Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Page 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Page 44
Réttindi kvenna í 100 ár 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 E fnt verður til alþjóð- legrar hátíðarráð- stefnu í Hörpu dag- ana 22.-23. október í tilefni af 100 ára af- mæli kosningaréttar kvenna. Fyrri daginn verður sjónum beint að baráttunni fyrir al- mennum kosningarétti og þróun borgaralegra réttinda kvenna á þeim hundrað árum sem liðin eru frá því að konur hlutu kjör- gengi og kosningarétt á Norð- urlöndum. Síðari daginn verður leitast við að svara þeirri spurn- ingu hvaða ógnir steðji að borg- aralegum réttindum kvenna í dag. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu og er bæði almenns og fræðilegs eðlis. Sunnudagsblað Morgunblaðsins ræddi við þrjár konur sem tala á þessari umfangsmiklu ráð- stefnu, sem skiptist í nokkur þemu. Gro Hagemann heldur fyrirlestur undir þemanu „Póli- tísk þátttaka í 100 ár“. Þar verður sjónum beint að sögu borgaralegra réttinda kvenna og undirokaðra hópa. Átti hin lýð- ræðislega þróun sér stað í stökkum eða í smáum skrefum? Hvernig hafa þessi réttindi breyst undanfarin 100 ár? Hvað gerir það að verkum að Norð- urlöndin eru í fremstu röð í kynjafnréttismálum á heimsvísu? Michelle Ryan talar undir þemanu „Efnahagsmál“ en þar verður fjallað um áhrif efnahags- kreppunnar á konur, þar á með- al með tilliti til kynþáttar, upp- runa, fötlunar og stéttar. Hver eru kynbundin áhrif niðurskurð- araðgerða? Hver er staða kvenna í hinu nýja hagkerfi? Hver innir af hendi illa launuð eða ólaunuð störf? Clare McGlynn flytur sinn fyr- irlestur sem hluta af þemanu „Almannarýmið“ en í þeim hluta ráðstefnunnar verður fjallað um áhrif efnahagskreppunnar á kon- ur, þar á meðal með tilliti til kynþáttar, uppruna, fötlunar og stéttar. Hver eru kynbundin áhrif niðurskurðaraðgerða? Hver er staða kvenna í hinu nýja hagkerfi? Hver innir af hendi illa launuð eða ólaunuð störf? Önnur þemu eru „Lýðræðið kallar: Kyn, stétt, uppruni og trúarbrögð“, „Líkaminn“ og „Næstu skref: Leiðin að kven- frelsi“. Ennfremur verður sér- stök hátíðarmálstofa til heiðurs frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrr- verandi forseta Íslands. Norðurlöndin í sögulegu ljósi Gro Hagemann er prófessor í samtímasögu við Óslóarháskóla. Rannsóknir hennar fjalla um kyn, stétt og stjórnmál á 19. og 20. öld. Hún hefur gefið út bækur um sögu norskra kenn- ara, kyn á tímum iðnvæðing- arinnar og kyn í sögulegum rannsóknum. Geturðu sagt mér um hvað erindi þitt á ráðstefnunni fjallar? „Ég ætla að tala um breyti- legan skilning kosningaréttar á Norðurlöndum frá fyrsta hluta 19. aldar frá norsku og dönsku stjórnarskránum (1814 og 1849) allt til loka aldarinnar þegar al- mennur kosningaréttur karl- manna og kvenna varð að bar- áttumáli. Ég mun einnig ræða í erindinu að almennur kosninga- réttur á Norðurlöndum á milli áranna 1906 til 1921 hafi ekki verið einstaklingsbundinn réttur. Á sumum löndum á Norður- löndum fengu fátækir ekki að kjósa fyrr en eftir síðari heims- styrjöldina. Á eftirstríðsárunum gripu svo yfirvöld til aðgerða til að mennta fólk til að verða ábyrgir og sjálfstæðir þegnar í gegnum skólakerfið og menning- arstefnu,“ segir Hagemann. Af hverju hafa Norðurlöndin verið leiðandi á mörgum sviðum kynjajafnréttis? „Norðurlöndin eru leiðandi, þó alls ekki á öllum sviðum, út af margvíslegum ástæðum. Mesta velgengni þeirra hefur verið á því sviði að sameina fjölskyldulíf við vinnu á ýmsan hátt eins og með veglegu fæðingarorlofi, nið- urgreiddu leikskólaplássi, ókeypis menntun, góðu félagslegu kerfi og atvinnumarkaði sem er í megindráttum sammála því að fjölskyldulíf og ábyrgð vegna fjölskyldu sé hluti af eðlilegu lífi manna og kvenna.“ Einsleitnin hjálpaði Er söguleg skýring á því af hverju Norðurlöndin hafi verið skrefi framar en svo mörg lönd í jafnréttisbaráttunni? „Jafnrétti á Norðurlöndum er ekki hægt að skilja til fulls án þess að líta til sögulegra þátta; þetta eru lítil lönd með einsleit- um íbúum, bæði hvað varðar uppruna og trú, og hafa búið við frekar mikla friðsæld. Sam- félagið og efnahagslífið hafa byggst á frekar mörgum litlum bóndabæjum sem eru í fjöl- skyldueigu,“ segir hún. Hagemann segir að það hafi ennfremur ýtt undir jafnrétti að hjón hafi oftar en ekki verið á svipuðum aldri sem hafi lagt grunn að meira jafnvægi í sam- skiptum og stöðu. Jafnréttisstefna fyrir vinnandi konur Hvaða hópur kvenna er helst skilinn útundan á Norðurlönd- unum í dag? „Norræn kynjajafnréttisstefna hefur fyrst og fremst komið menntuðum konum úr miðstétt vel og stefnan hefur líka án efa beinst að konum með vinnu. Sá hópur kvenna sem er mest út- undan í dag eru innflytj- endakonur. Sem hópur eru þær á botni samfélagsstöðupýramíd- ans en þær eru klemmdar á milli þess sem norrænt samfélag býst við af þeim annars vegar og hins vegar venjum úr þeirra eigin trúar- og menningarhópi. Á hinn bóginn eru ungar inn- flytjendakonur að verða meira áberandi og eru að láta til sín taka í samfélaginu.“ Hagemann kemur hingað áður en ráðstefnan hefst og ætlar að taka þátt í lokuðu spjalli fyrir Tímabil húsmóðurinnar stutt í sögunni STAÐA KVENNA Í ATVINNU- LÍFINU, HEFNDARKLÁM OG JAFNRÉTTI Í NORRÆNU LJÓSI ER Á MEÐAL ÞESS SEM VERÐUR RÆTT Á AL- ÞJÓÐLEGU RÁÐSTEFNUNNI BORGARALEG RÉTTINDI KVENNA Í 100 ÁR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Getty Images/iStockphoto Gro Hagemann er prófessor í sam- tímasögu við Óslóarháskóla.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.