. Jafnréttisstefna fyrir vinnandi konur Hvaða hópur kvenna er helst skilinn útundan á Norðurlönd- unum í dag? „Norræn kynjajafnréttisstefna hefur fyrst og fremst komið menntuðum konum úr miðstétt vel og stefnan hefur líka án efa beinst að konum með vinnu. Sá hópur kvenna sem er mest út- undan í dag eru innflytj- endakonur. Sem hópur eru þær á botni samfélagsstöðupýramíd- ans en þær eru klemmdar á milli þess sem norrænt samfélag býst við af þeim annars vegar og hins vegar venjum úr þeirra eigin trúar- og menningarhópi. Á hinn bóginn eru ungar inn- flytjendakonur að verða meira áberandi og eru að láta til sín taka í samfélaginu.“ Hagemann kemur hingað áður en ráðstefnan hefst og ætlar að taka þátt í lokuðu spjalli fyrir Tímabil húsmóðurinnar stutt í sögunni STAÐA KVENNA Í ATVINNU- LÍFINU, HEFNDARKLÁM OG JAFNRÉTTI Í NORRÆNU LJÓSI ER Á MEÐAL ÞESS SEM VERÐUR RÆTT Á AL- ÞJÓÐLEGU RÁÐSTEFNUNNI BORGARALEG RÉTTINDI KVENNA Í 100 ÁR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Getty Images/iStockphoto Gro Hagemann er prófessor í sam- tímasögu við Óslóarháskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.