Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Síða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Síða 48
Gítarleikarinn Páll Eyjólfsson stillir gítarinn áður en tónlistin er flutt á æfingunni. É g fylgi vel ævintýraminninu í verkinu,“ segir Ágústa Skúla- dóttir, leikstjóri Rakarans frá Sevilla, hinnar þekktu gam- anóperu eftir Rossini, þegar hún er spurð um það á hvað hún leggi áherslu í upsetningunni. Óperan verður frumsýnd í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, laugardag. Ævintýraminnið sem hún vísar til í verk- inu er hið klassíska; prinsessan er lokuð inni í turni af umsjónarmanni sínum sem ætlar að giftast henni og hirða af henni peningana. Til að frelsa hana og vinna ástir hennar þá þarf greifinn að fara í tvöfalt dulargervi því hann vill gera það án þess að hún viti að hann er greifi. Ágústa valdi því þá leið við uppsetn- inguna á verkinu að feta hefðbundinn veg en ekki setja verkið í skrýtinn búning. Ágústa bætti þó tveimur karakterum við verkið sem hún kallar óperuþernur sem túlka með leikrænum tilburðum. „Þær eru töfrakvendi sem eru til stuðnings Rosinu og koma þessu öllu í höfn,“ segir hún sposk. Kvenhetjan með minni Íslendingasagnanna Ágústa bendir á að flestir þekkja eitthvað í fari allra persóna í verkinu og geta því tengt við þær en þær eru skemmtilegar og fjölbreyttar. „Kvenhetjan er mikill kven- skörungur og býr yfir minni Íslend- ingasagnanna. Hún heldur að það sé verið að svíkja hana í ástum og þá ætlar hún að velja þann versta í staðinn fyrir þann besta,“ segir Ágústa. Rakarinn er límið sem límir söguna sam- an eins og titill óperunnar vísar til. Hann er bragðarefur, lífskúnstner og hreinlega léttir líf fólks með tilveru sinni, að sögn Ágústu. Gleði frá upphafi til enda „Þetta hefur verið gleði frá upphafi til enda. Við höfum unnið saman að því að skapa þennan leikheim,“ segir Ágústa, spurð út í samvinnuna með söngvurum og hljómsveit sem Guðmundur Óli Gunnarsson stýrir. Þrjú hlutverk í verkinu eru tvöföld. Sig- ríður Ósk Kristjánsdóttir og Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir skiptast á að fara með hlutverk Rosinu. Bjarni Thor Kristinsson og Jóhann Smári Sævarsson eru í hlutverki Doktor Bartolo, Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson í hlutverki Don Basilio. „Ég er svo heppinn að vera með mjög leik- hæfa söngvara sem eru á heimsmælikvarða. Það er algjör lúxus þegar það tvennt fer saman,“ segir Ágústa. Hún segist hafa leyft öllum að koma með innlegg sem þeir töldu að væri skemmtilegt fyrir hlutverk sitt, í þeim heimi sem pass- aði við þann sem búið var að skapa. „Ég er svo heppin að vinna með svona tilboðsgóðu fólki,“ segir Ágústa ennfremur um sam- starfið. Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígaró, fer baritónsöngvarinn Oddur Arn- þór Jónsson. Rakarinn frá Sevilla er mikil gleðiópera með dramatískum tóni. Þessi sýning er mjög sjónræn, litrík og falleg sem einstakir galdramenn hafa náð að töfra fram að sögn Ágústu. Í þessu sam- hengi vísar hún til búninganna sem eru „töfraðir“ fram af stakri snilld af bún- ingahönnuðinum Maríu Ólafsdóttur. Leik- myndina hannaði Daninn Steffen Aarfing sem hefur starfað í óperuhúsum víða um heim. Ljósahönnuður er Jóhann Pálmi Bjarnason. Aldrei vandamál, bara lausnir Rakarinn frá Sevilla er sett upp í Eldborg í Hörpu en sviðið þar er ekki hannað sem leiksvið, eins og hefur áður komið fram. „Þetta er eins og með hvert rými sem maður fer inn í, maður tekur því fagnandi sem er fyrir og er frábært og vinnur svo með hitt. Aðrar hugmyndir kvikna sem annars hefðu eflaust ekki komið í öðru rými og því þarf maður að finna fleti og hugsa út fyrir kassann. Það er aldrei neitt vandamál, bara lausnir,“ svarar Ágústa að bragði, aðspurð hvernig það hafi verið að setja þetta óperuverk upp í Hörpu. Á ÆFINGU RAKARANS FRÁ SEVILLA Ævintýrið í forgrunni ÍSLENSKA ÓPERAN FRUMSÝNIR Í KVÖLD RAKARANN FRÁ SEVILLA Í ELDBORG Í HÖRPU. LEIKSTJÓRINN ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR LEYFÐI ÆVINTÝRAMINNINU Í VERKINU AÐ NJÓTA SÍN EN BÆTTI ÞÓ VIÐ TVEIMUR ÓPERUÞERNUM SEM TÚLKA MEÐ LEIKRÆNUM TILBURÐUM. LJÓSMYNDARI MORGUNBLAÐSINS FÓR Á ÆFINGU Í VIKUNNI OG FANGAÐI LIFANDI OG ÁHUGAVERÐ AUGNABLIK. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Liprir fingur – Antonia Hevesi píanóleikari Íslensku óperunnar spilaði á æfingunni. Dagbjört Óskarsdóttir farðar Valgerði Guðnadóttur fyrir hlutverkið hennar Bertu. 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 Nýtt leikrit, „Fylgsnið“ eftir Hávar Sigur- jónsson, verður frumflutt í Útvarpsleikhúsi Rásar 1 á morgun, sunnudag, kl. 13. Í því seg- ir af ungum manni sem glímt hefur við geð- sjúkdóm frá barnsaldri. Hann ásakar föður sinn í blaðaviðtali um að hafa beitt sig kyn- ferðislegu ofbeldi í æsku en faðirinn neitar öllum ásökunum og móðirin stendur með honum. Þau segja ásakanir sonarins vera til- hæfulausa óra og fjarri öllum sanni. Spurn- ingar vakna um hver sé sannleikurinn, hver sé sekur og hver saklaus. Leikstjóri verksins er Hilmar Jónsson og leikarar Pálmi Gests- son, Halldóra Rósa Björnsdóttir, Arnmundur Ernst Backman Björnsson, Elías Óli Hilm- arsson og María Ellingsen. ÚTVARPSLEIKRIT FRUMFLUTT FYLGSNIÐ Nýtt útvarpsleikrit eftir Hávar Sigurjónsson verður frumflutt í Útvarpsleikhúsinu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Möguleikar teikningarinnar eru kannaðir og nýtt- ir á sýningunni Frumdráttum og fyrirmyndum. Myndlistarsýningin „Frumdrættir og fyrir- myndir“ verður opnuð í Listasal Mosfells- bæjar, í Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarnanum, Þverholti 2, í dag kl. 15. Titill sýningarinnar vísar til teikningarinnar sem tjáningarmiðils og er sýningin samstarfsverkefni og stefnu- mót listamannanna Guðbjargar Lindar, Jeans Larsons, Kristínar Geirsdóttur og Ólafar Oddgeirsdóttur. Viðfangsefni og hugmynda- leg nálgun listamannanna eru ólík en verkin eiga það sameiginlegt að í þeim eru kannaðir og nýttir möguleikar teikningarinnar. Á Degi myndlistar, 31. október, verður boðið upp á listamannaspjall kl. 15. SAMSÝNING Í MOSFELLSBÆ FRUMDRÆTTIR Sýningin „Gyðjur“ verður opnuð í dag, laugardag, í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar. Á henni má sjá portrett af konum eftir Sigurjón auk annarra verka eftir hann sem eru ýmist höggvin í stein eða tálguð í tré, þar sem hinni kvenlegu ímynd er lýst og hún tekur á sig mynd gyðj- unnar. Sýningin er sett upp í tilefni af því að í ár eru 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarrétt. Eftir Sigurjón liggja yfir 200 andlitsmyndir, flestar af karl- mönnum í ábyrgðarstöðum, en kvenportrett hans eru ekki eins þekkt, að undanskilinni myndinni sem hann gerði af móður sinni árið 1938 en fyrir hana hlaut hann danska heiðurspeninginn sem kenndur er við gullaldarmálarann C.W. Eckersberg. Sýningarstjóri er Birgitta Spur. OPNUN Í SAFNI SIGURJÓNS GYÐJUR Eitt af verkum Sigurjóns. Menning

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.