Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Síða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Síða 45
18.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 framhaldsnema í sögu og starfs- fólk. Umfjöllunarefnið verður hvernig heimilisstörfin eru skrif- uð í söguna og húsmóður- hlutverkið. Meginstefið í þeirri umræðu er að húsmóðirin sé fyrirbæri í sögunni sem hafi aðeins verið til í stuttan tíma. „Heimilisstörf með öllu því sem tilheyrir hafa alltaf verið stunduð í öllum þjóðfélögum en tímabilið þar sem litið er á hús- verkin sem helstu köllun og at- vinnu giftra kvenna er heldur stutt. Ég ætla í þessu spjalli að ræða hvenær þetta tímabil hófst og endaði og hvað einkenni það. Í erindi mínu færi ég rök fyrir því að tímabil húsmóðurinnar hafi verið á milli 1875 og 1975 og það einkennist ekki síst af því að talað sé um heimilisstörf á mjög ákveðinn máta,“ segir fræðikonan að lokum. Ítarlegar upplýsingar um ráð- stefnuna Borgaraleg réttindi kvenna í 100 ár og dagskrá hennar er að finna á vefnum: kosningarettur100ara.is/ conference. * Innflytjendakon-ur eru á botnisamfélagsstöðupýra- mídans en þær eru klemmdar á milli þess sem norrænt samfélag býst við af þeim og venjum úr þeirra menningarhópi. Clare McGlynn er prófessor í lög-fræði við Durham-háskóla á Bret-landi og er sérfræðingur í lögum er varða kynferðisofbeldi og klám. Rann- sóknir hennar hafa snúist um notkun sáttamiðlunar í kynferðisofbeldismálum og hún vinnur nú með þolendum nauðgana til að setja sig betur inn í þeirra skilning á réttlæti og virkja þá í umbótaferlinu. Fyrri verk hennar beindust að femínískri aðgerðastefnu og stefnumótun, sérstaklega að notkun vitnisburðar um kynlífshegðun í nauðgunarmálum, að þeirri venju að þeir sem ákærðir eru fyrir nauðgun njóti nafn- leyndar og skilgreiningu hugtaksins pynt- ing í mannréttindalögum. Verk hennar og Eriku Rackley um ofbeldisfullt klám og hefndarklám hefur haft áhrif á lagaum- bætur en þar er því haldið fram að menn- ingarlegur skaði sumra tegunda kláms réttlæti slíkt regluverk. Geturðu sagt mér hvað þú ætlar að tala um á ráðstefnunni? „Ég ætla að spyrja spurningarinnar hvað réttlæti þýði fyrir þolendur kyn- ferðisofbeldis. Við erum öll að leita leiða til að ná fram réttlæti fyrir fórnarlömbin og ríkisstjórnir og baráttufólk vilja rétt- læti. En við teljum okkur vita hvað rétt- læti sé og að það sé dómur og fangels- isvist. Er þetta það sem þolendurnir vilja?“ spyr Clare. Er dómur og fangelsis- vist eina svarið? „Rannsóknir mínar sem ná til þolenda kynferðisofbeldis hafa leitt í ljós að þeir hafa mun víðari hugmynd um réttlæti. Ég hef kallað þetta kviksjár-réttlæti (e. kalei- doscopic justice). Hugmyndin um réttlæti er síbreytileg, erfitt að spá fyrir um hana og er ólík fyrir hvern og einn þolanda.“ Hún ætlar að ræða réttlæti á þessum víðari nótum. „Og tala um hvernig við ætt- um að íhuga sáttamiðlun (e. restorative justice), ferli þar sem fórnarlambið og of- beldismaðurinn hittast til að tala um áhrif glæpsins. Starf mitt hefur leitt í ljós að fyrir sum fórnarlömb er þetta mjög góð leið til að finna eitthvert réttlæti.“ Hversu vel eru ensk lög í stakk búin til að taka á hefndarklámi? „Á Englandi tóku ný lög um hefnd- arklám gildi í mars 2015. Þetta eru vel þegin lög þar sem nú í fyrsta sinn er hefndarklám flokkað sem glæpur. Þessi nýju lög hafa haft það í för með sér að fórnarlömbin eru nú meðvitaðari um að þetta sé glæpur og lögreglan veit að hún getur gert eitthvað í þessu. Það hafa verið þónokkrar sakfellingar frá því að nýju lög- in tóku gildi.“ McGlynn segir þó að það séu ákveðin vandamál varðandi lögin. „Til dæmis vitum við að eitt af hverjum fimm fórnarlömbum hefur ekki viljað fara með málið lengra hjá lögreglunni vegna óttans við að verða nafngreint opinberlega og niðurlægð.“ Samkvæmt nýjustu tölum hafa nærri 200 tilfelli af hefndarklámi verið tilkynnt til lögreglu í Englandi og Wales. Yngsta fórnarlambið var 12 ára og það elsta 58 ára og flest málin tengjast djörfum mynd- um af konunum sem fyrrverandi makar þeirra hafa dreift án leyfis. Tölurnar sýna þó aðeins topp ísjakans en tölur frá stærstu lögregluembættunum vantar inn í þær. Galli á lögunum um hefndarklám Skapar kaflinn í lögunum um það að myndinni verði að vera dreift í þeim til- gangi að valda fórnarlambinu skaða ákveð- ið vandamál? „Þetta er stórt vandamál því það tak- markar virkni þeirra. Þetta þýðir að myndir sem er dreift í kjölfar tölvuárásar falla ekki undir þau, myndir sem er dreift í gróðaskyni ekki heldur, myndir sem er dreift „í gríni“ falla heldur ekki undir lög- in. Þetta þýðir í raun að sá sem er ekki fyrstur til að hlaða inn eða dreifa mynd er ólíklegur til að falla undir lögin þar sem sá hafði ekki þennan ásetning um að valda skaða.“ Hvað finnst þér vera stærsta áskorunin sem konur mæta nú á leið okkar að kynja- jafnrétti? „Við tökum ekki ójafnréttið og ofbeldi gegn konum nógu alvarlega. Til dæmis hefur rannsókn í Ástralíu nýlega leitt í ljós að ofbeldi gegn konum sé mun meiri ógn en hryðjuverk. Ef heimurinn eyddi eins mikilli orku í baráttuna gegn ójafnrétti og hann gerir í baráttuna gegn hryðjuverkum byggjum við í mun jafnari og frjálsari heimi.“ Leiðin til réttlætis Clare McGlynn er prófessor í lögfræði við Durham-háskóla á Bretlandi. *Ef heimurinn eyddieins mikilli orku íbaráttuna gegn ójafnrétti eins og hann gerir í bar- áttuna gegn hryðjuverkum byggjum við í mun jafnari og frjálsari heimi. Michelle Ryan er prófessor í skipulags-og félagssálfræði við Háskólann í Ex-eter á Bretlandi og er einnig í hluta- starfi prófessors í fjölbreytileika við Háskól- ann í Groningen í Hollandi. Í Exeter er hún deildarforseti rannsókna á framhaldsstigi og framkvæmdastjóri náms á doktorsstigi. Ný- verið sinnti hún rannsóknum innan British Academy á sviði hug- og félagsvísinda þar sem hún skoðaði áhrif sjálfsmyndar á upplifun af jafnvægi í samspili atvinnu og einkalífs. Ryan er jafnframt þátttakandi í fleiri rannsókn- arverkefnum. Hún hefur, ásamt Alex Haslam, afhjúpað glerbrúnina sem lýsir sér í því að konur eru líklegri til að fá leiðtogastöður sem fela í sér áhættu eða eru ótryggar. Rannsóknir á glerbrúninni voru á lista New York Times yfir 100 áhrifamestu hugmyndirnar árið 2008. Glerbrúnin er framlenging á myndlíking- unni um glerþakið og lýsir því hvernig ein- staklingar sem tilheyra ákveðnum hópum eru líklegri til að gegna leiðtogahlutverkum sem fela í sér meiri hættu á mistökum og gagn- rýni. Í erindinu verður fjallað um rannsóknir sem spanna áratug og hafa afhjúpað glerbrúnina, meðal annars með því að greina gögn um frammistöðu fyrirtækja, með tilraunum á rannsóknarstofum og viðtölum við kvenleið- toga. Einnig verður fjallað um undirliggjandi sálfræðilega þætti eins og staðalímyndir, stuðningsnet og skipulag stofnana. Ótryggari staða á erfiðleikatímum „Ég ætla að tala um hvað gerist eftir að konur brjótast í gegnum glerþakið og taka að sér hlutverk leiðtoga og sérstaklega ætla ég að skoða hvaða stöður þær eru líklegar til að fara í. Meira en áratugur af rannsóknum hefur afhjúpað glerbrúnina sem sýnir að konur séu líklegri en karlar til að taka að sér leiðtoga- stöður á erfiðleikatímum. Rannsóknir sýna að konur eru líklegri til að vera tilnefndar í leið- togastöður þegar erfiðleikar steðja að og því er staða þeirra ótryggari,“ segir Ryan. Kenningin um glerbrúnina passar vel inn í íslenskt samfélag. Jóhanna Sigurðardóttir tók við sem forsætisráðherra í kreppunni og sömuleiðs varð Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka í október 2008. Ryan segir að dæmi frá Íslandi séu oft notuð í umræðunni um glerbrúnina en hún hafi þó ekki rannsakað Ísland sérstaklega. Konurnar virðast taka til hendinni þegar kreppir að en fá þær almennt viðurkenningu fyrir störf sín? „Rannsóknir okkar á fyrirtækjum skráðum á markaði gefa til kynna að konur standi sig jafn vel og karlmenn eftir kreppuástand eða erfiðleika þegar horft er á tölurnar, sem eru hlutlægar, en það er áhugavert að verð hluta- bréfanna, sem er huglægara mat, virðist vera karlmönnunum hliðhollara. Í viðtölum segja konur að störf þeirra séu ekki endilega metin að verðleikum eða viðurkennd og þegar hlut- irnir hafa farið að ganga betur hafa konur greint frá því að þær hafi verið fluttar annað,“ segir hún. Ef þessum konum mistekst, fá þær þá ann- að tækifæri annars staðar? „Oft fá þær það ekki. Og það getur líka gerst að ef einni einustu konu í erfiðri stöðu mistekst getur það styrkt staðalmyndina um að konur hafi ekki leiðtogahæfileika.“ Glerbrúnin tekur við af glerþakinu Michelle Ryan, prófessor í skipulags- og fé- lagssálfræði við Háskólann í Exeter á Bretlandi. * Konur standa sig jafnvel og karlmenn eftirkreppuástand eða erfiðleika þegar horft er á tölurnar, sem eru hlutlægar, en það er áhugavert að verð hlutabréf- anna, sem er huglægara mat, virðist vera karlmönnunum hliðhollara.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.