Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 46
Verk Ernest Zacharevic, sem hann vann út frá lagi hljómsveitarinnar Diktu, „We’ll meet again“, er á Hverfisgötu í Samhjálparskotinu svonefnda. Caratoes S gerði verkið sem prýðir hornhús Laugavegar og Klapp- arstígs og vann það út frá lagi hljómsveitarinnar Ylju, „Óður til móður“. Li Hill er höfundur þessa glæsilega verks sem er á bakhlið Gamla bíós við Ingólfsstræti. Verkið vann hann út frá lagi Johns Grant, „Pale Green Ghosts“. Tankpetrol sótti innblástur í lag hljómsveitarinnar Gus Gus, „Over“, í veggverki sínu sem er á Grandagarði 14 við hlið Sjávarklasans. G læsileg veggmálverk prýða nú fjölda húsa í miðborginni, allt frá Laugavegi 66 að Hólmaslóð 2 úti á Granda og eru þau tengd tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem hefst 4. nóvember næst- komandi. Verkin eru eftir níu erlenda listamenn á jafn- mörgum húsum, listamenn á vegum samtakanna Urban Nation í Berlín sem helga sig götu- eða borgarlist (urb- an art á ensku) og þá meðal annars veggjalist. Eitt verk var málað af Ís- lendingum, á hliðarvegg Nasa við Austurvöll og eru þau því tíu alls. Listamennirnir unnu verk sín út frá lögum tíu íslenskra og erlendra flytj- enda á Airwaves í ár og getur fólk virt verkin fyrir sér og hlustað á lögin á meðan. Þau má finna á tónlistarveit- unni Spotify, lagalista sem ber heiti verkefnisins, Wall Poetry 2015. Hélt hún væri eitthvað skrítin Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, segir verkefnið þannig til komið að framkvæmdastjóri Urban Nation, Yasha Young, hafi gefið sig á tal við hann á hátíðinni í fyrra og borið undir hann mögulegt samstarf Iceland Airwaves og Urban Nation á hátíðinni í ár. „Þetta hljómaði allt rosalega háfleygt og mér fannst ekki möguleiki að þetta myndi gerast. Ég vissi hvað það kostar að gera svona og hún ætlaði bara að gera þetta allt saman sjálf. Ég hitti marga á Airwaves sem eru upptendraðir, við áttum okkur kannski ekki á því en þetta er svo ótrúleg upplifun fyrir marga útlend- inga að koma hingað og upplifa landið, náttúruna, tón- listina og borgina og ég hélt bara að hún væri eitthvað skrítin,“ segir Grímur kíminn. Hann hafi samt sem áð- ur samþykkt að hitta Young degi síðar og þá hafi hon- um litist betur á verkefnið og viljað láta á það reyna. „Þá fórum við að skipuleggja þetta og tengjast þessu og það hefur tekið allt árið að finna veggi og listamenn. Svo komu hingað yfir tuttugu manns eftir þessa und- irbúningsvinnu sem tók marga mánuði. Þetta eru lista- menn frá öllum heiminum sem tengjast Urban Nation í Berlín og úr urðu þessir veggir,“ segir Grímur og bæt- ir við að verkin geri bæði Reykjavík og hátíðina skemmtilegri. „Við viljum halda þessu áfram, bæta við veggjum og vonandi fá þeir flestir að vera.“ – Það væri synd að mála yfir þessi glæsilegu lista- verk … „Við lofuðum alla vega þeim sem sögðu já við okkur að ef þeim líkaði ekki við verkin þá myndum við mála yfir þau. En ég hef ekki heyrt að neinum mislíki þau,“ segir Grímur. Synjað af Listaháskóla Íslands Það kostar skildinginn að mála verkin og segir Grímur að Urban Nation standi straum af stærstum hluta kostnaðarins. „Við komum til móts við þau með gist- ingu og fæði og vorum aðeins í lyftumálunum með þeim. Þau borga allar flugferðir, efni og annað,“ segir Grímur. Samtökin Urban Nation vinna með borgarlistamönn- um fjölda landa og segir Grímur að þau séu að byggja sex hæða hús í Schöneberg í Berlín helgað slíkri list og í því verði tónleikasalur, sýningarsalir, vinnustofur og íbúðir fyrir listamenn. Mörg þúsund fermetrar verði lagðir undir listina. „Það verður tekið í gagnið 2017 og við hjá Airwaves munum skipuleggja kvöld þarna í samstarfi við samtökin. Hugmynd okkar er auðvitað að þetta opni líka fyrir íslenska listamenn sem eru í list- sköpun af þessu tagi,“ segir Grímur. Spurður að því hvernig hafi gengið að fá leyfi fyrir að mála á veggina segir Grímur að það hafi gengið von- um framar. „Við öfluðum allra leyfa en fengum nei frá einum aðila, Listaháskóla Íslands, sem okkur finnst dá- lítið hjákátlegt. Það var á Sölvhólsgötu þar sem er mjög ljótur veggur,“ segir Grímur og hlær. „Það koma hundrað listamenn fram á Airwaves, einstaklingar sem eru eða hafa verið í Listaháskólanum. Tónlistin er svo tengd myndlistinni, leiklistinni, tónlistardeildinni og öllu þarna í skólanum. Við héldum að þetta væri sá staður þar sem okkur yrði tekið mest fagnandi,“ segir Grímur. Engin haldbær skýring hafi verið gefin á synj- uninni. Frekari upplýsingar um Urban Nation og Iceland Airwaves má finna á urban-nation.net og iceland- airwaves.is. ICELAND AIRWAVES Í SAMSTARFI VIÐ URBAN NATION Myndlist og tónlist sameinuð í veggjaljóðum VERK EFTIR LISTAMENN URBAN NATION PRÝÐA VEGGI HÚSA Í MIÐBORG REYKJAVÍKUR. LISTAMENNIRNIR UNNU ÚT FRÁ VÖLDUM LÖGUM TÓNLISTAR- MANNA OG HLJÓMSVEITA SEM KOMA FRAM Á ICELAND AIRWAVES. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Grímur Atlason 7 1 5 9 2 10 4 3 6 8 Staðsetning vegglistaverka Urban Nation í miðborg Reykjavíkur Loftmyndir ehf. 1 2 3 4 Menning 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.