Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 Bækur S igurjón Birgir Sigurðsson, eða bara Sjón, byrjaði sinn rithöfund- arferil sem ljóðskáld og hafði gefið út fjölda ljóðabóka þegar fyrsta skáldsaga hans kom út fyrir bráðum þrjátíu árum. Á síðustu árum hefur minna borið á ljóðskáldinu Sjón en skáldsagnahöfundinum og átta ár hafa liðið frá síðustu ljóðabók hans þar til ljóðasafnið gráspörvar og ígulker birtist fyrir stuttu. Sjón segist skrifa ljóð meðfram öðrum skrifum, „hægt og bítandi“ og ljóðin í grá- spörvum og ígulkerum hafi orðið til á síð- ustu tíu árum, jafnvel séu einhver ljóðanna eldri. „Ég var með ljóðabók fyrir átta árum, söng steinasafnarans og í gráspörvum og ígulkerum eru ljóð sem eru jafnvel eldri en hún. Það er nefnilega þannig að ljóð verða til af ýmsu tilefni og passa þá ekki endilega alltaf í bók þó þau séu góð. Ég skoða bæk- urnar alltaf sem sér verkefni, sér heim á vissan hátt, og í þessa bók rötuðu ýmis ljóð sem ég hafði ekki fundið stað áður, ljóð sem fóru allt í einu að tala saman og hljóma með nýrri ljóðum. Þetta eru því ljóð frá síðustu tíu til tólf árum og birtist sem einhver hlið á mínum skáldskap.“ Skoðun á augnablikinu „Ég kíkti í einhverja möppu í vor og byrjaði að tína saman ljóð í eitt skjal og áttaði ég mig á því allt í einu að það var einhver samhljómur á milli ljóða sem voru gömul og ljóða sem voru alveg ný, allt í einu varð eitthvert samtal, einhver heimur birtist sem má lýsa sem ferðalagi á staðinn þar sem skáldskapurinn verður til. Ef ljóðabók getur verið um eitthvað þá finnst mér einhver þráður í gráspörvum og ígulkerum sem er skoðun á augnablikinu eða andrúmsloftinu þegar ljóðið verður til. Ég áttaði mig á því að þessi ljóð áttu það sameiginlegt og pöss- uðu því saman í bók. Svo á ég önnur ljóð sem passa kannski seinna, enda er ég óhræddur við það að vera að vinna með eldra efni.“ Annað einkenni á mörgum ljóðunum í bókinni segir Sjón vera að þau hafi orðið til við ýmis tækifæri þegar hann hefur verið beðinn um að skrifa ljóð eða texta í sýning- arskrá eða til þess að flytja af einhverju til- efni. „Það hefur reynst mér mjög hvetjandi tækifæri til þess að skrifa ljóð. Þetta er svo- lítið svona af gamla skólanum, að skrifa tækifærisljóð þegar menn panta ljóð hjá skáldinu og það hefur oft orðið til þess að hugmynd sem ég er kannski búinn að vera að með í kollinum lengi, stundum í tuttugu ár og hef aldrei fundið stað eða form eða tækifæri, er allt í einu komin í heiminn af tilteknu tilefni. Til að mynda er í bókinni ljóð sem heitir danse grotesque sem er upp- haflega skrifað sem hugleiðing um verk Cindy Sherman fyrir sýningu sem var úti í heimi og fjallaði aðallega um ákveðið tímabil í list hennar. Þá áttaði ég mig á því að hér væri komið tækifæri til þess að yrkja útfrá gamalli hugmynd um að skrifa ljóð eða texta sem fjallar um niðurbrot líks frá sjón- arhorni þeirra sem framkvæma það,“ segir Sjón og bætir við að hann hafi alltaf verið gefinn fyrir samstarf, maður leiksins, eins og hann kallar það, og kunni því vel þegar einhver kemur til hans með yrkisefni. „Þá er ég allt í einu farinn að hugsa um eitthvað sem ég hefði annars ekki hugsað um eða sé einhver óvænt tækifæri þannig að það hefur alltaf reynst mér mjög vel. Og svo oft er það þannig að þegar ég hef tekið eitthvað að mér og er kominn í djöfulsins klandur með það þá verður auðvitað það besta til,“ segir hann og hlær, „því þá er maður kominn á einhverja nöf og verður bara að láta hlutinn gerast og þá dúkka oft upp ótrúlegustu hugmyndir.“ Það er alltaf einhver þráður - Þegar ég fletti ljóðabókunum þínum um daginn, sérstaklega bókum frá fyrri árum, sá ég sama skáldið í textanum, þó ljóðagerð- in hafi óneitanlega breyst talsvert. „Það er sennilega einhver þráður í ljóð- unum vegna þess að það er auðvitað alltaf sami maður að skrifa þó hann sé á ýmsum aldursskeiðum. Ég sé auðvitað mun á þeim hreinu súrrealísku ljóðum sem ég skrifaði um tvítugt, sem voru fyrst og fremst rússí- banareiðir í gegnum mjög ýktar sérkenni- legar myndir. Það er munur á þeim ljóðum og fyrstu ljóðunum mínum sem ég orti þeg- ar ég var fimmtán eða sextán ára gamall um haustið og ástarsorgina, sem maður var náttúrlega farinn að glíma við á unga aldri. Svo sé ég mun á ljóðunum sem ég er að gera í dag. Það er þó alltaf einhver þráður og mér finnst ég jafnvel vera að ná þessu svona svolítið saman í nýju bókinni. Í henni eru ljóð sem eru persónuleg og einföld með ljóð- um sem eru einfaldlega skrýtin og súrreal- ísk í sér, furðulegir litlir heimar sem lesand- inn fer inní. Mér finnst þannig eins og ég sé aðeins að rifja upp. Það eru þannig í henni þrír litlir prósar sem eru einhverskonar skoðun líka á súrrealismanum; fyrsti prósinn er hreinn draumur og minning um hann sem sleppir ekki höfundinum, svo er samspil draums og veruleika í draumi sem gerist í Landsbókasafninu gamla, í Safnahúsinu, og þriðji prósinn er einfaldlega hreint og klárt súrrealískt ljóð um stefnumót í nóttinni í Reykjavík. Ég er ennþá að skoða þessa punkta, hvað eigum við að kalla það, þessar kveikjur ljóðsins þegar innri og ytri veru- leiki mætast sem er gamla verkefnið sem manni var falið ungum.“ - Þér þykir semsé enn vænt um súrreal- ismann. „Ég var fjórtán eða fimmtán ára þegar ég uppgötvaði hann og helgaði mig honum næstu sex eða sjö árin. Hann hafði nátt- úrlega gríðarlega mótandi áhrif á mig fag- urfræðilega og hugmyndafræðilega. Hann var skóli í skáldskap og menningarlegri nálgun við heiminn og ég bý auðvitað alltaf að því. Ég hef aldrei hafnað súrrealismanum og það eru súrrealískir þræðir í gráspörvum og ígulkerum. Fyrir nokkrum árum hélt ég alltaf við hverja bók að ég væri nú búinn að segja skilið við hann, en svo þegar ég kíkti á bók- ina tveimur eða þremur mánuðum eftir að hún kom út þá hugsaði ég með mér: nei, fjandinn hafi það, þú ert alltaf að synda í sömu sundlauginni. En það er ansi gott út- sýni úr henni.“ SAMTAL LJÓÐA Alltaf að synda í sömu sundlauginni GRÁSPÖRVAR OG ÍGULKER HEITIR NÝ LJÓÐABÓK FRÁ SJÓN, EN ÁTTA ÁR ERU SÍÐAN HANN SENDI SÍÐAST FRÁ SÉR LJÓÐA- SAFN. Í BÓKINNI ERU LJÓÐ FRÁ ÝMSUM TÍMUM SEM ORT ERU VIÐ ÝMIS TÆKIFÆRI, EN LÝSA FERÐA- LAGI Á STAÐINN ÞAR SEM SKÁLD- SKAPURINN VERÐUR TIL. Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Og svo oft er þaðþannig að þegar éghef tekið eitthvað að mér og er kominn í djöfulsins klandur með það þá verður auðvitað það besta til. (s.h.g.) það vill henda í ljóðum að þegar þokunni léttir taki hún með sér fjallið Úr gráspörvum og ígulkerum eftir Sjón. JPV útgáfa gefur út. ars poetica Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný ljóðabók Sjón er súrruð súrrealískum þráðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.